Lífsgæðin á landsbyggðinni – best geymda leyndarmálið Jónína Brynjólfsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 11:01 Ég er alin upp í Reykjavík. Ekki bara það, heldur bjó ég á Laugaveginum milli tvítugs og þrítugs, djammaði stíft og naut lífsins – enda lifum við jú bara einu sinni og ég ætlaði ekki að láta mér leiðast. Síðan gerðist það að rétt fyrir hrun að ég var að klára Háskólann á Bifröst og þá var hvergi vinnu að fá. Eftir mikla leit fann ég á endanum vinnu – eins langt frá Laugaveginum og hugsast getur. Ég fékk vinnu á Egilsstöðum. Vinum mínum og fjölskyldu fannst þetta nú alveg fín hugmynd en það voru samt flestir á því að ég myndi ekki endast lengi þarna lengst úti á landi, í litlu bæjarfélagi þar sem ekkert væri um að vera. Það er ekki sömu sögu að segja í dag, 13 árum seinna. Nú telja flestir að ég eigi hreinlega ekki afturkvæmt í bæinn. Ég skal segja ykkur hvers vegna það er. Við höfum það bara svo hrikalega gott. Hér búum við fjölskyldan í rúmgóðu húsnæði með garð og bílskúr, sem hefur verðgildi á við gluggalausa geymslu í Hafnarfirði. Afborganir eru þar af leiðandi minni, tekjur okkar fara því að meiri hluta í tómstundir, áhugamál, góðan og hollan mat, grill á pallinum og fjórhjól – enda vita það allir að enginn er maður með mönnum nema eiga eitthvað vélknúið dót á hjólum með stórum dekkjum til að þræða slóða upp næsta fjallgarð. Þau lífsgæði að vinnan er nokkur hundruð metra frá heimili okkar, að börnin hlaupa sjálf í íþróttahúsið og að við þekkjum og getum stólað á samfélagið okkar, eru einfaldlega ómetanleg. Okkar dýrmætasta eign er jú meiri tími og hann höfum við hér á landsbyggðinni. Við erum nær náttúrunni og við höfum meiri fjármuni til ráðstöfunar því við erum ekki eins skuldsett. Það er ekki svo að skilja að landsbyggðin hafi ekki galla, allt hefur kosti og galla, en þegar kostirnir vega miklu þyngra en gallarnir þá tekur maður þeim með æðruleysi. Árið 2019 hóf Byggðastofnun viðamikla rannsókn á búsetuáformum landsmanna. Tilgangur hennar var að fá greinargóðar upplýsingar um búsetuþróun á Íslandi, orsakir hennar og afleiðingar. Skýrsla með niðurstöðum úr þriðja áfanga verkefnisins hefur nú verið birt á vef Byggðastofnunar en þar kemur meðal annars fram að flestir íbúar stærri bæja utan höfuðborgarsvæðisins, sem hyggjast vera um kyrrt í sínu bæjarfélagi, segja að gott samfélag sé þáttur sem skiptir miklu máli fyrir áframhaldandi búsetu. Meirihluti svarenda segir jafnframt að kyrrð og ró, hreint loft, nálægð við vini eða fjölskyldu, lítil umferð og möguleikar til útivistar skipti einnig miklu máli. Ég er þess fullviss að margir eru sömu skoðunar enda er það ljóst af byggingaþörf á landsbyggðinni að færri komast að en vilja. Það er okkur sem þjóð gríðarlega mikilvægt að styrkja allar byggðir, hringinn í kringum landið. Það er mikilvægt að styrkja innviðina og það er mikilvægt að byggja meira íbúðarhúsnæði. Fyrir okkur sem búum á landsbyggðinni er líka mikilvægt að tala fallega um heimkynni okkar og njóta þess að búa þar. Nú fyrir kosningar hrúgast inn greinar og yfirlýsingar um hvað þarf og ætti að gera í hinum ýmsu málaflokkum. Framsókn hefur forskot í slíkum leikjum, við sýnum vilja í verki og gerum það sem við segjumst ætla að gera. Framsókn hefur hrint í framkvæmd mikilli uppbyggingu. Þar má nefna að víða um land er í fyrsta sinn í áraraðir verið að byggja nýtt húsnæði í gegnum verkefni sem Ásmundur Einar Daðason ýtti úr vör. Fyrir tilstilli Lilju Alfreðsdóttur er kominn vísir að háskólanámi í Fjarðabyggð. Vegaframkvæmdir á borð við lagningu bundins slitlags á Borgarfjarðarveg eru á lokastigi og enn meira í farvatninu fyrir þrotlausa vinnu margra undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar. Þetta sýnir að Framsókn er flokkur landsbyggðarinnar og stendur við stóru orðin. En til að tryggja það að við fáum örugglega að sjá áframhaldandi uppbyggingu, á borð við göng undir Fjarðarheiði og nýjan veg um Öxi, þarf að setja x við B í komandi Alingiskosningum. Framtíðin ræðst á miðjunni því þar gerst hlutirnir. Við erum stolt af okkar verkum og treystum því að kjósendur séu á sama máli. Höfundur skipar 7. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi og er varasveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Norðausturkjördæmi Byggðamál Alþingiskosningar 2021 Jónína Brynjólfsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Ég er alin upp í Reykjavík. Ekki bara það, heldur bjó ég á Laugaveginum milli tvítugs og þrítugs, djammaði stíft og naut lífsins – enda lifum við jú bara einu sinni og ég ætlaði ekki að láta mér leiðast. Síðan gerðist það að rétt fyrir hrun að ég var að klára Háskólann á Bifröst og þá var hvergi vinnu að fá. Eftir mikla leit fann ég á endanum vinnu – eins langt frá Laugaveginum og hugsast getur. Ég fékk vinnu á Egilsstöðum. Vinum mínum og fjölskyldu fannst þetta nú alveg fín hugmynd en það voru samt flestir á því að ég myndi ekki endast lengi þarna lengst úti á landi, í litlu bæjarfélagi þar sem ekkert væri um að vera. Það er ekki sömu sögu að segja í dag, 13 árum seinna. Nú telja flestir að ég eigi hreinlega ekki afturkvæmt í bæinn. Ég skal segja ykkur hvers vegna það er. Við höfum það bara svo hrikalega gott. Hér búum við fjölskyldan í rúmgóðu húsnæði með garð og bílskúr, sem hefur verðgildi á við gluggalausa geymslu í Hafnarfirði. Afborganir eru þar af leiðandi minni, tekjur okkar fara því að meiri hluta í tómstundir, áhugamál, góðan og hollan mat, grill á pallinum og fjórhjól – enda vita það allir að enginn er maður með mönnum nema eiga eitthvað vélknúið dót á hjólum með stórum dekkjum til að þræða slóða upp næsta fjallgarð. Þau lífsgæði að vinnan er nokkur hundruð metra frá heimili okkar, að börnin hlaupa sjálf í íþróttahúsið og að við þekkjum og getum stólað á samfélagið okkar, eru einfaldlega ómetanleg. Okkar dýrmætasta eign er jú meiri tími og hann höfum við hér á landsbyggðinni. Við erum nær náttúrunni og við höfum meiri fjármuni til ráðstöfunar því við erum ekki eins skuldsett. Það er ekki svo að skilja að landsbyggðin hafi ekki galla, allt hefur kosti og galla, en þegar kostirnir vega miklu þyngra en gallarnir þá tekur maður þeim með æðruleysi. Árið 2019 hóf Byggðastofnun viðamikla rannsókn á búsetuáformum landsmanna. Tilgangur hennar var að fá greinargóðar upplýsingar um búsetuþróun á Íslandi, orsakir hennar og afleiðingar. Skýrsla með niðurstöðum úr þriðja áfanga verkefnisins hefur nú verið birt á vef Byggðastofnunar en þar kemur meðal annars fram að flestir íbúar stærri bæja utan höfuðborgarsvæðisins, sem hyggjast vera um kyrrt í sínu bæjarfélagi, segja að gott samfélag sé þáttur sem skiptir miklu máli fyrir áframhaldandi búsetu. Meirihluti svarenda segir jafnframt að kyrrð og ró, hreint loft, nálægð við vini eða fjölskyldu, lítil umferð og möguleikar til útivistar skipti einnig miklu máli. Ég er þess fullviss að margir eru sömu skoðunar enda er það ljóst af byggingaþörf á landsbyggðinni að færri komast að en vilja. Það er okkur sem þjóð gríðarlega mikilvægt að styrkja allar byggðir, hringinn í kringum landið. Það er mikilvægt að styrkja innviðina og það er mikilvægt að byggja meira íbúðarhúsnæði. Fyrir okkur sem búum á landsbyggðinni er líka mikilvægt að tala fallega um heimkynni okkar og njóta þess að búa þar. Nú fyrir kosningar hrúgast inn greinar og yfirlýsingar um hvað þarf og ætti að gera í hinum ýmsu málaflokkum. Framsókn hefur forskot í slíkum leikjum, við sýnum vilja í verki og gerum það sem við segjumst ætla að gera. Framsókn hefur hrint í framkvæmd mikilli uppbyggingu. Þar má nefna að víða um land er í fyrsta sinn í áraraðir verið að byggja nýtt húsnæði í gegnum verkefni sem Ásmundur Einar Daðason ýtti úr vör. Fyrir tilstilli Lilju Alfreðsdóttur er kominn vísir að háskólanámi í Fjarðabyggð. Vegaframkvæmdir á borð við lagningu bundins slitlags á Borgarfjarðarveg eru á lokastigi og enn meira í farvatninu fyrir þrotlausa vinnu margra undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar. Þetta sýnir að Framsókn er flokkur landsbyggðarinnar og stendur við stóru orðin. En til að tryggja það að við fáum örugglega að sjá áframhaldandi uppbyggingu, á borð við göng undir Fjarðarheiði og nýjan veg um Öxi, þarf að setja x við B í komandi Alingiskosningum. Framtíðin ræðst á miðjunni því þar gerst hlutirnir. Við erum stolt af okkar verkum og treystum því að kjósendur séu á sama máli. Höfundur skipar 7. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi og er varasveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun