„Ákveðið að djamma svolítið í kvöld og það tókst“ Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2021 20:38 Stjörnukonur áttu flottan leik í kvöld. vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson var í ákveðnum „djammgír“ eftir 1-0 sigur Stjörnunnar gegn Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Sigurinn var afar verðskuldaður en Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði sigurmarkið þegar korter var til leiksloka með föstu skoti utan teigs. „Mér fannst við strax byrja að skapa hálffæri. Markið kom seint en datt loksins í seinni hálfleik. Það kom smástopp í leikinn og við nýttum okkur það – þær voru sofandi aðeins Fylkisstelpurnar – með frábæru skoti frá Hildigunni. En þetta tók langan tíma og ég var farinn að halda að þetta yrði leikur hinna glötuðu hálffæra,“ sagði Kristján eftir leik. Hildigunnur var nálægt því að skora fyrr í seinni hálfleiknum þegar skot hennar rúllaði í átt að markinu en Betsy Hassett kom honum yfir línuna og var dæmd rangstæð. Kristján var ánægður með frammistöðu framherja sinna í kvöld: „Við vorum aðeins beittari í seinni hálfleik. Í fyrri hálfleik fengum við hálffæri, fyrirgjafir inn í teiginn sem við náðum ekki alveg í. Í seinni hálfleik náðum við í boltann en skutum bara framhjá markinu, þangað til að þessi bomba fór inn. Hildigunnur var mjög ógnandi ásamt Betsy frammi, og sennilega óheppin að Betsy skyldi taka boltann áður en hann fór yfir línuna því hann hefði sennilega farið yfir hana. Þetta var góður leikur hjá þeim, frammistaðan var fín og við virkuðum eins og við værum að djamma,“ sagði Kristján. Kristján Guðmundsson stýrir liði Stjörnunnar.vísir/Hulda Margrét Eina hættan sem Fylkir skapaði í seinni hálfleik var rétt í uppbótartíma, og hún var ekki mikil: „Við vorum búin að vera betra liðið allan seinni hálfleik en svo kom eitthvað „panik“ í lokin því leikurinn var að verða búinn. Sennilega voru þær bara að keyra upp í eitthvað djamm í kvöld,“ sagði Kristján, sem glotti aðspurður hvort hann hefði tekið veðmáli um að koma orðinu „djamm“ að sem oftast í viðtalinu: „Það var ákveðið að djamma svolítið í kvöld og það tókst. Leikmenn voru að skjóta á markið og hafa svolítið gaman af þessu,“ sagði Kristján. Það geta Stjörnukonur gert en þær eru í góðum málum í efri hluta deildarinnar og þó að þær hafi að litlu að keppa gætu þær mögulega náð 3. sæti áður en yfir lýkur. Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
„Mér fannst við strax byrja að skapa hálffæri. Markið kom seint en datt loksins í seinni hálfleik. Það kom smástopp í leikinn og við nýttum okkur það – þær voru sofandi aðeins Fylkisstelpurnar – með frábæru skoti frá Hildigunni. En þetta tók langan tíma og ég var farinn að halda að þetta yrði leikur hinna glötuðu hálffæra,“ sagði Kristján eftir leik. Hildigunnur var nálægt því að skora fyrr í seinni hálfleiknum þegar skot hennar rúllaði í átt að markinu en Betsy Hassett kom honum yfir línuna og var dæmd rangstæð. Kristján var ánægður með frammistöðu framherja sinna í kvöld: „Við vorum aðeins beittari í seinni hálfleik. Í fyrri hálfleik fengum við hálffæri, fyrirgjafir inn í teiginn sem við náðum ekki alveg í. Í seinni hálfleik náðum við í boltann en skutum bara framhjá markinu, þangað til að þessi bomba fór inn. Hildigunnur var mjög ógnandi ásamt Betsy frammi, og sennilega óheppin að Betsy skyldi taka boltann áður en hann fór yfir línuna því hann hefði sennilega farið yfir hana. Þetta var góður leikur hjá þeim, frammistaðan var fín og við virkuðum eins og við værum að djamma,“ sagði Kristján. Kristján Guðmundsson stýrir liði Stjörnunnar.vísir/Hulda Margrét Eina hættan sem Fylkir skapaði í seinni hálfleik var rétt í uppbótartíma, og hún var ekki mikil: „Við vorum búin að vera betra liðið allan seinni hálfleik en svo kom eitthvað „panik“ í lokin því leikurinn var að verða búinn. Sennilega voru þær bara að keyra upp í eitthvað djamm í kvöld,“ sagði Kristján, sem glotti aðspurður hvort hann hefði tekið veðmáli um að koma orðinu „djamm“ að sem oftast í viðtalinu: „Það var ákveðið að djamma svolítið í kvöld og það tókst. Leikmenn voru að skjóta á markið og hafa svolítið gaman af þessu,“ sagði Kristján. Það geta Stjörnukonur gert en þær eru í góðum málum í efri hluta deildarinnar og þó að þær hafi að litlu að keppa gætu þær mögulega náð 3. sæti áður en yfir lýkur.
Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira