Prófa mótefnalyf sem gæti fækkað spítalainnlögnum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. ágúst 2021 18:50 Már Kristjánsson segir að mótefnalyf hjálpi okkur að lifa með veirunni. vísir/arnar Mótefnalyf sem Landspítalinn notar við meðferð á Covid-19 hefur gefið góða raun hingað til. Lyfið er gefið fólki í sérstökum áhættuhópi og hefur það allt sloppið við spítalainnlögn. Lyfið var fyrst prófað í meðferð sjúklings sem gat ekki myndað mótefni sjálfur. Fyrir vikið vildi líkaminn ekki losa sig við kórónuveiruna en eftir lyfjagjöfina fór viðkomandi að batna. Upp á síðkastið hefur spítalinn þó farið að nota mótefnalyfið öðruvísi. Nú er því ætlað að koma í veg fyrir spítalainnlagnir hjá þeim sem eiga í mestri hættu á að enda á spítala og er því gefið mjög snemma eftir að þeir fá einkenni. Enginn sem fékk lyfið endað á spítala Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala og formaður farsóttanefndar, segir að spítalinn meti hvort nýsmitað fólk sé í áhættuhópi fyrir spítalainnlögn. Mótefni þeirra er einnig mælt og ef þeir mynda lítið mótefni getur spítalinn gripið til lyfsins. „Það er ekki svo langt síðan við fórum að nota þetta í þessum tilgangi þannig við erum svoldið að bíða eftir að sjá árangurinn. En af þeim sem hafa fengið þetta þá hefur enginn þurft að leggjast inn á spítalann enn þá,“ segir Már í samtali við Vísi. Hann segir að Landspítalinn eigi nóg af mótefnalyfjum í bili og hafi þegar fengið heimild fyrir frekari innkaupum. Rannsóknir sýni að einstofna mótefnin sem spítalinn notar virki sérstaklega vel gegn bæði Beta og Delta afbrigði veirunnar. Lyfið er eins að gerð og mótefnalyfið Ronapreve sem var veitt leyfi á Bretlandi fyrir helgi og Vísir fjallaði um: Alls ekki hægt að gefa öllum lyfið „Nú má ekki misskilja þetta þannig að það séu allir sem ættu að fá þetta. Það er ekki rétt notkun þessa úrræðis sem er nokkuð kostnaðarsamt… En það er skynsamlegra að finna þá sem eiga mestar líkur á því að fá bata með notkun þessara efna,“ segir Már. Þannig væri til dæmis gagnslaust að gefa lyfið ungum hraustum einstaklingi, sem myndar gott mótefni sjálfur. Már sér fyrir sér að mótefnalyf verði mikilvæg í framtíðarbaráttu við veiruna og hjálpi okkur að lifa með henni: „Nú eru spár að gera ráð fyrir því að við verðum í svipuðu ástandi og við erum í núna í dálítinn tíma og þess vegna er þetta eitt af þeim úrræðum sem er gott að geta gripið til ef að við lendum á einstaklingum sem eru líklegri til þess að fá svona mikil veikindi. Þannig mun þetta þjóna okkur öllum,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Lá við árekstra flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Sjá meira
Lyfið var fyrst prófað í meðferð sjúklings sem gat ekki myndað mótefni sjálfur. Fyrir vikið vildi líkaminn ekki losa sig við kórónuveiruna en eftir lyfjagjöfina fór viðkomandi að batna. Upp á síðkastið hefur spítalinn þó farið að nota mótefnalyfið öðruvísi. Nú er því ætlað að koma í veg fyrir spítalainnlagnir hjá þeim sem eiga í mestri hættu á að enda á spítala og er því gefið mjög snemma eftir að þeir fá einkenni. Enginn sem fékk lyfið endað á spítala Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala og formaður farsóttanefndar, segir að spítalinn meti hvort nýsmitað fólk sé í áhættuhópi fyrir spítalainnlögn. Mótefni þeirra er einnig mælt og ef þeir mynda lítið mótefni getur spítalinn gripið til lyfsins. „Það er ekki svo langt síðan við fórum að nota þetta í þessum tilgangi þannig við erum svoldið að bíða eftir að sjá árangurinn. En af þeim sem hafa fengið þetta þá hefur enginn þurft að leggjast inn á spítalann enn þá,“ segir Már í samtali við Vísi. Hann segir að Landspítalinn eigi nóg af mótefnalyfjum í bili og hafi þegar fengið heimild fyrir frekari innkaupum. Rannsóknir sýni að einstofna mótefnin sem spítalinn notar virki sérstaklega vel gegn bæði Beta og Delta afbrigði veirunnar. Lyfið er eins að gerð og mótefnalyfið Ronapreve sem var veitt leyfi á Bretlandi fyrir helgi og Vísir fjallaði um: Alls ekki hægt að gefa öllum lyfið „Nú má ekki misskilja þetta þannig að það séu allir sem ættu að fá þetta. Það er ekki rétt notkun þessa úrræðis sem er nokkuð kostnaðarsamt… En það er skynsamlegra að finna þá sem eiga mestar líkur á því að fá bata með notkun þessara efna,“ segir Már. Þannig væri til dæmis gagnslaust að gefa lyfið ungum hraustum einstaklingi, sem myndar gott mótefni sjálfur. Már sér fyrir sér að mótefnalyf verði mikilvæg í framtíðarbaráttu við veiruna og hjálpi okkur að lifa með henni: „Nú eru spár að gera ráð fyrir því að við verðum í svipuðu ástandi og við erum í núna í dálítinn tíma og þess vegna er þetta eitt af þeim úrræðum sem er gott að geta gripið til ef að við lendum á einstaklingum sem eru líklegri til þess að fá svona mikil veikindi. Þannig mun þetta þjóna okkur öllum,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Lá við árekstra flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent