Miðjumaður Spánarmeistara Atlético orðaður við Man Utd og Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 16:31 „Hleypið mér út úr þessu partýi,“ er Saúl eflaust að hugsa hér. Denis Doyle/Getty Images Það virðist nær öruggt að Saúl Ñíguez, miðjumaður Spánarmeistara Atlético Madríd, yfirgefi félagið áður en félagaskiptiglugginn lokar í Evrópu þann 2. september. Saúl er sterklega orðaður við bæði Manchester United og Chelsea. Hinn 26 ára gamli Saúl hefur verið orðaður frá Atlético í sumar og England alltaf talið líklegasti áfangastaðurinn. Nú hefur miðjumaðurinn sagt forráðamönnum Spánarmeistaranna að hann vilji komast frá liðinu áður en glugginn loki. Talið er að Evrópumeistarar Chelsea og Man United séu mjög áhugasöm. Síðarnefnda liðið hefur fylgst með leikmanninum og gaf hann til kynna að hann gæti verið að skipta um félag fyrir rúmu ári síðan. Allt kom þó fyrir ekki. Ensku félögin vilja bæði fá leikmanninn á láni út tímabilið og hafa svo forkaupsrétt á honum næsta sumar. Talið er að hann myndi þá kosta milli 35 til 40 milljónir evra en einnig þyrftu félögin að punga út nokkrum milljónum til að fá hann á láni. Hjá Man Utd ætti Saúl að styrkja miðsvæði liðsins enn frekar og líklega að sjá til þess að Nemanja Matic byrji ekki fleiri leiki það sem eftir lifir tímabils. Hjá Chelsea er aðeins flóknara að lesa í aðstæður en mögulega ætti Saúl að veita N‘Golo Kante samkeppni við hlið Jorginho eða einfaldlega taka sæti annars þeirra í byrjunarliðinu. Saúl is set to leave Atléti.Chelsea opened talks for Saúl days ago. There s official bid now on the table - loan with buy option. #CFCAlso Manchester United have asked for Saúl again in the last 24 hours, he s in the list with Camavinga. #MUFCHe s ready for PL move. pic.twitter.com/dAAFHzdiYq— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 24, 2021 Saúl hefur verið í lykilhlutverki hjá Atlético undanfarin ár og varð Spánarmeistari með liðinu á síðustu leiktíð. Þá á hann að baki 19 A-landsleiki fyrir Spán sem og fjölda leikja fyrir yngri landsliðin. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Saúl hefur verið orðaður frá Atlético í sumar og England alltaf talið líklegasti áfangastaðurinn. Nú hefur miðjumaðurinn sagt forráðamönnum Spánarmeistaranna að hann vilji komast frá liðinu áður en glugginn loki. Talið er að Evrópumeistarar Chelsea og Man United séu mjög áhugasöm. Síðarnefnda liðið hefur fylgst með leikmanninum og gaf hann til kynna að hann gæti verið að skipta um félag fyrir rúmu ári síðan. Allt kom þó fyrir ekki. Ensku félögin vilja bæði fá leikmanninn á láni út tímabilið og hafa svo forkaupsrétt á honum næsta sumar. Talið er að hann myndi þá kosta milli 35 til 40 milljónir evra en einnig þyrftu félögin að punga út nokkrum milljónum til að fá hann á láni. Hjá Man Utd ætti Saúl að styrkja miðsvæði liðsins enn frekar og líklega að sjá til þess að Nemanja Matic byrji ekki fleiri leiki það sem eftir lifir tímabils. Hjá Chelsea er aðeins flóknara að lesa í aðstæður en mögulega ætti Saúl að veita N‘Golo Kante samkeppni við hlið Jorginho eða einfaldlega taka sæti annars þeirra í byrjunarliðinu. Saúl is set to leave Atléti.Chelsea opened talks for Saúl days ago. There s official bid now on the table - loan with buy option. #CFCAlso Manchester United have asked for Saúl again in the last 24 hours, he s in the list with Camavinga. #MUFCHe s ready for PL move. pic.twitter.com/dAAFHzdiYq— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 24, 2021 Saúl hefur verið í lykilhlutverki hjá Atlético undanfarin ár og varð Spánarmeistari með liðinu á síðustu leiktíð. Þá á hann að baki 19 A-landsleiki fyrir Spán sem og fjölda leikja fyrir yngri landsliðin.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira