Birkir: Við erum bara í bullandi fallbaráttu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. ágúst 2021 20:35 Birkir Hlynsson, aðstoðaþjálfari ÍBV, stýrði liðinu í fjarveru Ian Jeffs. Vísir/Elín Björg Birkir Hlynsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, stýrði liðinu gegn Selfyssingum í kvöld. Hann var ósáttur með leik liðsins í en ÍBV tapaði 6-2. Hann segir liðið vera í bullandi fallbaráttu. „Mér fannst þetta ekki skemmtilegt, ég skal alveg viðurkenna það,“ sagði Birkir að leikslokum. „Það er nú bara þannig í fótbolta að ef að þú mætir ekki til leiks þá ganga andstæðingarnir bara yfir þig og það var bara raunin í dag.“ „Bara vel gert Selfoss, þær gengu á lagið. Það var orðið 3-0 eftir fyrri hálfleik, við fengum mark á okkur úr föstu leikatriði eftir tíu mínútur en við lögðum upp með að verja markið okkar sérstaklega í föstum leikatriðum því við vissum að þær væru sterkar þar. Við gerðum það hisvegar ekki og því fór sem fór.“ Eyjakonur mættu þó mun frískari í seinni hálfleikinn og náðu að koma inn tveimur mörkum. Birkir segir að með smá heppni hefði leikurinn getað orðið meira spennandi. „Ég spurði stelpurnar í hálfleik hvort að þeim langaði ekki bara að mæta í seinni hálfleikinn og gera þetta bara fyrir ÍBV og sjálfa sig. Þær sýndu það klárlega í seinni að þær geta þetta.“ „Við vorum bara helvíti beittar og komum okkur inn í leikinn í stöðunni 4-2 og með smá heppni hefði þetta getað orðið 4-3 og jafnvel 4-4. En eins og ég segi þá auðvitað breyttum við skipulagi og fórum og pressuðum og opnuðum okkur kannski bara sjálfar aðeins. Við færðum eina úr vörninni og reyndum að skora en þá erum við brothættar til baka.“ ÍBV er fjórum stigum frá fallsæti þegar stutt er eftir af mótinu og Birkir segir að liðið þurfi að sækja sigra í seinustu leikjunum til að halda sér í deild þeirra bestu. „Við erum bara í bullandi fallbaráttu. Það er ekkert flóknara en það. Við þurfum bara að hafa okkur allar við og fara að ná okkur í stig. Við tökum bara einn leik í einu og ég held að við þurfum allavega einn eða tvo sigra í viðbót og ég væri til í að fá einn bara í næsta leik,“ sagði Birkir að lokum. Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍBV 6-2 | Stórsigur Selfoss í Suðurlandsslagnum Selfoss vann öruggan 6-2 sigur á ÍBV í slagnum um Suðurlandið á Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Selfoss heldur í við Þrótt í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. 23. ágúst 2021 20:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
„Mér fannst þetta ekki skemmtilegt, ég skal alveg viðurkenna það,“ sagði Birkir að leikslokum. „Það er nú bara þannig í fótbolta að ef að þú mætir ekki til leiks þá ganga andstæðingarnir bara yfir þig og það var bara raunin í dag.“ „Bara vel gert Selfoss, þær gengu á lagið. Það var orðið 3-0 eftir fyrri hálfleik, við fengum mark á okkur úr föstu leikatriði eftir tíu mínútur en við lögðum upp með að verja markið okkar sérstaklega í föstum leikatriðum því við vissum að þær væru sterkar þar. Við gerðum það hisvegar ekki og því fór sem fór.“ Eyjakonur mættu þó mun frískari í seinni hálfleikinn og náðu að koma inn tveimur mörkum. Birkir segir að með smá heppni hefði leikurinn getað orðið meira spennandi. „Ég spurði stelpurnar í hálfleik hvort að þeim langaði ekki bara að mæta í seinni hálfleikinn og gera þetta bara fyrir ÍBV og sjálfa sig. Þær sýndu það klárlega í seinni að þær geta þetta.“ „Við vorum bara helvíti beittar og komum okkur inn í leikinn í stöðunni 4-2 og með smá heppni hefði þetta getað orðið 4-3 og jafnvel 4-4. En eins og ég segi þá auðvitað breyttum við skipulagi og fórum og pressuðum og opnuðum okkur kannski bara sjálfar aðeins. Við færðum eina úr vörninni og reyndum að skora en þá erum við brothættar til baka.“ ÍBV er fjórum stigum frá fallsæti þegar stutt er eftir af mótinu og Birkir segir að liðið þurfi að sækja sigra í seinustu leikjunum til að halda sér í deild þeirra bestu. „Við erum bara í bullandi fallbaráttu. Það er ekkert flóknara en það. Við þurfum bara að hafa okkur allar við og fara að ná okkur í stig. Við tökum bara einn leik í einu og ég held að við þurfum allavega einn eða tvo sigra í viðbót og ég væri til í að fá einn bara í næsta leik,“ sagði Birkir að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍBV 6-2 | Stórsigur Selfoss í Suðurlandsslagnum Selfoss vann öruggan 6-2 sigur á ÍBV í slagnum um Suðurlandið á Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Selfoss heldur í við Þrótt í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. 23. ágúst 2021 20:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - ÍBV 6-2 | Stórsigur Selfoss í Suðurlandsslagnum Selfoss vann öruggan 6-2 sigur á ÍBV í slagnum um Suðurlandið á Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Selfoss heldur í við Þrótt í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. 23. ágúst 2021 20:15
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti