CDU og Jafnaðarmannaflokkurinn, sem síðustu áratugi hafa jafnan verið stærstu flokkarnir á þingi, mynduðu saman ríkisstjórn eftir kosningarnar 2017 að loknum stjórnarmyndunarviðræðum sem drógust mjög á langinn.

Ný könnun INSA leiðir í ljós að nokkuð hafi dregið úr stuðningi við CDU frá síðustu kosningum þar sem flokkurinn hlaut 33 prósent atkvæða. Þegar er ljóst að Merkel muni ekki gegna embætti kanslara þegar ný stjórn tekur við, en Armin Lachet, forseti Norðurrín-Vestfalíu, er kanslaraefni flokksins.
DW segir frá því að könnunin bendi til að flokkarnir tveir gætu tryggt sér svipaðan fjölda þingmanna. Báðir mælast flokkarnir nú með 22 prósent fylgi, en í síðustu könnun frá í ágúst mældist CDU um 25 prósent fylgi og SPD með um tuttugu prósenta fylgi.
BUNDESTAGSWAHL | Sonntagsfrage INSA/BILD am Sonntag
— Deutschland Wählt (@Wahlen_DE) August 21, 2021
Union: 22% (-3)
SPD: 22% (+2)
GRÜNE: 17% (-1)
FDP: 13% (+1)
AfD: 12% (+1)
LINKE: 7%
Sonstige: 7%
Änderungen zur letzten Umfrage vom 14. August 2021
Verlauf: https://t.co/hsxgiA6QD4#btw #btw21 #BTWahl2021 pic.twitter.com/c77xoUbGHS
Fylgi Græningja, sem hafa verið á mikilli siglingu síðustu misserin, dregst aðeins saman milli kannana og er nú sautján prósent. Frjálslyndir (FDP) mælast með þrettán prósent fylgi, AfD (Valkostur fyrir Þýskaland) 12 prósent og Vinstriflokkurinn sjö prósent.
Kosningar fara fram í Þýskalandi 26. september næstkomandi.