Undrabarnið loks farið í frí eftir að spila á EM og Ólympíuleikunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2021 17:46 Pedri í leik gegn Real Sociedad, viku eftir að hann lék til úrslita á Ólympíuleikunum. David S. Bustamante/Getty Images Hinn 18 ára gamli Pedri spilaði stóra rullu hjá Barcelona á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir ungan aldur var hann í stóru hlutverki hjá liðinu ásamt því að taka þátt á lokakeppni EM U-21 árs landsliða í mars. Í stað þess að fara í verðskuldað sumarfrí að loknu erfiðu tímabili hélt Pedri á Evrópumótið með A-landsliði Spánar. Í kjölfarið fór hann á Ólympíuleikana í Tókýó í Japan með U-23 ára liði Spáni. Pedri byrjaði alla leiki Spánar á EM þar sem liðið fór í undanúrslit en beið lægri hlut gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Raunar lék Pedri alla leiki liðsins nema einn frá upphafi til enda. Hann var tekinn af velli á 119. mínútu gegn Sviss í 8-liða úrslitum. Að mótinu loknu var Pedri valinn besti ungi leikmaður EM. Hann fékk þó ekki langan tíma til að njóta þess né svekkja sig á tapinu gegn Ítalíu þar sem hann var mættur á Ólympíuleikana aðeins nokkrum dögum síðar. Þar biðu hans önnur vonbrigði en Spánn fór alla leið í úrslit þar sem liðið beið lægri hlut gegn Brasilíu. Aftur byrjaði hann alla leiki liðsins en að þessu sinni spilaði hann „aðeins“ þrjá leiki frá upphafi til enda. Viku eftir úrslitaleikinn gegn Brasilíu var Pedri mættur í byrjunarlið Börsunga er liðið vann Real Sociedad 4-2 í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Pedri tók einnig þátt í 1-1 jafntefli Barcelona og Athletic Bilbao en hefur nú birt mynd á Instagram-síðu sinni þar sem hann sýnir að hann er loks á leið í frí. View this post on Instagram A post shared by Pedri González (@pedrigonzalez) Undir „story“ á Instagram má sjá Pedri að slaka af og njóta þess að vera kominn í vægast sagt verðskuldað frí. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Tekur sér ekki frí þrátt fyrir að hafa spilað 73 leiki á innan við ári Spænski miðjumaðurinn Pedri mun snúa aftur til æfinga hjá félagi sínu, Barcelona, á miðvikudag. Þetta gerir hann þrátt fyrir að vera nýbúinn að ljúka keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó og hafa áður verið með Spáni á EM fyrr í sumar. 9. ágúst 2021 20:30 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Fleiri fréttir Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Sjá meira
Í stað þess að fara í verðskuldað sumarfrí að loknu erfiðu tímabili hélt Pedri á Evrópumótið með A-landsliði Spánar. Í kjölfarið fór hann á Ólympíuleikana í Tókýó í Japan með U-23 ára liði Spáni. Pedri byrjaði alla leiki Spánar á EM þar sem liðið fór í undanúrslit en beið lægri hlut gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Raunar lék Pedri alla leiki liðsins nema einn frá upphafi til enda. Hann var tekinn af velli á 119. mínútu gegn Sviss í 8-liða úrslitum. Að mótinu loknu var Pedri valinn besti ungi leikmaður EM. Hann fékk þó ekki langan tíma til að njóta þess né svekkja sig á tapinu gegn Ítalíu þar sem hann var mættur á Ólympíuleikana aðeins nokkrum dögum síðar. Þar biðu hans önnur vonbrigði en Spánn fór alla leið í úrslit þar sem liðið beið lægri hlut gegn Brasilíu. Aftur byrjaði hann alla leiki liðsins en að þessu sinni spilaði hann „aðeins“ þrjá leiki frá upphafi til enda. Viku eftir úrslitaleikinn gegn Brasilíu var Pedri mættur í byrjunarlið Börsunga er liðið vann Real Sociedad 4-2 í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Pedri tók einnig þátt í 1-1 jafntefli Barcelona og Athletic Bilbao en hefur nú birt mynd á Instagram-síðu sinni þar sem hann sýnir að hann er loks á leið í frí. View this post on Instagram A post shared by Pedri González (@pedrigonzalez) Undir „story“ á Instagram má sjá Pedri að slaka af og njóta þess að vera kominn í vægast sagt verðskuldað frí.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Tekur sér ekki frí þrátt fyrir að hafa spilað 73 leiki á innan við ári Spænski miðjumaðurinn Pedri mun snúa aftur til æfinga hjá félagi sínu, Barcelona, á miðvikudag. Þetta gerir hann þrátt fyrir að vera nýbúinn að ljúka keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó og hafa áður verið með Spáni á EM fyrr í sumar. 9. ágúst 2021 20:30 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Fleiri fréttir Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Sjá meira
Tekur sér ekki frí þrátt fyrir að hafa spilað 73 leiki á innan við ári Spænski miðjumaðurinn Pedri mun snúa aftur til æfinga hjá félagi sínu, Barcelona, á miðvikudag. Þetta gerir hann þrátt fyrir að vera nýbúinn að ljúka keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó og hafa áður verið með Spáni á EM fyrr í sumar. 9. ágúst 2021 20:30