Arnar Gunnlaugss.: Við vorum með 11 hetjur í kvöld Árni Jóhannsson skrifar 22. ágúst 2021 21:33 Arnar Gunnlaugsson var stoltur af sínum mönnum í kvöld Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson var heldur betur ánægður með sína menn þegar þeir unnu Valsmenn í toppslag 18. umferðar Pepsi Max deildarinnar. Hann var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn en einnig hvernig liðið hans er að vaxa og dafna. „Fyrri hálfleikur var svakalegur. Þetta var einhver rosalegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð“, sagðir sigurreifur þjálfari Víkings í viðtali strax eftir leik. Hann laug engu til um það þegar hann sagði að þetta hafi verið rosalegur fyrri hálfleikur. Víkingur voru mikla betra liðið og komust í 2-0 forystu en leikurinn endaði 2-1 en Kaj Leo minnkaði muninn. Leikið var í 18. umferð Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu karla en með sigrinum jafnaði Víkingur Val að stigum á toppi deildarinnar og það stefnir í svakalegan endasprett. Arnar hélt svo áfram um leikinn: „Við keyrðum á þá og sköpuðum okkur færi og hefðum átt að skora fleiri mörk. En vitandi hvernig lið er þá vissum við að Valsmenn kæmu dýrvitlausir út í seinni hálfleikinn. Við vorum samt með ágætis stjórn á þessum leik en þeir hentu öllu á okkur og uppskáru mark. En fyrst og fremst var það geggjaður fyrri hálfleikur sem skóp þennan sigur hjá okkur.“ Arnar var spurður hvort hann teldi andleysi Valsmanna í fyrri hálfleik vera sökum þess hve Víkingur voru góðir í fyrri hálfleik. „Ég ætla að leyfa mér að vona það. Valsmenn hafa reynslu í svona stórleiki og það var klárlega ekkert vanmat hjá þeim en´við vorum vel stemmdir og maður finnur það. Fyrir leik, á æfingum fyrir leiki og þegar leikurinn er að byrja að menn séu vel stemmdir. Við höfum talað þroskamerki á þessu liði í allt sumar og töluðum um það fyrir leik að við erum búnir að vera með liðið í tvö ár og afhverju ættum við ekki að fara að taka skrefin fram á við. Mér fannst við sýna að við erum tilbúnir að fara lengra.“ Þetta var risasigur og var Arnar spurður að því hvort hann teldi að liðið hans væri að sýna að hans menn væru tilbúnir að fara alla leið. „Já mér finnst það. Það er erfitt að segja annað eftir svona frammistöðu. Þetta eru Íslandsmeistararnir og ég leyfi mér að efast um að Valsmenn hafi fengið svona, það er erfitt að finna eitthvað orð hérna, ég ætla ekki að nota kennslustund því það er erfitt að kenna liði eins og Val eitthvað í fótbolta. Þetta var bara svo góð frammistaða og ég er hrikalega stoltur af strákunum. Það er líka svo gaman að sjá stráka eins og Viktor Örlyg springa út í þann leikmann sem hann á að verða. Það er mikið búið að tala um hann og það er svo gaman að geta tekið þátt í því að hann verði að þessum leikmanni. Svo voru svo margir sem stóðu sig svo vel í kvöld. Sölvi í hægri bakverði, hvað rugl er það? [spurði hann og hló] Stundum fær maður svona hugdettu og það gengur upp.“ Arnar var að lokum spurður að því hver væri maður leiksins að hans mati. „Við vorum með 11 hetjur í kvöld en það er erfitt að taka það af honum Viktor þó að t.d. mér hafi fundist Sölvi vera frábær í hægri bakverði. Viktor fær það samt fyrir vinnsluna, markið og hugmyndaflugið sem hann hefur á boltanum. Stundum er það til trafala hjá honum en hann var frábær í kvöld.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
„Fyrri hálfleikur var svakalegur. Þetta var einhver rosalegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð“, sagðir sigurreifur þjálfari Víkings í viðtali strax eftir leik. Hann laug engu til um það þegar hann sagði að þetta hafi verið rosalegur fyrri hálfleikur. Víkingur voru mikla betra liðið og komust í 2-0 forystu en leikurinn endaði 2-1 en Kaj Leo minnkaði muninn. Leikið var í 18. umferð Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu karla en með sigrinum jafnaði Víkingur Val að stigum á toppi deildarinnar og það stefnir í svakalegan endasprett. Arnar hélt svo áfram um leikinn: „Við keyrðum á þá og sköpuðum okkur færi og hefðum átt að skora fleiri mörk. En vitandi hvernig lið er þá vissum við að Valsmenn kæmu dýrvitlausir út í seinni hálfleikinn. Við vorum samt með ágætis stjórn á þessum leik en þeir hentu öllu á okkur og uppskáru mark. En fyrst og fremst var það geggjaður fyrri hálfleikur sem skóp þennan sigur hjá okkur.“ Arnar var spurður hvort hann teldi andleysi Valsmanna í fyrri hálfleik vera sökum þess hve Víkingur voru góðir í fyrri hálfleik. „Ég ætla að leyfa mér að vona það. Valsmenn hafa reynslu í svona stórleiki og það var klárlega ekkert vanmat hjá þeim en´við vorum vel stemmdir og maður finnur það. Fyrir leik, á æfingum fyrir leiki og þegar leikurinn er að byrja að menn séu vel stemmdir. Við höfum talað þroskamerki á þessu liði í allt sumar og töluðum um það fyrir leik að við erum búnir að vera með liðið í tvö ár og afhverju ættum við ekki að fara að taka skrefin fram á við. Mér fannst við sýna að við erum tilbúnir að fara lengra.“ Þetta var risasigur og var Arnar spurður að því hvort hann teldi að liðið hans væri að sýna að hans menn væru tilbúnir að fara alla leið. „Já mér finnst það. Það er erfitt að segja annað eftir svona frammistöðu. Þetta eru Íslandsmeistararnir og ég leyfi mér að efast um að Valsmenn hafi fengið svona, það er erfitt að finna eitthvað orð hérna, ég ætla ekki að nota kennslustund því það er erfitt að kenna liði eins og Val eitthvað í fótbolta. Þetta var bara svo góð frammistaða og ég er hrikalega stoltur af strákunum. Það er líka svo gaman að sjá stráka eins og Viktor Örlyg springa út í þann leikmann sem hann á að verða. Það er mikið búið að tala um hann og það er svo gaman að geta tekið þátt í því að hann verði að þessum leikmanni. Svo voru svo margir sem stóðu sig svo vel í kvöld. Sölvi í hægri bakverði, hvað rugl er það? [spurði hann og hló] Stundum fær maður svona hugdettu og það gengur upp.“ Arnar var að lokum spurður að því hver væri maður leiksins að hans mati. „Við vorum með 11 hetjur í kvöld en það er erfitt að taka það af honum Viktor þó að t.d. mér hafi fundist Sölvi vera frábær í hægri bakverði. Viktor fær það samt fyrir vinnsluna, markið og hugmyndaflugið sem hann hefur á boltanum. Stundum er það til trafala hjá honum en hann var frábær í kvöld.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira