Fín veiði í Kvíslaveitum Karl Lúðvíksson skrifar 22. ágúst 2021 09:56 Fín veiði var í síðustu viku í Kvíslaveitum Við höfum ekki fengið margar fréttir ofan af hálendinu í sumar og þess vegna er gaman að fá loksins í blálokin á veiðitímanum þar smá fréttir. Kvíslaveitur er nokkuð magnað veiðisvæði sem er víðfemmt og það þarf að þekkja það nokkuð vel til að ná árangri. Svæðið hefur verið ágætlega stundað í sumar af nokkrum veiðimönnum sem Veiðivísir þekkir til en hingað til hafa þessir ágætu veiðimenn haft frá litlu að segja. Veiðin hafi í sumar verið frekar róleg og með því minnsta sem menn muna eftir. Við fegnum engu að síður fréttir af því að tveir hópar sem voru við veiðar í síðustu viku hefðu gert fína veiði. Annar hópurinn var með 71 fisk og hinn hátt í 100 fiska. Mest af þessum afla er 1-2 punda fiskur en inn á milli voru nokkrir vænni. Besta veiðin var seint á kvöldin þegar það fór að rökkva en það er eins og þeir sem veiða urriða mikið á hálendinu oft besti tíminn. Mest fékkst á makríl, saura og spún en eitthvað kom líka á flugu og þá helst stórar straumflugur sem voru strippaðar hratt með sökkenda. Veiði fer að ljúka á svæðinu og ég held að það sé ekki vitlaust að skjótast í einn eða tvo daga einmitt á þessum árstíma þegar kvöldin eru besti tíminn. Stangveiði Ásahreppur Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði
Kvíslaveitur er nokkuð magnað veiðisvæði sem er víðfemmt og það þarf að þekkja það nokkuð vel til að ná árangri. Svæðið hefur verið ágætlega stundað í sumar af nokkrum veiðimönnum sem Veiðivísir þekkir til en hingað til hafa þessir ágætu veiðimenn haft frá litlu að segja. Veiðin hafi í sumar verið frekar róleg og með því minnsta sem menn muna eftir. Við fegnum engu að síður fréttir af því að tveir hópar sem voru við veiðar í síðustu viku hefðu gert fína veiði. Annar hópurinn var með 71 fisk og hinn hátt í 100 fiska. Mest af þessum afla er 1-2 punda fiskur en inn á milli voru nokkrir vænni. Besta veiðin var seint á kvöldin þegar það fór að rökkva en það er eins og þeir sem veiða urriða mikið á hálendinu oft besti tíminn. Mest fékkst á makríl, saura og spún en eitthvað kom líka á flugu og þá helst stórar straumflugur sem voru strippaðar hratt með sökkenda. Veiði fer að ljúka á svæðinu og ég held að það sé ekki vitlaust að skjótast í einn eða tvo daga einmitt á þessum árstíma þegar kvöldin eru besti tíminn.
Stangveiði Ásahreppur Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði