Agata var fyrsti íslenski keppandinn á dansmóti á vegum Special Olympics, en hún keppti í DanceSport World Championship keppninni sem fram fór í Graz í Austurríki í gær.
Agata er 22 ára Garðbæingur sem hefur æft dans frá fjögurra ára aldri, ef frá er talið danshlé sem hún tók sér í nokkur ár þegar að fjölskylda hennar flutti til Þýskalands.
Hún hefur undanfarin ár æft með dansfélaginu Hvönn, en hún keppir með danskennaranum sínum, Lilju Rut Þórarinsdóttir. Agata keppir með svokallapri pro-am aðferð sem felst í því að keppandi dansar við kennara eða leiðbeinanda, en aðeins keppandinn er dæmdur.