„Fannst ég oft geta gert betur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. ágúst 2021 17:11 Jónatan Ingi Jónsson átti flottan leik í liði FH í dag, en segir þó að hann hefði getað gert betur. Vísir/Bára Dröfn Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður FH, átti frábæran leik þegar Fimleikafélagið vann 0-5 sigur í Keflavík í dag. Jónatan átti beinan þátt í öllum mörkum FH í dag en sagði samt sem áður að hann hefði átt að gera betur í dag. „Geggjað að fá þrjú stig. Við höldum hreinu annan leikinn í röð og í báðum leikjunum erum við bara 1-0 yfir í hálfleik. Mér fannst við samt geta gert betur, við vorum smá 'sloppy' í byrjun seinni hálfleiks og það var einhvern veginn ekki fyrr en rauða spjaldið kom að við duttum í gang aftur. Mér fannst við betra liðið í dag og nánast allan leikinn, við áttum þetta skilið,“ sagði Jónatan í viðtali við Vísi eftir leik. Jónatan skoraði þrjú mörk ásamt því að leggja upp hin tvö mörkin og var því eðlilega spurður hvað það var sem hann hefði geta gert betur í dag. „Mér fannst ég oft geta gert betur, annað hvort skjóta eða senda hann aðeins fyrr. Við sem heild hefðum getað refsað meira en auðvitað er maður sáttur, það er erfitt að biðja um eitthvað meira en 5-0,“ svaraði Jónatan. Ignacio Heras fékk rautt spjald á 74. mínútu sem opnaði flóðgáttirnar fyrir markaregn FH undir lok leiks. Jónatan telur dóminn réttan. „Mér sýndist hann slá aftan á hnakkann á honum, sama hversu laust eða fast það var. Ég þarf að fá að sjá þetta aftur á vídeó. Eins og ég sá þetta þá var það línuvörðurinn sem sá atvikið og lét dómarann vita og þetta var bara rautt spjald.“ Keflavík á harma að hefna eftir þetta stóra tap á heimavelli en næsti leikur Keflavíkur er einmitt aftur á móti FH í Kaplakrika næsta miðvikudag. „Það er alveg á hreinu að þeir mæta dýrvitlausir í þangað og við verðum að mæta því í baráttu ef við ætlum að eiga séns á þremur stigum þar,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn FH Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. 21. ágúst 2021 16:00 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
„Geggjað að fá þrjú stig. Við höldum hreinu annan leikinn í röð og í báðum leikjunum erum við bara 1-0 yfir í hálfleik. Mér fannst við samt geta gert betur, við vorum smá 'sloppy' í byrjun seinni hálfleiks og það var einhvern veginn ekki fyrr en rauða spjaldið kom að við duttum í gang aftur. Mér fannst við betra liðið í dag og nánast allan leikinn, við áttum þetta skilið,“ sagði Jónatan í viðtali við Vísi eftir leik. Jónatan skoraði þrjú mörk ásamt því að leggja upp hin tvö mörkin og var því eðlilega spurður hvað það var sem hann hefði geta gert betur í dag. „Mér fannst ég oft geta gert betur, annað hvort skjóta eða senda hann aðeins fyrr. Við sem heild hefðum getað refsað meira en auðvitað er maður sáttur, það er erfitt að biðja um eitthvað meira en 5-0,“ svaraði Jónatan. Ignacio Heras fékk rautt spjald á 74. mínútu sem opnaði flóðgáttirnar fyrir markaregn FH undir lok leiks. Jónatan telur dóminn réttan. „Mér sýndist hann slá aftan á hnakkann á honum, sama hversu laust eða fast það var. Ég þarf að fá að sjá þetta aftur á vídeó. Eins og ég sá þetta þá var það línuvörðurinn sem sá atvikið og lét dómarann vita og þetta var bara rautt spjald.“ Keflavík á harma að hefna eftir þetta stóra tap á heimavelli en næsti leikur Keflavíkur er einmitt aftur á móti FH í Kaplakrika næsta miðvikudag. „Það er alveg á hreinu að þeir mæta dýrvitlausir í þangað og við verðum að mæta því í baráttu ef við ætlum að eiga séns á þremur stigum þar,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn FH Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. 21. ágúst 2021 16:00 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. 21. ágúst 2021 16:00