Veltir fyrir sér hve mikil breyting verði á sóttkví í reynd Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. ágúst 2021 14:00 Þorbjörg Sigríður situr á þingi fyrir Viðreisn og á sæti í allsherjar- og menntamálanefnd. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hversu mikil breyting verði á reglum um sóttkví í raun og veru. Hún kallar eftir skýrri framtíðarsýn stjórnvalda í sóttvarnaaðgerðum. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að breyttum reglum um sóttkví. Þetta staðfestir samskiptastjóri almannavarna. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu eru tillögurnar í vinnslu og unnið að nýrri reglugerð. Á meðan sú vinna standi yfir sé ótímabært að skýra tillögurnar frekar. Á Vísi er greint frá því að borið hafi á óvissu meðal almennings um hverjir verði að fara í sóttkví þegar smit koma upp í skólum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar segir kynningu á reglunum óskýra og veltir fyrir sér hve mikil breyting verði á reglum um sóttkví í reynd. Finnst þér þetta nægilega skýrt? „Mér finnst maður heyra og lesa á netinu að svo virðist ekki vera. Það virðist vera skýrt að markmiðið sé að gera þessa umgjörð í kringum skólahald eitthvað mildari. Það er staðreynd að á meðan við erum með fjölda sóttkví ungra barna þá held ég nú að niðurstaðan verði alltaf sú að foreldrar verði að vera hjá þeim.“ „Þannig útfærslan á þessum reglum er óljós hvað það varðar miðað við þær smittölur sem við erum með núna í samfélaginu. Hversu mikil breytingin verður í reynd.“ Rætt var við Þorbjörgu Sigríði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún kallar eftir framtíðarsýn stjórnvalda í sóttvarnamálum. Fjórar vikur séu síðan ríkisstjórnin kynnti hertar aðgerðir eftir fund sinn á Egilsstöðum, en þá var jafnframt tilkynnt að unnið yrði að stefnumótun um framtíðarsýn. „Síðan þessi yfirlýsing var gefin þá hefur ekkert heyrst. Þannig ég kalla eftir því að þau svör verði skýrari um það. Auðvitað með þeim fyrirvara að það er uppi ástand og óvissa í spilunum. Engu að síður ættum við að gera kröfu um það því það þarf að verja samstöðuna og sýna henni virðingu. Hvað fólk hefur lagt mikið á sig. Að ríkisstjórnin fari að komast upp úr þeim fótsporum að kynna ný minnisblöð á tveggja til þriggja vikna fresti, en aldrei neinar línur til lengri tíma litið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að breyttum reglum um sóttkví. Þetta staðfestir samskiptastjóri almannavarna. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu eru tillögurnar í vinnslu og unnið að nýrri reglugerð. Á meðan sú vinna standi yfir sé ótímabært að skýra tillögurnar frekar. Á Vísi er greint frá því að borið hafi á óvissu meðal almennings um hverjir verði að fara í sóttkví þegar smit koma upp í skólum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar segir kynningu á reglunum óskýra og veltir fyrir sér hve mikil breyting verði á reglum um sóttkví í reynd. Finnst þér þetta nægilega skýrt? „Mér finnst maður heyra og lesa á netinu að svo virðist ekki vera. Það virðist vera skýrt að markmiðið sé að gera þessa umgjörð í kringum skólahald eitthvað mildari. Það er staðreynd að á meðan við erum með fjölda sóttkví ungra barna þá held ég nú að niðurstaðan verði alltaf sú að foreldrar verði að vera hjá þeim.“ „Þannig útfærslan á þessum reglum er óljós hvað það varðar miðað við þær smittölur sem við erum með núna í samfélaginu. Hversu mikil breytingin verður í reynd.“ Rætt var við Þorbjörgu Sigríði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún kallar eftir framtíðarsýn stjórnvalda í sóttvarnamálum. Fjórar vikur séu síðan ríkisstjórnin kynnti hertar aðgerðir eftir fund sinn á Egilsstöðum, en þá var jafnframt tilkynnt að unnið yrði að stefnumótun um framtíðarsýn. „Síðan þessi yfirlýsing var gefin þá hefur ekkert heyrst. Þannig ég kalla eftir því að þau svör verði skýrari um það. Auðvitað með þeim fyrirvara að það er uppi ástand og óvissa í spilunum. Engu að síður ættum við að gera kröfu um það því það þarf að verja samstöðuna og sýna henni virðingu. Hvað fólk hefur lagt mikið á sig. Að ríkisstjórnin fari að komast upp úr þeim fótsporum að kynna ný minnisblöð á tveggja til þriggja vikna fresti, en aldrei neinar línur til lengri tíma litið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira