Veltir fyrir sér hve mikil breyting verði á sóttkví í reynd Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. ágúst 2021 14:00 Þorbjörg Sigríður situr á þingi fyrir Viðreisn og á sæti í allsherjar- og menntamálanefnd. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hversu mikil breyting verði á reglum um sóttkví í raun og veru. Hún kallar eftir skýrri framtíðarsýn stjórnvalda í sóttvarnaaðgerðum. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að breyttum reglum um sóttkví. Þetta staðfestir samskiptastjóri almannavarna. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu eru tillögurnar í vinnslu og unnið að nýrri reglugerð. Á meðan sú vinna standi yfir sé ótímabært að skýra tillögurnar frekar. Á Vísi er greint frá því að borið hafi á óvissu meðal almennings um hverjir verði að fara í sóttkví þegar smit koma upp í skólum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar segir kynningu á reglunum óskýra og veltir fyrir sér hve mikil breyting verði á reglum um sóttkví í reynd. Finnst þér þetta nægilega skýrt? „Mér finnst maður heyra og lesa á netinu að svo virðist ekki vera. Það virðist vera skýrt að markmiðið sé að gera þessa umgjörð í kringum skólahald eitthvað mildari. Það er staðreynd að á meðan við erum með fjölda sóttkví ungra barna þá held ég nú að niðurstaðan verði alltaf sú að foreldrar verði að vera hjá þeim.“ „Þannig útfærslan á þessum reglum er óljós hvað það varðar miðað við þær smittölur sem við erum með núna í samfélaginu. Hversu mikil breytingin verður í reynd.“ Rætt var við Þorbjörgu Sigríði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún kallar eftir framtíðarsýn stjórnvalda í sóttvarnamálum. Fjórar vikur séu síðan ríkisstjórnin kynnti hertar aðgerðir eftir fund sinn á Egilsstöðum, en þá var jafnframt tilkynnt að unnið yrði að stefnumótun um framtíðarsýn. „Síðan þessi yfirlýsing var gefin þá hefur ekkert heyrst. Þannig ég kalla eftir því að þau svör verði skýrari um það. Auðvitað með þeim fyrirvara að það er uppi ástand og óvissa í spilunum. Engu að síður ættum við að gera kröfu um það því það þarf að verja samstöðuna og sýna henni virðingu. Hvað fólk hefur lagt mikið á sig. Að ríkisstjórnin fari að komast upp úr þeim fótsporum að kynna ný minnisblöð á tveggja til þriggja vikna fresti, en aldrei neinar línur til lengri tíma litið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að breyttum reglum um sóttkví. Þetta staðfestir samskiptastjóri almannavarna. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu eru tillögurnar í vinnslu og unnið að nýrri reglugerð. Á meðan sú vinna standi yfir sé ótímabært að skýra tillögurnar frekar. Á Vísi er greint frá því að borið hafi á óvissu meðal almennings um hverjir verði að fara í sóttkví þegar smit koma upp í skólum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar segir kynningu á reglunum óskýra og veltir fyrir sér hve mikil breyting verði á reglum um sóttkví í reynd. Finnst þér þetta nægilega skýrt? „Mér finnst maður heyra og lesa á netinu að svo virðist ekki vera. Það virðist vera skýrt að markmiðið sé að gera þessa umgjörð í kringum skólahald eitthvað mildari. Það er staðreynd að á meðan við erum með fjölda sóttkví ungra barna þá held ég nú að niðurstaðan verði alltaf sú að foreldrar verði að vera hjá þeim.“ „Þannig útfærslan á þessum reglum er óljós hvað það varðar miðað við þær smittölur sem við erum með núna í samfélaginu. Hversu mikil breytingin verður í reynd.“ Rætt var við Þorbjörgu Sigríði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún kallar eftir framtíðarsýn stjórnvalda í sóttvarnamálum. Fjórar vikur séu síðan ríkisstjórnin kynnti hertar aðgerðir eftir fund sinn á Egilsstöðum, en þá var jafnframt tilkynnt að unnið yrði að stefnumótun um framtíðarsýn. „Síðan þessi yfirlýsing var gefin þá hefur ekkert heyrst. Þannig ég kalla eftir því að þau svör verði skýrari um það. Auðvitað með þeim fyrirvara að það er uppi ástand og óvissa í spilunum. Engu að síður ættum við að gera kröfu um það því það þarf að verja samstöðuna og sýna henni virðingu. Hvað fólk hefur lagt mikið á sig. Að ríkisstjórnin fari að komast upp úr þeim fótsporum að kynna ný minnisblöð á tveggja til þriggja vikna fresti, en aldrei neinar línur til lengri tíma litið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira