Vill að almannavarnir biðji foreldra afsökunar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. ágúst 2021 23:36 Hjalti er doktor í almennri bókmenntafræði og kennir við Háskóla Íslands. aðsend Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát. Smit kom upp hjá starfsmanni leikskólans Vesturborgar við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur síðasta miðvikudag. Þá var leikskólanum lokað því starfsmenn hans þurftu allir að fara í sóttkví. Seinna sama dag sendu almannavarnir síðan skeyti á foreldra um að börn þeirra væru komin í sóttkví og að foreldrar þeirra yrðu að fara í sóttkví með þeim. „Ég átta mig svo á því í gær að þetta stangast á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis um sóttkví bólusettra,“ segir Hjalti Snær Ægisson, doktor í almennri bókmenntafræði og faðir stúlkunnar, í samtali við Vísi í dag. Sóttvarnalæknir breytti þeim leiðbeiningum sínum 27. júlí en þar segir að þeir sem eru fullbólusettir verði ekki að fara í sóttkví þó þeir búi á heimili með einstaklingi sem er í sóttkví. Ámælisvert misræmi Hjalti hafði þá samband við almannavarnir með pósti í gærkvöldi þar sem hann spurði hvort hann ætti ekki örugglega að líta svo á að leiðbeiningar sóttvarnalæknis, sem reglugerð ráðherra miðast við og vísar í, trompuðu ekki örugglega leiðbeiningar í pósti frá almannavörnum? Hann fékk síðan svar í morgun þar sem segir fyrst: „Ef hluti heimilisfólks (t.d. barn) er í sóttkví eftir ferðalag eða er skipað í sóttkví vegna nándar við tilfelli þarf allt heimilið að fara í sóttkví.“ En síðar í póstinum segir: „ATH: ef að heimilismenn eru full bólusettir þá þurfa þeir ekki að vera í sóttkví, en eru í smitgát. Smitgát þýðir að hafa eftirlit með einkennum og ekki umgangast viðkvæma einstaklinga.“ Og þar er síðan vísað á leiðbeiningar landlæknis til foreldra barna sem eru í sóttkví. Þær leiðbeiningar vísa þá aftur á leiðbeiningar um sóttkví fyrir bólusetta einstaklinga, sem Hjalti vísaði fyrst til í fyrirspurn sinni til almannavarna. Hann getur því ekki túlkað málið öðruvísi en svo að hann þurfi alls ekki að vera í sóttkví þó dóttir hans sé í sóttkví á sama heimili. „Það er þetta misræmi sem mér finnst ámælisvert hjá þeim,“ segir Hjalti. Hann hefur beðið almannavarnir að senda öllum foreldrum barna í leikskólanum leiðréttingu á upprunalegu skilaboðunum, sem hann telur að séu úrelt og hafi ekki verið uppfærð í samræmi við leiðbeiningar frá sóttvarnalækni 27. júlí. Hann vill einnig afsökunarbeiðni. Almannavarnir hafa enn ekki sent út neina leiðréttingu og heldur enga afsökunarbeiðni. „Mér finnst þetta leiðinlegt. Vegna þess að fólk ber þetta traust til almannavarna og vill standa sig og gera allt rétt. Og mér finnst sjálfsagt að almannavarnir njóti trausts en partur af því að njóta trausts er kannski að viðurkenna mistök og biðjast afsökunar þegar þess þarf,“ segir hann. Óvissa meðal foreldra og misjöfn skilaboð Það er óhætt að segja að mikil óvissa ríki meðal almennings um hverjir verði að fara í sóttkví þegar smit koma upp í skólum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi ótímabært að ræða það hvort allir á heimili þyrftu að fara í sóttkví þegar smit greindist í skóla þegar RÚV ræddi við hann síðasta miðvikudag, því hann væri með þessar reglur í endurskoðun. Heimildir Vísis herma að tillögur hans séu nú fullunnar og að heilbrigðisráðuneytið hafi í dag unnið að því að breyta reglugerð ráðherra. Breytingar á henni og tillögur Þórólfs ættu að vera gerðar opinberar á morgun. Innri og ytri hringur Eftir ríkisstjórnarfund í dag sögðu bæði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að breyta ætti reglum um sóttkví þegar smit kæmi upp í skólum með það að markmiði að fækka þeim sem verða að fara í sóttkví hverju sinni. Hverjir eru það sem þurfa ekki að fara í sóttkví? var Katrín meðal annars spurð eftir fundinn. „Ef við tökum sem dæmi þegar smit greinist í bekk að þá sé farið yfir það hvaða nemendur þurfi að fara í sóttkví og fjölskyldur þeirra nemenda þurfi ekki sjálfkrafa að fara í sóttkví. Þannig það er verið að reyna að horfa til þess hvernig við getum einfaldað þessar reglur og skýrt þær,“ sagði hún. „Þetta snýst kannski í fyrsta lagi um það að þau sem greinast með Covid leiða til þess að innsti hringur fer í sóttkví en næsti hringur þar fyrir utan fer í hraðpróf og fjórum dögum síðar aftur í hraðpróf og viðhefur smitgát á meðan. Þannig við erum ekki að tala um að eins stór hópur fari í sóttkví og verið hefur,“ sagði heilbrigðisráðherra þá eftir fundinn. Eins og er eru rúmlega 2.500 í sóttkví á landinu en skólastarf hefst aftur eftir sumarfrí á mánudaginn. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Tengdar fréttir Skoða þurfi breytingu á framkvæmd sóttkvíar Skoða þarf breytingar á framkvæmd sóttkvíar ef halda á leikskólum, grunnskólum og atvinnulífi gangandi á næstu vikum. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við fréttastofu. 19. ágúst 2021 22:31 Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 18. ágúst 2021 11:53 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Smit kom upp hjá starfsmanni leikskólans Vesturborgar við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur síðasta miðvikudag. Þá var leikskólanum lokað því starfsmenn hans þurftu allir að fara í sóttkví. Seinna sama dag sendu almannavarnir síðan skeyti á foreldra um að börn þeirra væru komin í sóttkví og að foreldrar þeirra yrðu að fara í sóttkví með þeim. „Ég átta mig svo á því í gær að þetta stangast á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis um sóttkví bólusettra,“ segir Hjalti Snær Ægisson, doktor í almennri bókmenntafræði og faðir stúlkunnar, í samtali við Vísi í dag. Sóttvarnalæknir breytti þeim leiðbeiningum sínum 27. júlí en þar segir að þeir sem eru fullbólusettir verði ekki að fara í sóttkví þó þeir búi á heimili með einstaklingi sem er í sóttkví. Ámælisvert misræmi Hjalti hafði þá samband við almannavarnir með pósti í gærkvöldi þar sem hann spurði hvort hann ætti ekki örugglega að líta svo á að leiðbeiningar sóttvarnalæknis, sem reglugerð ráðherra miðast við og vísar í, trompuðu ekki örugglega leiðbeiningar í pósti frá almannavörnum? Hann fékk síðan svar í morgun þar sem segir fyrst: „Ef hluti heimilisfólks (t.d. barn) er í sóttkví eftir ferðalag eða er skipað í sóttkví vegna nándar við tilfelli þarf allt heimilið að fara í sóttkví.“ En síðar í póstinum segir: „ATH: ef að heimilismenn eru full bólusettir þá þurfa þeir ekki að vera í sóttkví, en eru í smitgát. Smitgát þýðir að hafa eftirlit með einkennum og ekki umgangast viðkvæma einstaklinga.“ Og þar er síðan vísað á leiðbeiningar landlæknis til foreldra barna sem eru í sóttkví. Þær leiðbeiningar vísa þá aftur á leiðbeiningar um sóttkví fyrir bólusetta einstaklinga, sem Hjalti vísaði fyrst til í fyrirspurn sinni til almannavarna. Hann getur því ekki túlkað málið öðruvísi en svo að hann þurfi alls ekki að vera í sóttkví þó dóttir hans sé í sóttkví á sama heimili. „Það er þetta misræmi sem mér finnst ámælisvert hjá þeim,“ segir Hjalti. Hann hefur beðið almannavarnir að senda öllum foreldrum barna í leikskólanum leiðréttingu á upprunalegu skilaboðunum, sem hann telur að séu úrelt og hafi ekki verið uppfærð í samræmi við leiðbeiningar frá sóttvarnalækni 27. júlí. Hann vill einnig afsökunarbeiðni. Almannavarnir hafa enn ekki sent út neina leiðréttingu og heldur enga afsökunarbeiðni. „Mér finnst þetta leiðinlegt. Vegna þess að fólk ber þetta traust til almannavarna og vill standa sig og gera allt rétt. Og mér finnst sjálfsagt að almannavarnir njóti trausts en partur af því að njóta trausts er kannski að viðurkenna mistök og biðjast afsökunar þegar þess þarf,“ segir hann. Óvissa meðal foreldra og misjöfn skilaboð Það er óhætt að segja að mikil óvissa ríki meðal almennings um hverjir verði að fara í sóttkví þegar smit koma upp í skólum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi ótímabært að ræða það hvort allir á heimili þyrftu að fara í sóttkví þegar smit greindist í skóla þegar RÚV ræddi við hann síðasta miðvikudag, því hann væri með þessar reglur í endurskoðun. Heimildir Vísis herma að tillögur hans séu nú fullunnar og að heilbrigðisráðuneytið hafi í dag unnið að því að breyta reglugerð ráðherra. Breytingar á henni og tillögur Þórólfs ættu að vera gerðar opinberar á morgun. Innri og ytri hringur Eftir ríkisstjórnarfund í dag sögðu bæði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að breyta ætti reglum um sóttkví þegar smit kæmi upp í skólum með það að markmiði að fækka þeim sem verða að fara í sóttkví hverju sinni. Hverjir eru það sem þurfa ekki að fara í sóttkví? var Katrín meðal annars spurð eftir fundinn. „Ef við tökum sem dæmi þegar smit greinist í bekk að þá sé farið yfir það hvaða nemendur þurfi að fara í sóttkví og fjölskyldur þeirra nemenda þurfi ekki sjálfkrafa að fara í sóttkví. Þannig það er verið að reyna að horfa til þess hvernig við getum einfaldað þessar reglur og skýrt þær,“ sagði hún. „Þetta snýst kannski í fyrsta lagi um það að þau sem greinast með Covid leiða til þess að innsti hringur fer í sóttkví en næsti hringur þar fyrir utan fer í hraðpróf og fjórum dögum síðar aftur í hraðpróf og viðhefur smitgát á meðan. Þannig við erum ekki að tala um að eins stór hópur fari í sóttkví og verið hefur,“ sagði heilbrigðisráðherra þá eftir fundinn. Eins og er eru rúmlega 2.500 í sóttkví á landinu en skólastarf hefst aftur eftir sumarfrí á mánudaginn.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Tengdar fréttir Skoða þurfi breytingu á framkvæmd sóttkvíar Skoða þarf breytingar á framkvæmd sóttkvíar ef halda á leikskólum, grunnskólum og atvinnulífi gangandi á næstu vikum. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við fréttastofu. 19. ágúst 2021 22:31 Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 18. ágúst 2021 11:53 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Skoða þurfi breytingu á framkvæmd sóttkvíar Skoða þarf breytingar á framkvæmd sóttkvíar ef halda á leikskólum, grunnskólum og atvinnulífi gangandi á næstu vikum. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við fréttastofu. 19. ágúst 2021 22:31
Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 18. ágúst 2021 11:53