Jenner, stofnandi Kylie Cosmetics og stjarna úr raunveruleikasjónvarpsþáttunum Keeping Up with the Kardashians, á þriggja ára dótturina Stormi.
Jenner hefur ekki sjálf upplýst um óléttuna. Það er í takt við fyrstu meðgöngu hennar en þá staðfesti hún ekki óléttuna fyrr en barnið var komið í heiminn.
Jenner hefur þó verið opin með þá löngun sína að eignast mörg börn. Árið 2020 sagðist hún í janúar geta hugsað sér að eignast fjögur börn. Sú tala hafði hækkað í sjö í apríl sama ár.