Hjálpar fólki að flýja Afganistan: „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 20:40 Árni hefur unnið hörðum höndum að því að flytja nemendur sína frá Afganistan. Vísir Mikið öngþveiti hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl undanfarna daga þar sem Talibanar standa vörð til að koma í veg fyrir að Afgönum takist að smygla sér inn á flugvöllinn. Íslendingur sem starfar í Kabúl vinnur nú að því að hjálpa Afgönum að flýja landið. Undanfarna daga hafa Afganar safnast saman fyrir utan flugvöllinn í Kabúl í von um að komast inn fyrir girðingarnar og um borð í flugvél til að flýja landið. Talibanar hafa staðið vörð við hliðin og jafnvel skotið á fólk í látunum. Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor alþjóðaháskólans í Kabúl, hefur unnið hörðum höndum að því að koma nemendum sínum út úr landinu, sem hefur reynst erfitt verk. „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út, eða við, okkar teymi. Við erum með svakalega stórt teymi í gangi,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. Hluti hópsins sér um að reyna að finna sæti fyrir nemendur skólans um borð í vélum sem eru á leið þangað, en Árni er sjálfur í því að hringja í nemendur skólans og koma þeim um borð í vélarnar. „Mitt teymi, við erum að sjá um að gera lista af krökkunum og starfsfólkinu líka, setja það af stað, hringja í fólkið, athuga hvar þau eru, hvað þau geta gert, hvort þau komist eitthvað,“ segir Árni. Þegar fólkið er svo komið annað þurfi að fá samþykki stjórnvalda í viðkomandi ríki. „Það þarf að tala við ríkisstjórnir landa til að fá samþykki að hleypa inn fólki sem er kannski ekki með vegabréf og sannarlega ekki með landvistarleyfi,“ segir hann. Aðeins sjönemendum Árna hefur tekist að flýja Afganistan en hann hefur það markmið að koma þúsund nemendum sínum, sem allir eru Afganar, úr landinu. Hann hvetur stjórnvöld hér á landi til að grípa til aðgerða. „Íslensku stjórnvöldin þurfa bara að vera sjálfstæð í sínum skoðunum og gera það sem þeim finnst vera rétt,“ segir Árni. „Við þurfum að hjálpa þessu fólki og setja þrýsting á pólitíkusana að hugsa um meira en atkvæðin sín og gera rétt.“ Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. 20. ágúst 2021 10:44 Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19 Afganskur fótboltamaður lést eftir fall úr flugvél Bandaríkjahers Afganski unglinglandsliðsmaðurinn Zaki Anwari lést á mánudaginn eftir að hafa fall úr flugvél sem var á leiðinni í burtu frá Kabul flugvellinum í Afganistan. 20. ágúst 2021 07:30 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Sjá meira
Undanfarna daga hafa Afganar safnast saman fyrir utan flugvöllinn í Kabúl í von um að komast inn fyrir girðingarnar og um borð í flugvél til að flýja landið. Talibanar hafa staðið vörð við hliðin og jafnvel skotið á fólk í látunum. Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor alþjóðaháskólans í Kabúl, hefur unnið hörðum höndum að því að koma nemendum sínum út úr landinu, sem hefur reynst erfitt verk. „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út, eða við, okkar teymi. Við erum með svakalega stórt teymi í gangi,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. Hluti hópsins sér um að reyna að finna sæti fyrir nemendur skólans um borð í vélum sem eru á leið þangað, en Árni er sjálfur í því að hringja í nemendur skólans og koma þeim um borð í vélarnar. „Mitt teymi, við erum að sjá um að gera lista af krökkunum og starfsfólkinu líka, setja það af stað, hringja í fólkið, athuga hvar þau eru, hvað þau geta gert, hvort þau komist eitthvað,“ segir Árni. Þegar fólkið er svo komið annað þurfi að fá samþykki stjórnvalda í viðkomandi ríki. „Það þarf að tala við ríkisstjórnir landa til að fá samþykki að hleypa inn fólki sem er kannski ekki með vegabréf og sannarlega ekki með landvistarleyfi,“ segir hann. Aðeins sjönemendum Árna hefur tekist að flýja Afganistan en hann hefur það markmið að koma þúsund nemendum sínum, sem allir eru Afganar, úr landinu. Hann hvetur stjórnvöld hér á landi til að grípa til aðgerða. „Íslensku stjórnvöldin þurfa bara að vera sjálfstæð í sínum skoðunum og gera það sem þeim finnst vera rétt,“ segir Árni. „Við þurfum að hjálpa þessu fólki og setja þrýsting á pólitíkusana að hugsa um meira en atkvæðin sín og gera rétt.“
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. 20. ágúst 2021 10:44 Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19 Afganskur fótboltamaður lést eftir fall úr flugvél Bandaríkjahers Afganski unglinglandsliðsmaðurinn Zaki Anwari lést á mánudaginn eftir að hafa fall úr flugvél sem var á leiðinni í burtu frá Kabul flugvellinum í Afganistan. 20. ágúst 2021 07:30 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Sjá meira
Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. 20. ágúst 2021 10:44
Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19
Afganskur fótboltamaður lést eftir fall úr flugvél Bandaríkjahers Afganski unglinglandsliðsmaðurinn Zaki Anwari lést á mánudaginn eftir að hafa fall úr flugvél sem var á leiðinni í burtu frá Kabul flugvellinum í Afganistan. 20. ágúst 2021 07:30
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent