Ritstjóri og blaðamaður Markaðarins segja upp störfum Eiður Þór Árnason skrifar 20. ágúst 2021 11:18 Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins. Vísir Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, hefur sagt upp störfum á viðskiptariti Fréttablaðsins og hyggst færa sig yfir á nýjan starfsvettvang. Hörður sagði upp um síðustu mánaðamót ásamt Þorsteini Friðriki Halldórssyni, blaðamanni á Markaðnum. Þetta staðfestir Hörður í samtali við Vísi en segir að hvorugir þeirra séu á leið úr blaðamennsku. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá málinu og segist hafa heimildir fyrir því að kollegarnir stefni á stofnun nýs viðskiptamiðils. Aðspurður um þetta segist Hörður ekki ætla að tjá sig um þær sögusagnir að svo stöddu en að áform þeirra muni skýrast á næstu vikum. „Við ákváðum bara að breyta til og erum að fara á nýjan starfsvettvang.“ Tengist ekki ráðningu nýs ritstjóra Hörður og Þorsteinn hyggjast starfa áfram hjá Torgi, útgáfufélagi Markaðarins og Fréttablaðsins, þar til eftirmenn þeirra hafa verið ráðnir. Stutt er síðan Þórður Gunnarsson, annar liðsmaður Markaðsins, hætti á miðlinum og réð sig í starf ótengt blaðamennsku. Þrír af fjórum blaðamönnum hafa því sagt upp störfum en eftir stendur Helgi Vífill Júlíusson. Hörður segir að ákvörðun þeirra tengist ekki ráðningu Sigmundar Ernis Rúnarssonar en hann tók við sem aðalritstjóri Torgs í byrjun mánaðar. Hann hafi ekki vitað af breytingunum þegar hann tilkynnti uppsögn sína. Hörður bætir við að hann hafi átt í góðum samskiptum við yfirmenn sína sem hafi sýnt ákvörðuninni skilning. Hörður hefur verið ritstjóri Markaðarins frá árinu 2017. Þar á undan hafði hann ritstýrt viðskiptahluta DV í tvö ár og starfað á Viðskiptamogganum. Vistaskipti Fjölmiðlar Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Þetta staðfestir Hörður í samtali við Vísi en segir að hvorugir þeirra séu á leið úr blaðamennsku. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá málinu og segist hafa heimildir fyrir því að kollegarnir stefni á stofnun nýs viðskiptamiðils. Aðspurður um þetta segist Hörður ekki ætla að tjá sig um þær sögusagnir að svo stöddu en að áform þeirra muni skýrast á næstu vikum. „Við ákváðum bara að breyta til og erum að fara á nýjan starfsvettvang.“ Tengist ekki ráðningu nýs ritstjóra Hörður og Þorsteinn hyggjast starfa áfram hjá Torgi, útgáfufélagi Markaðarins og Fréttablaðsins, þar til eftirmenn þeirra hafa verið ráðnir. Stutt er síðan Þórður Gunnarsson, annar liðsmaður Markaðsins, hætti á miðlinum og réð sig í starf ótengt blaðamennsku. Þrír af fjórum blaðamönnum hafa því sagt upp störfum en eftir stendur Helgi Vífill Júlíusson. Hörður segir að ákvörðun þeirra tengist ekki ráðningu Sigmundar Ernis Rúnarssonar en hann tók við sem aðalritstjóri Torgs í byrjun mánaðar. Hann hafi ekki vitað af breytingunum þegar hann tilkynnti uppsögn sína. Hörður bætir við að hann hafi átt í góðum samskiptum við yfirmenn sína sem hafi sýnt ákvörðuninni skilning. Hörður hefur verið ritstjóri Markaðarins frá árinu 2017. Þar á undan hafði hann ritstýrt viðskiptahluta DV í tvö ár og starfað á Viðskiptamogganum.
Vistaskipti Fjölmiðlar Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira