Vonsvikinn og leitar svara um móttöku afgansks flóttafólks Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 18:31 Sayed Khanoghli hefur búið hér á landi í tæp þrjú ár en fjölskylda hans er nú stödd í Afganistan. Vísir/Egill Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum. Sayed Khanoghli hefur búið hér á Íslandi í tæp þrjú ár. Heimaborg hans féll fyrir Talibönum fyrir þremur dögum síðan og hefur hann ekki talað við fjölskyldu sína nema einu sinni síðan þá þar sem internetsambandið var tekið af í borginni. „Núna hef ég sagt fjölskyldunni að bíða átekta. Í þrjá daga hefur hún lokað sig inni. Dyrnar eru læstar, þau fara ekki út allir eru inni í húsinu,“ segir Sayed. Talibanar hafa lofað öllu fögru og meðal annars sagt að mannréttindi kvenna og stúlkna verði ekki fótum troðin eins og á stjórnartíð þeirra á tíunda áratugnum. „Í öllum borgum þar sem þeir hafa náð völdum hafa þeir sagt fólki að setja flagg á hús sín til merkis um að þar væri stúlka hæf til giftingar svo þeir geti gift þær stríðsmönnum sínum,“ segir Sayed. „Ef fáninn væri ekki settur upp sögðust þeir koma, drepa manninn, nauðga konunum og taka eigur þeirra úr húsinu.“ Hann segist hafa reynt að ná sambandi við íslensk stjórnvöld til að ræða stöðuna en ekki hafa fengið nein svör. „Ég hef reynt að ná sambandi við utanríkisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið, ég hef reynt að ná í Áslaugu Örnu, Katrínu Jakobsdóttur, Ásmund Einar. Enginn svarar mér,“ segir Sayed. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann bíði tillögu flóttamannanefndar um móttöku afganskra flóttamanna. Hann vilji taka á móti afgönum hér á landi. „Ég hefði ekki beðið flóttamannanefnd um að koma saman nema vegna þess að við viljum skoða hvað er hægt að gera, og með hvaða hætti. Við værum ekki að kalla nefndina saman að tilgangslausu,“ sagði Ásmundur Einar í dag. Ertu vonsvikinn? „Auðvitað er ég það. Íslenskir stjórnmálamenn valda mér svo miklum vonbrigðum því við búum í öruggasta landi í heimi en fólkið þarna þarf að þjást svona mikið. Við getum að minnsta kosti bjargað sumum þeirra. Því ekki?“ spyr Sayed. Hægt er að horfa á viðtalið við Sayed í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Afganistan Hernaður Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mannfall í mótmælum gegn talibönum Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. 18. ágúst 2021 14:18 Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42 Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Sayed Khanoghli hefur búið hér á Íslandi í tæp þrjú ár. Heimaborg hans féll fyrir Talibönum fyrir þremur dögum síðan og hefur hann ekki talað við fjölskyldu sína nema einu sinni síðan þá þar sem internetsambandið var tekið af í borginni. „Núna hef ég sagt fjölskyldunni að bíða átekta. Í þrjá daga hefur hún lokað sig inni. Dyrnar eru læstar, þau fara ekki út allir eru inni í húsinu,“ segir Sayed. Talibanar hafa lofað öllu fögru og meðal annars sagt að mannréttindi kvenna og stúlkna verði ekki fótum troðin eins og á stjórnartíð þeirra á tíunda áratugnum. „Í öllum borgum þar sem þeir hafa náð völdum hafa þeir sagt fólki að setja flagg á hús sín til merkis um að þar væri stúlka hæf til giftingar svo þeir geti gift þær stríðsmönnum sínum,“ segir Sayed. „Ef fáninn væri ekki settur upp sögðust þeir koma, drepa manninn, nauðga konunum og taka eigur þeirra úr húsinu.“ Hann segist hafa reynt að ná sambandi við íslensk stjórnvöld til að ræða stöðuna en ekki hafa fengið nein svör. „Ég hef reynt að ná sambandi við utanríkisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið, ég hef reynt að ná í Áslaugu Örnu, Katrínu Jakobsdóttur, Ásmund Einar. Enginn svarar mér,“ segir Sayed. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann bíði tillögu flóttamannanefndar um móttöku afganskra flóttamanna. Hann vilji taka á móti afgönum hér á landi. „Ég hefði ekki beðið flóttamannanefnd um að koma saman nema vegna þess að við viljum skoða hvað er hægt að gera, og með hvaða hætti. Við værum ekki að kalla nefndina saman að tilgangslausu,“ sagði Ásmundur Einar í dag. Ertu vonsvikinn? „Auðvitað er ég það. Íslenskir stjórnmálamenn valda mér svo miklum vonbrigðum því við búum í öruggasta landi í heimi en fólkið þarna þarf að þjást svona mikið. Við getum að minnsta kosti bjargað sumum þeirra. Því ekki?“ spyr Sayed. Hægt er að horfa á viðtalið við Sayed í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Afganistan Hernaður Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mannfall í mótmælum gegn talibönum Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. 18. ágúst 2021 14:18 Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42 Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Mannfall í mótmælum gegn talibönum Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. 18. ágúst 2021 14:18
Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42
Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35