Skýtur á ÍSÍ og segir boltann rúlla hægt Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2021 09:31 Helmingur íslenska keppendahópsins á Ólympíuleikunum í Tókýó hélt saman á fána þjóðarinnar á setningarathöfn leikanna. Getty/Clive Brunskill „Er ekki kominn tíminn á að láta verkin tala? Ég vil sjá aðgerðir svo það náist loksins að styðja og styrkja afreksíþróttafólkið okkar eins og það á skilið.“ Þetta segir Kjartan Ásmundsson, markaðs- og þróunarstjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem er orðinn langeygður eftir íslenskri afreksíþróttamiðstöð. Kjartan kallaði eftir afreksíþróttamiðstöð í aðsendri grein á Vísi. Uppskera Íslendinga á Ólympíuleikunum í Tókýó hafi verið rýr og við því þurfi að bregðast. Í nágrannalöndum Íslands eru sérstakar miðstöðvar ætlaðar fyrir fremsta íþróttafólkið þar sem það hefur til að mynda greiðan aðgang að þjálfurum og öðrum sérfræðingum, úrvalsæfingaaðstöðu og nýjustu þekkingu. Í greininni segir Kjartan að ÍBR hafi í fjórtán ár hvatt til stofnunar afreksíþróttamiðstöðvar, líkt og þekkist í Danmörku og Noregi, og í samvinnu við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands unnið að því á sínum tíma eftir að tillaga þess efnis var samþykkt á þingi ÍSÍ fyrir áratug síðan. Í ársskýrslu ÍSÍ frá árinu 2017 segir reyndar að búið sé að stofna Afrekíþróttamiðstöð ÍSÍ og stefnt sé að því að hún „hefji störf sem fyrst“. Hún muni halda utan um mælingar og þjónustu við afreksíþróttafólk. Segir helstu sérfræðinga hafa komið að undirbúningi Kjartan bendir hins vegar á að lítið virðist enn vera að frétta af slíkri miðstöð: „Afreksíþróttamiðstöð Íslands var hugsuð sem miðlægt apparat þar sem teknar væru saman á einn stað allar mælingar og úrvinnsla í helstu þáttum íþróttalegrar afkastagetu en ekki síður að besta íþróttafólkið fái úrlausn sinna mála, bæði sálrænna og líkamlegra. Á sínum tíma komu að undirbúningi helstu sjúkraþjálfarar, sálfræðingar og næringafræðingar landsins auk lækna. Meðal annarra voru í teyminu tveir endurhæfingalæknar, en annar þeirra hefur langa reynslu frá Noregi þar sem að hann hefur unnið að samskonar málum með „Olympiatoppen”. Þá voru reiðubúnir til verka og aðstoðar Íslendingar sem vinna erlendis að málum afreksíþróttafólks. En af þessu varð ekki. Í lok árs 2015 tók ÍSÍ við boltanum sem hefur rúllað honum að margra mati heldur rólega eða allavega hefur ekki farið mjög hátt hvað nákvæmlega er að gerast í sambandi við langþráða miðstöð afreksíþrótta,“ skrifar Kjartan. Grein hans má lesa í heild sinni með því að smella hér að neðan. Aðeins Andorra með færri keppendur Ísland átti aðeins fjóra keppendur á Ólympíuleikunum í Tókýó og enginn þeirra komst áfram í gegnum undankeppni í sinni grein. Á það má benda að árangur Íslands var sá versti ef borið er saman við hinar átta þjóðirnar sem keppa á hinum evrópsku Smáþjóðaleikum. Aðeins Andorra átti færri fulltrúa, eða tvo, en önnur þeirra, Monica Doria, náði þó 11. sæti af 22 keppendum í kanósvigi. San Marínó og Liechtenstein, þar sem mun færri búa en á Íslandi, áttu fleiri keppendur en Ísland og fyrrnefnda þjóðin hlaut raunar silfur- og bronsverðlaun í skotfimi. Ábyrgðin sé í minna mæli hjá sérsamböndum og íþróttafélögum Það er því kannski ekki að undra að Kjartan kalli eftir aðgerðum: „Það er fyllsta ástæða til að lýsa yfir áhyggjum vegna þróunar afreksíþrótta síðustu árin. Sérstök afreksíþróttamiðstöð í anda þess sem gert hefur verið í Noregi og Danmörku er leið sem hefur sannað sig, en tekur tíma á þróa. Vissulega eru til fleiri en ein leið að markmiðinu, en þó er mikilvægast að mynda breiða samstöðu um málið. Með afreksíþróttamiðstöð næst ákveðin skýr miðstýring, sem leggur ábyrgðina á árangri í minna mæli á herðar aðila eins og sérsambanda og eða íþróttafélaga um leið og verkefnið er sett í eins konar brennidepil án daglegra afskipta yfirstjórnar íþróttamála.“ Ólympíuleikar 2020 í Tókýó ÍSÍ Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira
Kjartan kallaði eftir afreksíþróttamiðstöð í aðsendri grein á Vísi. Uppskera Íslendinga á Ólympíuleikunum í Tókýó hafi verið rýr og við því þurfi að bregðast. Í nágrannalöndum Íslands eru sérstakar miðstöðvar ætlaðar fyrir fremsta íþróttafólkið þar sem það hefur til að mynda greiðan aðgang að þjálfurum og öðrum sérfræðingum, úrvalsæfingaaðstöðu og nýjustu þekkingu. Í greininni segir Kjartan að ÍBR hafi í fjórtán ár hvatt til stofnunar afreksíþróttamiðstöðvar, líkt og þekkist í Danmörku og Noregi, og í samvinnu við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands unnið að því á sínum tíma eftir að tillaga þess efnis var samþykkt á þingi ÍSÍ fyrir áratug síðan. Í ársskýrslu ÍSÍ frá árinu 2017 segir reyndar að búið sé að stofna Afrekíþróttamiðstöð ÍSÍ og stefnt sé að því að hún „hefji störf sem fyrst“. Hún muni halda utan um mælingar og þjónustu við afreksíþróttafólk. Segir helstu sérfræðinga hafa komið að undirbúningi Kjartan bendir hins vegar á að lítið virðist enn vera að frétta af slíkri miðstöð: „Afreksíþróttamiðstöð Íslands var hugsuð sem miðlægt apparat þar sem teknar væru saman á einn stað allar mælingar og úrvinnsla í helstu þáttum íþróttalegrar afkastagetu en ekki síður að besta íþróttafólkið fái úrlausn sinna mála, bæði sálrænna og líkamlegra. Á sínum tíma komu að undirbúningi helstu sjúkraþjálfarar, sálfræðingar og næringafræðingar landsins auk lækna. Meðal annarra voru í teyminu tveir endurhæfingalæknar, en annar þeirra hefur langa reynslu frá Noregi þar sem að hann hefur unnið að samskonar málum með „Olympiatoppen”. Þá voru reiðubúnir til verka og aðstoðar Íslendingar sem vinna erlendis að málum afreksíþróttafólks. En af þessu varð ekki. Í lok árs 2015 tók ÍSÍ við boltanum sem hefur rúllað honum að margra mati heldur rólega eða allavega hefur ekki farið mjög hátt hvað nákvæmlega er að gerast í sambandi við langþráða miðstöð afreksíþrótta,“ skrifar Kjartan. Grein hans má lesa í heild sinni með því að smella hér að neðan. Aðeins Andorra með færri keppendur Ísland átti aðeins fjóra keppendur á Ólympíuleikunum í Tókýó og enginn þeirra komst áfram í gegnum undankeppni í sinni grein. Á það má benda að árangur Íslands var sá versti ef borið er saman við hinar átta þjóðirnar sem keppa á hinum evrópsku Smáþjóðaleikum. Aðeins Andorra átti færri fulltrúa, eða tvo, en önnur þeirra, Monica Doria, náði þó 11. sæti af 22 keppendum í kanósvigi. San Marínó og Liechtenstein, þar sem mun færri búa en á Íslandi, áttu fleiri keppendur en Ísland og fyrrnefnda þjóðin hlaut raunar silfur- og bronsverðlaun í skotfimi. Ábyrgðin sé í minna mæli hjá sérsamböndum og íþróttafélögum Það er því kannski ekki að undra að Kjartan kalli eftir aðgerðum: „Það er fyllsta ástæða til að lýsa yfir áhyggjum vegna þróunar afreksíþrótta síðustu árin. Sérstök afreksíþróttamiðstöð í anda þess sem gert hefur verið í Noregi og Danmörku er leið sem hefur sannað sig, en tekur tíma á þróa. Vissulega eru til fleiri en ein leið að markmiðinu, en þó er mikilvægast að mynda breiða samstöðu um málið. Með afreksíþróttamiðstöð næst ákveðin skýr miðstýring, sem leggur ábyrgðina á árangri í minna mæli á herðar aðila eins og sérsambanda og eða íþróttafélaga um leið og verkefnið er sett í eins konar brennidepil án daglegra afskipta yfirstjórnar íþróttamála.“
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó ÍSÍ Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira