Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Birgir Olgeirsson skrifar 18. ágúst 2021 11:53 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 657 börn undir tólf ára aldri eru í sóttkví hér á landi og skólarnir eru ekki hafnir. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að endurskoða þurfi sóttkví barna ef samfélagið á ekki að lamast þegar skólarnir hefjast. Horfði hann þar til nágrannalandanna þegar kemur að öðrum leiðum. Sóttvarnalæknir segir þessi mál til skoðunar. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við reynum að halda skólunum opnum eins og við höfum reynt að gera í gegnum þennan faraldur. við munum halda því áfram. Við þurfum hins vegar að hafa í huga að við erum með nýtt afbrigði af veirunni, Delta, sem leggst meira á börn. Við fáum fréttir af því erlendis frá, frá Bandaríkjunum og Danmörku, að það eru fleiri innlagnir á börnum vegna þessa afbrigðis,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann vildi hins vegar ekki ræða hvaða útfærslur hann hefur í huga. Hann segir mikilvægt að huga að því hvernig sé hægt að lágmarka að fólk fari í sóttkví. Hann telur kollega sína í nágrannalöndunum hins vegar gera mistök með því að setja ekki bólusetta, sem hafa verið útsettir, í sóttkví. „Ef við horfum á okkar gögn núna frá 1. júlí eru 2000 manns bólusettir sem hafa greinst með Covid. Tæplega helmingurinn af þeim var í sóttkví þegar þeir greindust. Það að ætla að sleppa þeim út í samfélagið bara af því þeir eru bólusettir, það held ég að séu mistök sem munu auka útbreiðsluna.“ Margir ráku upp stór augu að sjá leikvanga troðfulla af áhorfendum þegar enska úrvalsdeildin hófst um liðna helgi. Bólusetningarhlutfallið þar er lægra en á Íslandi en engu að síður meira frelsi. Þórólfur telur Breta gera stór mistök með þessu. „Ég held að þetta sé mjög óvarlegt hjá Bretum að gera þetta svona. Þeir gætu átt eftir að fá þetta í bakið á næstunni. Það er mögulegt,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira
657 börn undir tólf ára aldri eru í sóttkví hér á landi og skólarnir eru ekki hafnir. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að endurskoða þurfi sóttkví barna ef samfélagið á ekki að lamast þegar skólarnir hefjast. Horfði hann þar til nágrannalandanna þegar kemur að öðrum leiðum. Sóttvarnalæknir segir þessi mál til skoðunar. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við reynum að halda skólunum opnum eins og við höfum reynt að gera í gegnum þennan faraldur. við munum halda því áfram. Við þurfum hins vegar að hafa í huga að við erum með nýtt afbrigði af veirunni, Delta, sem leggst meira á börn. Við fáum fréttir af því erlendis frá, frá Bandaríkjunum og Danmörku, að það eru fleiri innlagnir á börnum vegna þessa afbrigðis,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann vildi hins vegar ekki ræða hvaða útfærslur hann hefur í huga. Hann segir mikilvægt að huga að því hvernig sé hægt að lágmarka að fólk fari í sóttkví. Hann telur kollega sína í nágrannalöndunum hins vegar gera mistök með því að setja ekki bólusetta, sem hafa verið útsettir, í sóttkví. „Ef við horfum á okkar gögn núna frá 1. júlí eru 2000 manns bólusettir sem hafa greinst með Covid. Tæplega helmingurinn af þeim var í sóttkví þegar þeir greindust. Það að ætla að sleppa þeim út í samfélagið bara af því þeir eru bólusettir, það held ég að séu mistök sem munu auka útbreiðsluna.“ Margir ráku upp stór augu að sjá leikvanga troðfulla af áhorfendum þegar enska úrvalsdeildin hófst um liðna helgi. Bólusetningarhlutfallið þar er lægra en á Íslandi en engu að síður meira frelsi. Þórólfur telur Breta gera stór mistök með þessu. „Ég held að þetta sé mjög óvarlegt hjá Bretum að gera þetta svona. Þeir gætu átt eftir að fá þetta í bakið á næstunni. Það er mögulegt,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira