Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Birgir Olgeirsson skrifar 18. ágúst 2021 11:53 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 657 börn undir tólf ára aldri eru í sóttkví hér á landi og skólarnir eru ekki hafnir. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að endurskoða þurfi sóttkví barna ef samfélagið á ekki að lamast þegar skólarnir hefjast. Horfði hann þar til nágrannalandanna þegar kemur að öðrum leiðum. Sóttvarnalæknir segir þessi mál til skoðunar. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við reynum að halda skólunum opnum eins og við höfum reynt að gera í gegnum þennan faraldur. við munum halda því áfram. Við þurfum hins vegar að hafa í huga að við erum með nýtt afbrigði af veirunni, Delta, sem leggst meira á börn. Við fáum fréttir af því erlendis frá, frá Bandaríkjunum og Danmörku, að það eru fleiri innlagnir á börnum vegna þessa afbrigðis,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann vildi hins vegar ekki ræða hvaða útfærslur hann hefur í huga. Hann segir mikilvægt að huga að því hvernig sé hægt að lágmarka að fólk fari í sóttkví. Hann telur kollega sína í nágrannalöndunum hins vegar gera mistök með því að setja ekki bólusetta, sem hafa verið útsettir, í sóttkví. „Ef við horfum á okkar gögn núna frá 1. júlí eru 2000 manns bólusettir sem hafa greinst með Covid. Tæplega helmingurinn af þeim var í sóttkví þegar þeir greindust. Það að ætla að sleppa þeim út í samfélagið bara af því þeir eru bólusettir, það held ég að séu mistök sem munu auka útbreiðsluna.“ Margir ráku upp stór augu að sjá leikvanga troðfulla af áhorfendum þegar enska úrvalsdeildin hófst um liðna helgi. Bólusetningarhlutfallið þar er lægra en á Íslandi en engu að síður meira frelsi. Þórólfur telur Breta gera stór mistök með þessu. „Ég held að þetta sé mjög óvarlegt hjá Bretum að gera þetta svona. Þeir gætu átt eftir að fá þetta í bakið á næstunni. Það er mögulegt,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
657 börn undir tólf ára aldri eru í sóttkví hér á landi og skólarnir eru ekki hafnir. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að endurskoða þurfi sóttkví barna ef samfélagið á ekki að lamast þegar skólarnir hefjast. Horfði hann þar til nágrannalandanna þegar kemur að öðrum leiðum. Sóttvarnalæknir segir þessi mál til skoðunar. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við reynum að halda skólunum opnum eins og við höfum reynt að gera í gegnum þennan faraldur. við munum halda því áfram. Við þurfum hins vegar að hafa í huga að við erum með nýtt afbrigði af veirunni, Delta, sem leggst meira á börn. Við fáum fréttir af því erlendis frá, frá Bandaríkjunum og Danmörku, að það eru fleiri innlagnir á börnum vegna þessa afbrigðis,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann vildi hins vegar ekki ræða hvaða útfærslur hann hefur í huga. Hann segir mikilvægt að huga að því hvernig sé hægt að lágmarka að fólk fari í sóttkví. Hann telur kollega sína í nágrannalöndunum hins vegar gera mistök með því að setja ekki bólusetta, sem hafa verið útsettir, í sóttkví. „Ef við horfum á okkar gögn núna frá 1. júlí eru 2000 manns bólusettir sem hafa greinst með Covid. Tæplega helmingurinn af þeim var í sóttkví þegar þeir greindust. Það að ætla að sleppa þeim út í samfélagið bara af því þeir eru bólusettir, það held ég að séu mistök sem munu auka útbreiðsluna.“ Margir ráku upp stór augu að sjá leikvanga troðfulla af áhorfendum þegar enska úrvalsdeildin hófst um liðna helgi. Bólusetningarhlutfallið þar er lægra en á Íslandi en engu að síður meira frelsi. Þórólfur telur Breta gera stór mistök með þessu. „Ég held að þetta sé mjög óvarlegt hjá Bretum að gera þetta svona. Þeir gætu átt eftir að fá þetta í bakið á næstunni. Það er mögulegt,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent