Tekjur Íslendinga: Hafþór Júlíus mokaði inn milljónum Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2021 10:44 Hafþór Júlíus Björnsson með fjölskyldu sinni sem ætti ekki að þurfa að líða skort miðað við tekjur hans á síðasta ári. Instagram/@thorbjornsson Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson þénaði hátt í tíu milljónir króna á mánuði á síðasta ári og var langtekjuhæstur í hópi íþróttamanna og þjálfara á Íslandi, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Hafþór Júlíus, sem auk aflrauna hefur meðal annars aflað sér tekna fyrir leik í auglýsingum og sjónvarpsþáttum, var með 9.769.000 króna í tekjur á mánuði. Hann er vinsæll á samfélagsmiðlum og til að mynda með yfir 3,5 milljónir fylgjenda á Instagram. Næst á lista tekjublaðsins yfir tekjuhæsta fólkið úr íslenskum íþróttaheimi er Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, með tæplega 1,6 milljónir króna á mánuði. Tekjuhæstu Íslendingana í íþróttaheiminum, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar, má sjá hér að neðan. Ljóst er að tekjurnar eru ekki í öllum tilvikum alfarið vegna starfa þeirra í íþróttaheiminum. Tekjuhæsta íþróttafólkið 2020: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 9.769 þúsund Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, 1.592 þúsund Anníe Mist Þórisdóttir, Crossfit, 1.282 þúsund Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, 1.261 þúsund Gísli Örn Reynisson Schramm, vaxtarækt, 1.242 þúsund Jóhann Másson, formaður JSÍ, 1.219 þúsund Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, 1.198 þúsund Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH og sparkspekingur, 1.163 þúsund Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, 1.130 þúsund Darri Freyr Atlason, fyrrverandi þjálfari KR í körfubolta, 1.108 þúsund Annie Mist Þórisdóttir, nýbakaður bronsverðlaunahafi á heimsleikunum í Crossfit, er einnig í þriðja sæti á tekjulistanum með tæplega 1,3 milljónir króna. Sara Sigmundsdóttir var með 552 þúsund krónur og Björgvin Karl Guðmundsson, sem varð í 4. sæti á heimsleikunum í Crossfit í ár, var með 439 þúsund krónur. Í fótboltaheiminum er Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, efst á tekjulistanum með 1.261 þúsund krónur á mánuði. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er ekki á listanum en fram kemur í tekjublaði DV að hann hafi verið með 1.360 þúsund króna á mánuði. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var með tæplega 1,2 milljón króna á mánuði og verkfræðingurinn Baldur Sigurðsson, sem leikur með Fjölni, var með 1.066 þúsund krónur í tekjur. Körfuboltaþjálfarinn Darri Freyr Atlason, sem fyrri hluta síðasta árs þjálfaði kvennalið Vals en tók svo við karlaliði KR, var með 1,1 milljón króna á mánuði í fyrra. Hann hætti þjálfun í vor til að einbeita sér að því að stýra viðskiptaþróun hjá Lucinity, sem er nýsköpunarfyrirtæki í fjártækni. Í handboltanum er Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, með 1.130 þúsund krónur á mánuði. Sigursteinn Arndal, þjálfari karlaliðs FH og starfsmaður Vodafone, er efstur handboltaþjálfara á listanum með 1.043 þúsund króna í tekjur. Aflraunir Fótbolti CrossFit Tekjur Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Hafþór Júlíus, sem auk aflrauna hefur meðal annars aflað sér tekna fyrir leik í auglýsingum og sjónvarpsþáttum, var með 9.769.000 króna í tekjur á mánuði. Hann er vinsæll á samfélagsmiðlum og til að mynda með yfir 3,5 milljónir fylgjenda á Instagram. Næst á lista tekjublaðsins yfir tekjuhæsta fólkið úr íslenskum íþróttaheimi er Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, með tæplega 1,6 milljónir króna á mánuði. Tekjuhæstu Íslendingana í íþróttaheiminum, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar, má sjá hér að neðan. Ljóst er að tekjurnar eru ekki í öllum tilvikum alfarið vegna starfa þeirra í íþróttaheiminum. Tekjuhæsta íþróttafólkið 2020: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 9.769 þúsund Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, 1.592 þúsund Anníe Mist Þórisdóttir, Crossfit, 1.282 þúsund Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, 1.261 þúsund Gísli Örn Reynisson Schramm, vaxtarækt, 1.242 þúsund Jóhann Másson, formaður JSÍ, 1.219 þúsund Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, 1.198 þúsund Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH og sparkspekingur, 1.163 þúsund Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, 1.130 þúsund Darri Freyr Atlason, fyrrverandi þjálfari KR í körfubolta, 1.108 þúsund Annie Mist Þórisdóttir, nýbakaður bronsverðlaunahafi á heimsleikunum í Crossfit, er einnig í þriðja sæti á tekjulistanum með tæplega 1,3 milljónir króna. Sara Sigmundsdóttir var með 552 þúsund krónur og Björgvin Karl Guðmundsson, sem varð í 4. sæti á heimsleikunum í Crossfit í ár, var með 439 þúsund krónur. Í fótboltaheiminum er Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, efst á tekjulistanum með 1.261 þúsund krónur á mánuði. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er ekki á listanum en fram kemur í tekjublaði DV að hann hafi verið með 1.360 þúsund króna á mánuði. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var með tæplega 1,2 milljón króna á mánuði og verkfræðingurinn Baldur Sigurðsson, sem leikur með Fjölni, var með 1.066 þúsund krónur í tekjur. Körfuboltaþjálfarinn Darri Freyr Atlason, sem fyrri hluta síðasta árs þjálfaði kvennalið Vals en tók svo við karlaliði KR, var með 1,1 milljón króna á mánuði í fyrra. Hann hætti þjálfun í vor til að einbeita sér að því að stýra viðskiptaþróun hjá Lucinity, sem er nýsköpunarfyrirtæki í fjártækni. Í handboltanum er Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, með 1.130 þúsund krónur á mánuði. Sigursteinn Arndal, þjálfari karlaliðs FH og starfsmaður Vodafone, er efstur handboltaþjálfara á listanum með 1.043 þúsund króna í tekjur.
Tekjuhæsta íþróttafólkið 2020: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 9.769 þúsund Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, 1.592 þúsund Anníe Mist Þórisdóttir, Crossfit, 1.282 þúsund Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, 1.261 þúsund Gísli Örn Reynisson Schramm, vaxtarækt, 1.242 þúsund Jóhann Másson, formaður JSÍ, 1.219 þúsund Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, 1.198 þúsund Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH og sparkspekingur, 1.163 þúsund Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, 1.130 þúsund Darri Freyr Atlason, fyrrverandi þjálfari KR í körfubolta, 1.108 þúsund
Aflraunir Fótbolti CrossFit Tekjur Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn