Ritstjóra saknað eftir húsleit í Minsk Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2021 08:51 Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, umber ekki frjáls fjölmiðla eða andóf. Hann hefur verið nefndur síðasti einræðisherra Evrópu en hann hefur verið vil völd í meira en aldarfjórðung. AP/Andrei Stasevich/BelITA Ekkert hefur spurst til Irinu Levshynu, ritstjóra helstu sjálfstæðu fréttastofu Hvíta-Rússlands, eftir að lögregla gerði húsleit heima hjá henni í nótt. Samtök blaðamanna í landinu segja að í það minnsta þrjátíu blaðamenn sitji nú í fangelsi. Starfsmönnum vefmiðilsins BelaPAN hefur hvorki tekist að ná sambandi við Levshynu né Zakhar Sjerbakov, einn fréttamanna sinna. Húsleit var einnig gerð á heimili hans og annars fréttamanns miðilsins, hefur Reuters-fréttastofan eftir blaðamannasamtökunum. Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka forseta gengur nú hart fram gegn sjálfstæðum fjölmiðlum, aðgerðasinnum og stjórnarandstæðingum í kjölfar fjöldamótmæla sem áttu sér stað eftir forsetakosningar í fyrra. Vestræn ríki telja að Lúkasjenka hafi haft rangt við þegar hann var endurkjörinn. Blaðamannasamtökin segja að auk þeirra þrjátíu félaga sem sitja í fangelsi standi nú yfir um fimmtíu sakamálarannsóknir á fjölmiðlafólki í landinu. Húsleit var gerð hjá fjölda blaðamanna, aðgerðasinna og félagasamtaka sem stjórnvöld saka um hafa skipulagt mótmæli í síðasta mánuði. Stepan Latypov er einn þeirra sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir að skipuleggja mótmæli. Hann hlaut átta og hálfs árs dóm eftir að réttarhöld yfir honum hófust á ný á mánudag. Hlé var gert á þeim eftir að Latypov reyndi að skera sig á háls í réttarsal í júní. Hann hafði áður kvartað undan því að hann sætti pyntingum í fangelsi og fjölskylda hans og nágrannar mættu þola ógnanir yfirvalda. Hvíta-Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. 1. júní 2021 16:58 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Starfsmönnum vefmiðilsins BelaPAN hefur hvorki tekist að ná sambandi við Levshynu né Zakhar Sjerbakov, einn fréttamanna sinna. Húsleit var einnig gerð á heimili hans og annars fréttamanns miðilsins, hefur Reuters-fréttastofan eftir blaðamannasamtökunum. Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka forseta gengur nú hart fram gegn sjálfstæðum fjölmiðlum, aðgerðasinnum og stjórnarandstæðingum í kjölfar fjöldamótmæla sem áttu sér stað eftir forsetakosningar í fyrra. Vestræn ríki telja að Lúkasjenka hafi haft rangt við þegar hann var endurkjörinn. Blaðamannasamtökin segja að auk þeirra þrjátíu félaga sem sitja í fangelsi standi nú yfir um fimmtíu sakamálarannsóknir á fjölmiðlafólki í landinu. Húsleit var gerð hjá fjölda blaðamanna, aðgerðasinna og félagasamtaka sem stjórnvöld saka um hafa skipulagt mótmæli í síðasta mánuði. Stepan Latypov er einn þeirra sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir að skipuleggja mótmæli. Hann hlaut átta og hálfs árs dóm eftir að réttarhöld yfir honum hófust á ný á mánudag. Hlé var gert á þeim eftir að Latypov reyndi að skera sig á háls í réttarsal í júní. Hann hafði áður kvartað undan því að hann sætti pyntingum í fangelsi og fjölskylda hans og nágrannar mættu þola ógnanir yfirvalda.
Hvíta-Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. 1. júní 2021 16:58 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. 1. júní 2021 16:58