Lögregla býr sig undir átök Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. ágúst 2021 19:45 Logi tekst hér á við erfiðar aðstæður, sem leiddu til þess að hann þurfti að taka upp táragasið. Það er lykilatriði að geta brugðist hratt og rétt við, segja lögreglufulltrúar við Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar en þar hefur verið í notkun svokallaður þjálfunarhermir þar sem æfð eru viðbrögð, ákvarðanataka, samskipti og valdbeiting. Hermirinn skipar stöðugt stærra hlutverk í þjálfun lögreglumanna hér á landi. „Þetta er tæki sem er mjög gott til að horfa á sjálfan sig þegar maður kemur inn í aðstæður og hvernig maður bregst við. Það er hægt að setja á pásu og rýna í hlutina, hafa tíma til að hugsa hvað maður ætlar að gera næst,“ segir Guðmundur Ásgeirsson, lögreglufulltrúi. Hermirinn gefur fólki ákveðna innsýn inn í erfiðar aðstæður og hvernig best er að bregðast við. Raddbeiting og líkamsbeiting skiptir einnig máli og þannig er hægt einnig að leysa úr erfiðum aðstæðum. Guðmundur Ásgeirsson segir þjálfunarherminn hafa gagnast vel. Mikilvægt sé að lögreglumenn geti búið sig undir átök eins vel og kostur er. „Þetta getur verið krefjandi. Þegar nemarnir koma þá hafa þeir aldrei lent í svona aðstæðum. Og þá reynir svolítið á þau,“ segir Logi Jes Kristjánsson, lögreglufulltrúi. Hann segir að hermirinn geti aldrei komið í veg fyrir líkamlega þjálfun á borð við handtökuaðferðir og viðbragðsæfingar, en að hann gagnist þó vel. „Nemendur geta ekki farið að kljást við skjáinn en fá að nota röddina og valdbeitingartækin á borð við kylfu og gas.“ Hermirinn gagnast einnig í skotvopnaþjálfun. „Í grunnþjálfun lögreglunema getum við leyft þeim að kynnast skotvopnum lögreglu á algjörlega hættulausan hátt og við getum notað herminn til að kenna þeim að halda á byssunni, miða og skjóta – draga í gikkinn á skotmörk algjörlega hættulaust. Þau fá þessa þjálfun áður en þau fara að skjóta alvöru skotum á skotsvæði,“ segir Guðmundur en lögreglu- og sérsveitarmenn nýta sér herminn líka töluvert. „Hlutirnir gerast hratt og þá þurfa menn að kunna að bregðast við.“ Logi segir ekki hægt að bera raunverulegar aðstæður saman við þær aðstæður sem blasa við í herminum - en gefi fólki þó innsýn í hvernig starfið er og hversu hratt þarf að bregðast við. Þeir segja þó að ekki sé hægt að líkja herminum við raunverulegar aðstæður, en að mikilvægt sé að lögreglunemar og -menn geti búið sig eins vel undir átök og kostur er. „Það er eiginlega ekki hægt að bera það saman. Þú þarft að nota öll skyn, lykt, heyrn, augu og allt saman. Þetta hjálpar fólki samt að æfa upp þetta viðbragð – að bregðast hratt og rétt við,“ segir Logi. Lögreglan Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Þetta er tæki sem er mjög gott til að horfa á sjálfan sig þegar maður kemur inn í aðstæður og hvernig maður bregst við. Það er hægt að setja á pásu og rýna í hlutina, hafa tíma til að hugsa hvað maður ætlar að gera næst,“ segir Guðmundur Ásgeirsson, lögreglufulltrúi. Hermirinn gefur fólki ákveðna innsýn inn í erfiðar aðstæður og hvernig best er að bregðast við. Raddbeiting og líkamsbeiting skiptir einnig máli og þannig er hægt einnig að leysa úr erfiðum aðstæðum. Guðmundur Ásgeirsson segir þjálfunarherminn hafa gagnast vel. Mikilvægt sé að lögreglumenn geti búið sig undir átök eins vel og kostur er. „Þetta getur verið krefjandi. Þegar nemarnir koma þá hafa þeir aldrei lent í svona aðstæðum. Og þá reynir svolítið á þau,“ segir Logi Jes Kristjánsson, lögreglufulltrúi. Hann segir að hermirinn geti aldrei komið í veg fyrir líkamlega þjálfun á borð við handtökuaðferðir og viðbragðsæfingar, en að hann gagnist þó vel. „Nemendur geta ekki farið að kljást við skjáinn en fá að nota röddina og valdbeitingartækin á borð við kylfu og gas.“ Hermirinn gagnast einnig í skotvopnaþjálfun. „Í grunnþjálfun lögreglunema getum við leyft þeim að kynnast skotvopnum lögreglu á algjörlega hættulausan hátt og við getum notað herminn til að kenna þeim að halda á byssunni, miða og skjóta – draga í gikkinn á skotmörk algjörlega hættulaust. Þau fá þessa þjálfun áður en þau fara að skjóta alvöru skotum á skotsvæði,“ segir Guðmundur en lögreglu- og sérsveitarmenn nýta sér herminn líka töluvert. „Hlutirnir gerast hratt og þá þurfa menn að kunna að bregðast við.“ Logi segir ekki hægt að bera raunverulegar aðstæður saman við þær aðstæður sem blasa við í herminum - en gefi fólki þó innsýn í hvernig starfið er og hversu hratt þarf að bregðast við. Þeir segja þó að ekki sé hægt að líkja herminum við raunverulegar aðstæður, en að mikilvægt sé að lögreglunemar og -menn geti búið sig eins vel undir átök og kostur er. „Það er eiginlega ekki hægt að bera það saman. Þú þarft að nota öll skyn, lykt, heyrn, augu og allt saman. Þetta hjálpar fólki samt að æfa upp þetta viðbragð – að bregðast hratt og rétt við,“ segir Logi.
Lögreglan Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira