Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Tindastóll 1-0 | Mikilvægur fyrsti heimasigur Þórs/KA Ester Ósk Árnadóttir skrifar 17. ágúst 2021 21:16 Þór/KA náði í þrjú mikilvæg stig í botnbaráttu Pepsi Max deildar kvenna í kvöld. Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Tindastóll á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld en um var að ræða leik í 14. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Tindastóll var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 11 stig en Þór/KA tveimur sætum ofar eða í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig. Þetta var því sannkallaður sex stiga leikur eins og oft er sagt. Leikurinn fór rólega af stað, mikill stöðubarátta og lítið markvert sem gerðist á fyrsta korterinu. Shaina Faiena Ashouri átti fyrsta skot leiksins á 14. mínútu sem Amber Kristin varði í marki Tindastóls. Það dróg þó til tíðinda á 18. mínútu þegar Karen María Sigurgeirsdóttir átti frábært skot fyrir utan teig, boltinn niðri alveg út við stöng og söng í netinu, nánast óverjandi fyrir Amber í markinu. Heimakonur því komnar í 1-0 forystu. Eftir markið tók Þór/KA völdinn á vellinum og stjórnuðu leiknum með Karen Maríu og Colleen Kennendy sprækar í framlínunni. Þór/KA átti frekar auðvelt með að finna leiðir í gegnum slaka miðju Tindastóls og leiddi það til dauðafæra. Fyrst slapp Colleen í gegnum vörn Tindastóls á 29. mínútu og var það bara fyrir frábæra markvörslu Amber að Þór/KA komst ekki í 2-0. Þremur mínútum síðar slapp Shaina Faiena í gegn en skot hennar framhjá markinu. Áður en hálfleikurinn var úti átti Arna Sif skalla að marki af stuttu færi en aftur gerði Amber frábærlega í markinu. Hálfleiks tölur því 1-0 fyrir Þór/KA og Tindastóll gátu þakkað Amber fyrir að munurinn væri ekki meiri. Tindastóls konur komu miklu ákveðnari inn í seinni hálfleikinn og voru sterkari fyrsta korterið. Krista Sól átti góðan skalla af stuttu færi sem Harpa varði á 47. mínútu. Meira jafnræði var með liðunum þegar leið á seinni hálfleik og fengu bæði lið tækifæri til að skora. Karen María var í góðum færi á 59. mínútu en skotið hennar framhjá. Murielle Tire fékk svo kjörið tækifæri til að jafna en skotið yfir markið af stuttu færi á 83. mínútu. Á 90. mínútu fékk Þór/KA víti eftir að Kristrún María braut á Colleen Kennendy innan teigs. Shaina Faiena steig á punktinn en setti boltann í þverslánna. Lokatölur því 1-0 fyrir heimakonur sem lyfta sér upp í 6. sætið með 18 stig. Tindastóll fer hins vegar í botnsætið eftir að Keflavík vann sigur á ÍBV í kvöld. Afhverju vann Þór/KA? Þór/KA var heilt yfir betra í leiknum í dag og sköpuðu sér betri færi. Frábært einstaklingsframtak Karen Maríu í fyrri háflleik skilur þó liðin að. Hverjar stóðu upp úr? Tindastóls vörnin átti í miklu brasi með hraðann í framlínu Þór/KA. Karen María, Colleen Kennendy og Shaina Fainea Ashouri stóðu allar fyrir sínu í framlínunni og náðu að skapa helling þótt það vantaði upp á endahnútinn. Amber Kristin Michel var mjög góð í marki Tindastóls og kom í veg fyrir að mörkin yrðu fleiri. Hvað gekk illa? Miðja Tindastóls varð undir í fyrri hálfleik. Uppspil Þór/KA fór að mestu leiti í gegnum miðjuna og virtist ansi auðvelt á köflum að koma boltanum þar í gegn. Hvað gerist næst? Þór/KA heimsækir Þrótt í næstu umferð. Tindastóll fær ærið verkefni í sömu umferð en þær heimsækja Val á Origo völlinn. Guðni Þór: Þetta eru allt úrslitaleikir Óskar Smári Haraldsson og Guðni Þór Einarsson eru þjálfarar Tindastóls. Guðni var eðlilega svekktur með úrslit kvöldsins.vísir/Sigurjón „Þetta var svekkjandi tap. Mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik en við uppskárum. Það þurfti þetta frábæra einstaklings framtak hjá Karen Maríu til að útkljá þetta og var í rauninni munurinn á liðunum í dag. Mér fannst við gera betur í seinni hálfleik en því miður datt það ekki fyrir okkur,“ sagði Guðni Þór þjálfari Tindastóls eftir 1-0 tap á SaltPay vellinum í dag. „Þór/KA var því miður yfir á mörgum sviðum í fyrri hálfleik þar með talið inn á miðjunni. Við gerum smá breytingar í hálfleiknum sem mér fannst hjálpa til. Mér fannst seinni hálfleikur góður af okkar hálfu, með smá heppni hefði geta dottið mark inn og aðeins hrist upp í þessu en eins og við var að búast var þetta jafn leikur og því miður datt það ekki í dag.“ „Við hefðum getað haldið boltanum betur fram á við. Við vorum farnar í það að leita að úrslita sendingunum aðeins of snemma. Það hefði þurft meiri baráttu frá okkur í fyrri hálfleik.“ Tindastóll er kominn í botnsætið eftir úrslit dagsins en aðeins einu stigi frá öruggu stigi. Spennandi botnbarátta framundan. „Við erum bara ekki af baki dottnar. Vissulega sex stiga leikur í dag en það eru svo sem allir leikirnir þannig sem eru eftir. Þetta eru allt úrslitaleikir. Við höfum bara ofboðslega mikla trú á því að við getum staðið í þessum liðum og haldið okkar sæti í deildinni. Það er okkar markmið.“ Tindastóll fer á Origo völlinn í næstu umferð og mætir toppliði Vals. „Það leggst mjög vel í okkur. Við viljum spila við bestu lið landsins og förum í alla leiki til að ná í úrslit. Það er enginn breyting á því þó liðið heiti Valur.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Þór Akureyri KA
Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Tindastóll á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld en um var að ræða leik í 14. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Tindastóll var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 11 stig en Þór/KA tveimur sætum ofar eða í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig. Þetta var því sannkallaður sex stiga leikur eins og oft er sagt. Leikurinn fór rólega af stað, mikill stöðubarátta og lítið markvert sem gerðist á fyrsta korterinu. Shaina Faiena Ashouri átti fyrsta skot leiksins á 14. mínútu sem Amber Kristin varði í marki Tindastóls. Það dróg þó til tíðinda á 18. mínútu þegar Karen María Sigurgeirsdóttir átti frábært skot fyrir utan teig, boltinn niðri alveg út við stöng og söng í netinu, nánast óverjandi fyrir Amber í markinu. Heimakonur því komnar í 1-0 forystu. Eftir markið tók Þór/KA völdinn á vellinum og stjórnuðu leiknum með Karen Maríu og Colleen Kennendy sprækar í framlínunni. Þór/KA átti frekar auðvelt með að finna leiðir í gegnum slaka miðju Tindastóls og leiddi það til dauðafæra. Fyrst slapp Colleen í gegnum vörn Tindastóls á 29. mínútu og var það bara fyrir frábæra markvörslu Amber að Þór/KA komst ekki í 2-0. Þremur mínútum síðar slapp Shaina Faiena í gegn en skot hennar framhjá markinu. Áður en hálfleikurinn var úti átti Arna Sif skalla að marki af stuttu færi en aftur gerði Amber frábærlega í markinu. Hálfleiks tölur því 1-0 fyrir Þór/KA og Tindastóll gátu þakkað Amber fyrir að munurinn væri ekki meiri. Tindastóls konur komu miklu ákveðnari inn í seinni hálfleikinn og voru sterkari fyrsta korterið. Krista Sól átti góðan skalla af stuttu færi sem Harpa varði á 47. mínútu. Meira jafnræði var með liðunum þegar leið á seinni hálfleik og fengu bæði lið tækifæri til að skora. Karen María var í góðum færi á 59. mínútu en skotið hennar framhjá. Murielle Tire fékk svo kjörið tækifæri til að jafna en skotið yfir markið af stuttu færi á 83. mínútu. Á 90. mínútu fékk Þór/KA víti eftir að Kristrún María braut á Colleen Kennendy innan teigs. Shaina Faiena steig á punktinn en setti boltann í þverslánna. Lokatölur því 1-0 fyrir heimakonur sem lyfta sér upp í 6. sætið með 18 stig. Tindastóll fer hins vegar í botnsætið eftir að Keflavík vann sigur á ÍBV í kvöld. Afhverju vann Þór/KA? Þór/KA var heilt yfir betra í leiknum í dag og sköpuðu sér betri færi. Frábært einstaklingsframtak Karen Maríu í fyrri háflleik skilur þó liðin að. Hverjar stóðu upp úr? Tindastóls vörnin átti í miklu brasi með hraðann í framlínu Þór/KA. Karen María, Colleen Kennendy og Shaina Fainea Ashouri stóðu allar fyrir sínu í framlínunni og náðu að skapa helling þótt það vantaði upp á endahnútinn. Amber Kristin Michel var mjög góð í marki Tindastóls og kom í veg fyrir að mörkin yrðu fleiri. Hvað gekk illa? Miðja Tindastóls varð undir í fyrri hálfleik. Uppspil Þór/KA fór að mestu leiti í gegnum miðjuna og virtist ansi auðvelt á köflum að koma boltanum þar í gegn. Hvað gerist næst? Þór/KA heimsækir Þrótt í næstu umferð. Tindastóll fær ærið verkefni í sömu umferð en þær heimsækja Val á Origo völlinn. Guðni Þór: Þetta eru allt úrslitaleikir Óskar Smári Haraldsson og Guðni Þór Einarsson eru þjálfarar Tindastóls. Guðni var eðlilega svekktur með úrslit kvöldsins.vísir/Sigurjón „Þetta var svekkjandi tap. Mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik en við uppskárum. Það þurfti þetta frábæra einstaklings framtak hjá Karen Maríu til að útkljá þetta og var í rauninni munurinn á liðunum í dag. Mér fannst við gera betur í seinni hálfleik en því miður datt það ekki fyrir okkur,“ sagði Guðni Þór þjálfari Tindastóls eftir 1-0 tap á SaltPay vellinum í dag. „Þór/KA var því miður yfir á mörgum sviðum í fyrri hálfleik þar með talið inn á miðjunni. Við gerum smá breytingar í hálfleiknum sem mér fannst hjálpa til. Mér fannst seinni hálfleikur góður af okkar hálfu, með smá heppni hefði geta dottið mark inn og aðeins hrist upp í þessu en eins og við var að búast var þetta jafn leikur og því miður datt það ekki í dag.“ „Við hefðum getað haldið boltanum betur fram á við. Við vorum farnar í það að leita að úrslita sendingunum aðeins of snemma. Það hefði þurft meiri baráttu frá okkur í fyrri hálfleik.“ Tindastóll er kominn í botnsætið eftir úrslit dagsins en aðeins einu stigi frá öruggu stigi. Spennandi botnbarátta framundan. „Við erum bara ekki af baki dottnar. Vissulega sex stiga leikur í dag en það eru svo sem allir leikirnir þannig sem eru eftir. Þetta eru allt úrslitaleikir. Við höfum bara ofboðslega mikla trú á því að við getum staðið í þessum liðum og haldið okkar sæti í deildinni. Það er okkar markmið.“ Tindastóll fer á Origo völlinn í næstu umferð og mætir toppliði Vals. „Það leggst mjög vel í okkur. Við viljum spila við bestu lið landsins og förum í alla leiki til að ná í úrslit. Það er enginn breyting á því þó liðið heiti Valur.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti