Þannig verði til dæmis flogið frá fimm pólskum og þremur ítölskum borgum. Auk þess væri á dagskrá Wizz Air að fljúga hingað til lands frá Vínarborg, Dormunt, Búdapest, Lundúnum og Riga.
Í lok liðinnar viku hafi Vilnius, höfuðborg Litháen, bæst í leiðarkerfið á ný frá því fyrir heimsfaraldurinn. Útlit væri fyrir að Wizz Air verði áfram næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli.
Bilið milli þess félags og easyJet breikki því síðarnefnda félagið hafi skorið sitt flug til Keflavíkurflugvallar niður.