Var bitlaus frammistaða nóg til að sannfæra Pep um að fjárfesta í Kane? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2021 10:32 Harry Kane hefur verið að hugsa um Manchester City í allt sumar. EPA-EFE/John Sibley Englandsmeistarar Manchester City lutu í gras gegn Harry Kane-lausu Tottenham Hotspur í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna þar sem sóknarleikur gestanna var langt frá því sem við eigum að venjast. Gæti það þýtt að Kane sé á leið til Manchester-borgar? Harry Kane hefur verið orðaður við Manchester-lið Pep Guardiola í allt sumar. Ekki urðu orðrómarnir lægri er Kane mætti ekki á æfingar hjá Tottenham eftur stutt sumarfrí í kjölfar Evrópumótsins þar sem England tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. Framherjinn sá sér loks að mæta skömmu fyrir helgi og var talið að hann yrði allavega í leikmannahóp Tottenham í stórleiknum gegn Man City sem fram fór í gær, sunnudag. Allt kom fyrir ekki og orðrómarnir fóru á fullt. Frammistaða City var svo ákveðin olía á eldinn þar sem sóknarleikur City var frekar bitlaus frá upphafi til enda. Eftir 2-5 afhroð á heimavelli gegn Leicester City í 2. umferð á síðustu leiktíð var Rúben Dias sóttur til Benfica. Stóra spurningin er hvort Pep geri slíkt hið sama nú. Varnarlína City í leiknum gegn Leicester innihélt þá Kyle Walker, Nathan Aké, Eric Garcia og Benjamin Mendy. Í raun var það aðeins Walker sem tók virkan þátt í baráttu City á öllum vígstöðvum en hinir þrír sátu meira og minna á bekknum það sem eftir lifði tímabils. Rúben Dias var hreint út sagt stórkostlegur á síðustu leiktíð.Michael Regan/Getty Images Vissulega spiluðu meiðsli og samningsstaða inn í en ásamt því að fjárfesta í Dias þá kom John Stones til baka úr meiðslum sem og Aymeric Laporte spilaði töluvert. Það var þó Dias sem fékk mest lof en hann gjörbreytti varnarleik liðsins og var talinn einn albesti leikmaður ensku deildarinnar. Fór það svo að Man City vann ensku úrvalsdeildina nokkuð þægilega. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem skortur á framherja var aftur til umræðu eftir 1-0 tap gegn Chelsea. Manchester City hefur nú þegar fest kaup á enska landsliðsmanninum Jack Grealish fyrir allt að 100 milljónir punda. Talið er að Harry Kane verði litlu ódýrari en ef miða má við síðustu leiktíð gæti svo farið að fyrirliði enska landsliðsins verði orðinn leikmaður Man City áður en langt um líður. Að því sögðu hefur Kane verið nefndur í hóp Tottenham fyrir leik í Sambandsdeild Evrópu síðar í vikunni. Alls eru 25 leikmenn í hópnum. Jack Grealish komst lítið áleiðis gegn Tottenham í sínum fyrsta leik fyrir Man City.EPA-EFE/ANDY RAIN Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lögðu meistarana að velli án Kane Harry Kane var hvergi sjáanlegur þegar Tottenham tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í stórleik fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í Lundúnum í dag. 15. ágúst 2021 17:22 Sigurreifur stjóri Spurs vongóður um að halda Kane Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, var að sjálfsögðu spurður út í framtíð Harry Kane eftir frækinn sigur á Man City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 15. ágúst 2021 19:00 Meistarar Manchester City mæta laskaðir til leiks Phil Foden verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem héldu honum á hliðarlínunni er England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í síðasta mánuði. Manchester City mætir með laskað til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi. 9. ágúst 2021 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira
Gæti það þýtt að Kane sé á leið til Manchester-borgar? Harry Kane hefur verið orðaður við Manchester-lið Pep Guardiola í allt sumar. Ekki urðu orðrómarnir lægri er Kane mætti ekki á æfingar hjá Tottenham eftur stutt sumarfrí í kjölfar Evrópumótsins þar sem England tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. Framherjinn sá sér loks að mæta skömmu fyrir helgi og var talið að hann yrði allavega í leikmannahóp Tottenham í stórleiknum gegn Man City sem fram fór í gær, sunnudag. Allt kom fyrir ekki og orðrómarnir fóru á fullt. Frammistaða City var svo ákveðin olía á eldinn þar sem sóknarleikur City var frekar bitlaus frá upphafi til enda. Eftir 2-5 afhroð á heimavelli gegn Leicester City í 2. umferð á síðustu leiktíð var Rúben Dias sóttur til Benfica. Stóra spurningin er hvort Pep geri slíkt hið sama nú. Varnarlína City í leiknum gegn Leicester innihélt þá Kyle Walker, Nathan Aké, Eric Garcia og Benjamin Mendy. Í raun var það aðeins Walker sem tók virkan þátt í baráttu City á öllum vígstöðvum en hinir þrír sátu meira og minna á bekknum það sem eftir lifði tímabils. Rúben Dias var hreint út sagt stórkostlegur á síðustu leiktíð.Michael Regan/Getty Images Vissulega spiluðu meiðsli og samningsstaða inn í en ásamt því að fjárfesta í Dias þá kom John Stones til baka úr meiðslum sem og Aymeric Laporte spilaði töluvert. Það var þó Dias sem fékk mest lof en hann gjörbreytti varnarleik liðsins og var talinn einn albesti leikmaður ensku deildarinnar. Fór það svo að Man City vann ensku úrvalsdeildina nokkuð þægilega. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem skortur á framherja var aftur til umræðu eftir 1-0 tap gegn Chelsea. Manchester City hefur nú þegar fest kaup á enska landsliðsmanninum Jack Grealish fyrir allt að 100 milljónir punda. Talið er að Harry Kane verði litlu ódýrari en ef miða má við síðustu leiktíð gæti svo farið að fyrirliði enska landsliðsins verði orðinn leikmaður Man City áður en langt um líður. Að því sögðu hefur Kane verið nefndur í hóp Tottenham fyrir leik í Sambandsdeild Evrópu síðar í vikunni. Alls eru 25 leikmenn í hópnum. Jack Grealish komst lítið áleiðis gegn Tottenham í sínum fyrsta leik fyrir Man City.EPA-EFE/ANDY RAIN
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lögðu meistarana að velli án Kane Harry Kane var hvergi sjáanlegur þegar Tottenham tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í stórleik fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í Lundúnum í dag. 15. ágúst 2021 17:22 Sigurreifur stjóri Spurs vongóður um að halda Kane Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, var að sjálfsögðu spurður út í framtíð Harry Kane eftir frækinn sigur á Man City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 15. ágúst 2021 19:00 Meistarar Manchester City mæta laskaðir til leiks Phil Foden verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem héldu honum á hliðarlínunni er England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í síðasta mánuði. Manchester City mætir með laskað til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi. 9. ágúst 2021 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira
Lögðu meistarana að velli án Kane Harry Kane var hvergi sjáanlegur þegar Tottenham tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í stórleik fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í Lundúnum í dag. 15. ágúst 2021 17:22
Sigurreifur stjóri Spurs vongóður um að halda Kane Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, var að sjálfsögðu spurður út í framtíð Harry Kane eftir frækinn sigur á Man City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 15. ágúst 2021 19:00
Meistarar Manchester City mæta laskaðir til leiks Phil Foden verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem héldu honum á hliðarlínunni er England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í síðasta mánuði. Manchester City mætir með laskað til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi. 9. ágúst 2021 11:30
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti