Kasólétt Ásdís reif upp hundrað kílóin fimm sinnum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2021 08:01 Ásdís Hjálmsdóttir Annerud hélt áfram að lyfta þungu alla meðgönguna. Instagram/@asdishjalms Ásdís Hjálmsdóttir Annerud á að von á sín fyrsta barni þessa dagana en það kemur ekki í veg fyrir að hún taki alvöru æfingar í lyftingasalnum. Ásdís, sem er besti spjótkastari Íslands frá upphafi og ein allra öflugasta íþróttakona Íslands í sögunni, lagði skóna á hilluna fyrir ári síðan. Hún ætlaði að hætta eftir Ólympíuleikana í Tókýó en þeim var síðan frestað um eitt ár. Ásdís ákvað að segja þetta gott og næst á dagskrá var að eignast barn. Hún hefur nú gengið með barnið í níu mánuði og hefur leyft fylgjendum sínum að fylgjast með sér æfa CrossFit af krafti á meðgöngunni. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) Ásdís hefur farið á þrjá Ólympíuleika, 2008, 2012 og 2016 og komst í úrslit á leikunum í London 2012 með Íslandsmetskasti í undankeppninni upp á 62,77 metra. Hún bætti Íslandsmetið margoft en skildi við það í 63,43 metrum. Ásdís er eina íslenska konan sem hefur kastað 600 gramma spjótinu yfir sextíu metra og hún nú á 84 bestu köst sögunnar á Íslandi. Einhverjir héldu nú að Ásdís myndi slaka á við æfingarnar þegar hún nálgaðist fæðinguna en Ásdís er enn að rífa upp miklar þyngdir. Í nýjasta myndbandinu hennar, sem má sjá hér fyrir ofan, sýnir Ásdís sig lyfta hundrað kílóum í hnébeygju fimm sinnum í röð komin fjörutíu vikur á leið. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) „Þetta er eitthvað sem mig langaði alltaf að gera og þetta reyndist vera miklu léttara en ég bjóst við,“ skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir Annerud undir myndbandið. „Nú er ég tilbúin að koma hinum út,“ bætti Ásdís en hún lét vita af því í myndbandinu að þessa æfingu gerði hún komin þremur dögum fram yfir settan tíma. Frjálsar íþróttir Kraftlyftingar Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Fleiri fréttir Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Sjá meira
Ásdís, sem er besti spjótkastari Íslands frá upphafi og ein allra öflugasta íþróttakona Íslands í sögunni, lagði skóna á hilluna fyrir ári síðan. Hún ætlaði að hætta eftir Ólympíuleikana í Tókýó en þeim var síðan frestað um eitt ár. Ásdís ákvað að segja þetta gott og næst á dagskrá var að eignast barn. Hún hefur nú gengið með barnið í níu mánuði og hefur leyft fylgjendum sínum að fylgjast með sér æfa CrossFit af krafti á meðgöngunni. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) Ásdís hefur farið á þrjá Ólympíuleika, 2008, 2012 og 2016 og komst í úrslit á leikunum í London 2012 með Íslandsmetskasti í undankeppninni upp á 62,77 metra. Hún bætti Íslandsmetið margoft en skildi við það í 63,43 metrum. Ásdís er eina íslenska konan sem hefur kastað 600 gramma spjótinu yfir sextíu metra og hún nú á 84 bestu köst sögunnar á Íslandi. Einhverjir héldu nú að Ásdís myndi slaka á við æfingarnar þegar hún nálgaðist fæðinguna en Ásdís er enn að rífa upp miklar þyngdir. Í nýjasta myndbandinu hennar, sem má sjá hér fyrir ofan, sýnir Ásdís sig lyfta hundrað kílóum í hnébeygju fimm sinnum í röð komin fjörutíu vikur á leið. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) „Þetta er eitthvað sem mig langaði alltaf að gera og þetta reyndist vera miklu léttara en ég bjóst við,“ skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir Annerud undir myndbandið. „Nú er ég tilbúin að koma hinum út,“ bætti Ásdís en hún lét vita af því í myndbandinu að þessa æfingu gerði hún komin þremur dögum fram yfir settan tíma.
Frjálsar íþróttir Kraftlyftingar Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Fleiri fréttir Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Sjá meira