Fátækleg hugmyndafræði Halldóra Mogensen skrifar 15. ágúst 2021 17:31 Fátækt er afleiðing ákvarðana sem stjórnvöld taka hverju sinni. Ákvarðana sem viðhalda kerfislægri fátækt. Skerðingar og lágar bætur viðhalda fátækt. Háir skattar af lágum launum, vanfjármagnað menntakerfi, húsnæði á uppsprengdu verði og refsistefna í vímuefnamálum viðheldur fátækt. Samþjöppun auðs og eigna í höndum fárra viðheldur fátækt. Að fólk hafi ekki aðgang að hollum mat, þaki yfir höfuðið og viðeigandi fatnaði viðheldur fátækt. Að fólk hafi ekki frelsi til að ákvarða framtíð sína óháð efnahag viðheldur fátækt. Hugmyndin sem þrífst á fátækt Hugmyndafræði viðheldur fátækt. Hugmyndafræði sem tilbiður samkeppni og ræktar hana sem lýsandi einkenni mannlegra samskipta. Hugmyndafræði sem endurskilgreinir fólkið í landinu sem neytendur og lýðræðið sem kaup og sölu á vörum. Hugmyndafræði þar sem markaðurinn er heilagur og ávinningur er aðeins skilgreindur í krónum og aurum. Samkvæmt ofangreindri hugmyndafræði eru tilraunir til að takmarka samkeppni skaðlegar frelsinu. Skattar og reglugerðir verða að vera í lágmarki. Opinbera þjónustu ber að einkavæða. Ójöfnuður er dyggð, verðlaun fyrir skilvirkni sem skapar mikinn auð á toppnum sem sullast svo niður og auðgar samfélagið allt. Tilraunir til að skapa jafnara samfélag eru beinlínis í andstöðu við það sem er nánast orðin trúarbrögð og þar af leiðandi siðferðislega rangt. Markaðurinn á að tryggja að allir fái það sem þeir eiga skilið. Hin ríku sannfæra sig um að þau hafi eignast peningana sína vegna eigin verðleika og hunsa tækifærin sem þau höfðu fram yfir aðra; svo sem menntun, efnahag og stuðningsgetu foreldra. Fátækt fólk byrjar að kenna sjálfum sér um mistök sín þrátt fyrir að hafa litla stjórn á aðstæðum sínum og litla möguleika á að sækja sér þau tækifæri sem þörf er á til að betrumbæta líf sitt. Tími nýrra hugmynda Fátækt er einkenni skaðlegrar hugmyndafræði. Við upprætum ekki fátækt án þess að bera kennsl á og tækla undirliggjandi mein. Fátækt er ekki skömm einstaklingsins sem lifir við hana. Fátækt er skömm samfélagsins og stjórnmálafólks sem viðheldur henni. Ábyrgðin er okkar allra að rýna í samfélagsgerðina með gagnrýnum augum og opnum hug og kjósa nýja nálgun, því nú er tími nýrra hugmynda. Nú er tími breytinga. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Píratar Alþingiskosningar 2021 Félagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Fátækt er afleiðing ákvarðana sem stjórnvöld taka hverju sinni. Ákvarðana sem viðhalda kerfislægri fátækt. Skerðingar og lágar bætur viðhalda fátækt. Háir skattar af lágum launum, vanfjármagnað menntakerfi, húsnæði á uppsprengdu verði og refsistefna í vímuefnamálum viðheldur fátækt. Samþjöppun auðs og eigna í höndum fárra viðheldur fátækt. Að fólk hafi ekki aðgang að hollum mat, þaki yfir höfuðið og viðeigandi fatnaði viðheldur fátækt. Að fólk hafi ekki frelsi til að ákvarða framtíð sína óháð efnahag viðheldur fátækt. Hugmyndin sem þrífst á fátækt Hugmyndafræði viðheldur fátækt. Hugmyndafræði sem tilbiður samkeppni og ræktar hana sem lýsandi einkenni mannlegra samskipta. Hugmyndafræði sem endurskilgreinir fólkið í landinu sem neytendur og lýðræðið sem kaup og sölu á vörum. Hugmyndafræði þar sem markaðurinn er heilagur og ávinningur er aðeins skilgreindur í krónum og aurum. Samkvæmt ofangreindri hugmyndafræði eru tilraunir til að takmarka samkeppni skaðlegar frelsinu. Skattar og reglugerðir verða að vera í lágmarki. Opinbera þjónustu ber að einkavæða. Ójöfnuður er dyggð, verðlaun fyrir skilvirkni sem skapar mikinn auð á toppnum sem sullast svo niður og auðgar samfélagið allt. Tilraunir til að skapa jafnara samfélag eru beinlínis í andstöðu við það sem er nánast orðin trúarbrögð og þar af leiðandi siðferðislega rangt. Markaðurinn á að tryggja að allir fái það sem þeir eiga skilið. Hin ríku sannfæra sig um að þau hafi eignast peningana sína vegna eigin verðleika og hunsa tækifærin sem þau höfðu fram yfir aðra; svo sem menntun, efnahag og stuðningsgetu foreldra. Fátækt fólk byrjar að kenna sjálfum sér um mistök sín þrátt fyrir að hafa litla stjórn á aðstæðum sínum og litla möguleika á að sækja sér þau tækifæri sem þörf er á til að betrumbæta líf sitt. Tími nýrra hugmynda Fátækt er einkenni skaðlegrar hugmyndafræði. Við upprætum ekki fátækt án þess að bera kennsl á og tækla undirliggjandi mein. Fátækt er ekki skömm einstaklingsins sem lifir við hana. Fátækt er skömm samfélagsins og stjórnmálafólks sem viðheldur henni. Ábyrgðin er okkar allra að rýna í samfélagsgerðina með gagnrýnum augum og opnum hug og kjósa nýja nálgun, því nú er tími nýrra hugmynda. Nú er tími breytinga. Höfundur er þingmaður Pírata.
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun