„Ég fékk sprautuna og fann ekki fyrir neinu. Tveimur eða þremur dögum síðar var ég farinn að drekka bjór eins og ekkert hefði í skorist. Nú langar mig að fá alla þrjá skammtana, þar með talinn örvunarskammtinn,“ segir hellisbúinn, Panta Petrovic, í samtali við AFP.
Even a man *literally living under a rock* got his shots. Do your part. pic.twitter.com/VxPzhiPNvH
— Kyle Hill (@Sci_Phile) August 13, 2021
Petrovic hefur búið í helli í að verða tvo áratugi og kippir sér ekki mikið upp við strauma og stefnur. Hann telur fólk velta sér of mikið upp úr stjórnmálum, tækni og tölvum, en lætur andspyrnu sína gegn slíkum lífsstíl þó ekki aftra sér frá því að þiggja bóluefnið.
Í viðtalinu segist hann hvetja alla Serba sína til að drífa sig í bólusetningu en á þessari stundu eru aðeins 40% fullbólusett í landinu.
VIDEO Almost twenty years ago, Panta Petrovic moved into a tiny Serbian mountain cave to avoid society. Last year, on one of his visits to town, he found out there was a pandemic raging. Now, he's gotten his Covid-19 jab and urges everyone to do the same https://t.co/Gv3aq7lOOA pic.twitter.com/UDziY15ouA
— AFP News Agency (@AFP) August 13, 2021