Tvöföld hjátrú fylgir föstudeginum þrettánda Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 22:13 Fólk tekur föstudeginum þrettánda misalvarlega. Hér má sjá mynd í tengslum við sérstaka hryllingsgöngu sem haldin var í Sankti Pétursborg föstudaginn 13. september árið 2019 Getty/Olga Maltseva Föstudagurinn þrettándi hefur lengi verið talinn mikill óhappadagur. Þjóðháttafræðingurinn Símon Jón Jóhannsson segir daginn tengjast tvöfaldri hjátrú og því sé hann sérstaklega hættulegur. „Þetta er náttúrlega alveg dæmalaus óhappadagur í alla staði. Sú trú er náttúrlega búin að vera ansi lengi og þetta er nú ekki íslensk hjátrú heldur er þetta eitthvað sem kemur frá enskumælandi löndum og fer þarna saman tvenns konar ótrú.“ Hjátrúin tengist annars vegar tölunni þrettán sem Símon segir vera mikla óhappatölu og rekur hann sögu tölunnar fjögur til fimm þúsund ár aftur í tímann. „Súmerarnir lögðu grunn að svona talnakerfi og alls konar útreikningum sem við styðjumst við enn þann dag í dag og þeir notuðu grunntöluna tólf því það var tala sem myndaði heild. Þannig að næsta tala, þrettán, varð þá stök og fyrir utan þessa heild. Hún var ekki með í hópnum og því talin hættuleg.“ Fyrir vikið segir Símon algengt að í gamla daga hefðu menn haldið sig í tólf manna hópum og foringinn hefði verið sá þrettándi. „Þetta gerði Kristur. Hann safnar að sér tólf postulum og er sjálfur sá þrettándi eða hinn staki og er með hóp með sér. Hann er heilagur náttúrlega og þá er hann í sjálfu sér líka hættulegur. Þannig þetta er svona grunnurinn að þessari ótrú á tölunni þrettán.“ Þá tengist hjátrúin hins vegar föstudeginum sem Símon segir að talinn sé hættulegur dagur. „Sko það er eiginlega svolítið kirkjunni að kenna þessi ótrú á föstudögum. Það er náttúrlega engin tilviljun að Kristur er krossfestur á föstudegi.“ Hann segir föstudag hafa verið dag ástar og gleði í heiðni en kristnin hafi snúið deginum upp í andhverfu sína. „Þetta verður þar af leiðandi hættulegur dagur og ýmislegt í kristni lendir ósjálfrátt eða sjálfrátt í föstudögum.“ Sjálfur segist hann hafa farið afar varlega fram úr rúminu í morgun og passað sig að fara með hægri fótinn á undan. Þá segist hann hafa passað sig að ganga ekki undir stiga og svipast sérstaklega um eftir svörtum köttum. „Hjátrúin lifir að mörgu leyti góðu lífi, en akkúrat þessi trú á óheilladaginn föstudaginn þrettánda er nú bara eitthvað sem fólk hlær að.“ Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
„Þetta er náttúrlega alveg dæmalaus óhappadagur í alla staði. Sú trú er náttúrlega búin að vera ansi lengi og þetta er nú ekki íslensk hjátrú heldur er þetta eitthvað sem kemur frá enskumælandi löndum og fer þarna saman tvenns konar ótrú.“ Hjátrúin tengist annars vegar tölunni þrettán sem Símon segir vera mikla óhappatölu og rekur hann sögu tölunnar fjögur til fimm þúsund ár aftur í tímann. „Súmerarnir lögðu grunn að svona talnakerfi og alls konar útreikningum sem við styðjumst við enn þann dag í dag og þeir notuðu grunntöluna tólf því það var tala sem myndaði heild. Þannig að næsta tala, þrettán, varð þá stök og fyrir utan þessa heild. Hún var ekki með í hópnum og því talin hættuleg.“ Fyrir vikið segir Símon algengt að í gamla daga hefðu menn haldið sig í tólf manna hópum og foringinn hefði verið sá þrettándi. „Þetta gerði Kristur. Hann safnar að sér tólf postulum og er sjálfur sá þrettándi eða hinn staki og er með hóp með sér. Hann er heilagur náttúrlega og þá er hann í sjálfu sér líka hættulegur. Þannig þetta er svona grunnurinn að þessari ótrú á tölunni þrettán.“ Þá tengist hjátrúin hins vegar föstudeginum sem Símon segir að talinn sé hættulegur dagur. „Sko það er eiginlega svolítið kirkjunni að kenna þessi ótrú á föstudögum. Það er náttúrlega engin tilviljun að Kristur er krossfestur á föstudegi.“ Hann segir föstudag hafa verið dag ástar og gleði í heiðni en kristnin hafi snúið deginum upp í andhverfu sína. „Þetta verður þar af leiðandi hættulegur dagur og ýmislegt í kristni lendir ósjálfrátt eða sjálfrátt í föstudögum.“ Sjálfur segist hann hafa farið afar varlega fram úr rúminu í morgun og passað sig að fara með hægri fótinn á undan. Þá segist hann hafa passað sig að ganga ekki undir stiga og svipast sérstaklega um eftir svörtum köttum. „Hjátrúin lifir að mörgu leyti góðu lífi, en akkúrat þessi trú á óheilladaginn föstudaginn þrettánda er nú bara eitthvað sem fólk hlær að.“
Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent