Erfitt að geta ekki brosað til fólks Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 19:39 Gjörgæslan rúmar ekki fleiri sjúklinga og hefur verið brugðið á það ráð að senda sjúklinga til Akureyrar. Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson „Við erum að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Við þurfum að taka þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, ekki einn dag í einu. Þetta krefst útsjónarsemi og sveigjanleika, en við viljum náttúrulega allt fyrir alla gera þannig að við leysum þetta – en ekki án kostnaðrar starfsfólks,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans. Líkt og fram hefur komið er gjörgæslan yfirfull og senda hefur þurft sjúklinga, alvarlega veikt fólk, á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Sigrún segir að mönnunarvandi sé mikill en að allt kapp sé lagt á að gera hlutina eins vel og hægt er. Fréttastofa fékk að fylgjast með aðstæðum á gjörgæslunni í Fossvogi dag en þar lágu inni sex sjúklingar með covid-19. Sigrún segir það taka á bæði andlega og líkamlega að starfa á gjörgæslunni í aðstæðum sem þessum ekki síst þegar það þarf að vera í sérstökum sóttvarnagalla klukkutímunum saman.Fréttastofa fékk að líta inn á gjörgæsludeild Landspítala í dag líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Einangrað fyrir sjúklinga og starfsfólk „Það er bæði erfitt að vera í þessum galla, það tekur á, það er mjög heitt, maður tapar miklum vökva, maður kemur út mjög þyrstur og mjög þreyttur, þannig að líkamlega tekur þetta mjög mikið á. Andlega tekur þetta svakalega á. Maður getur ekki átt almennileg samskipti við fólk, maður er svo vanur að nota líkamstjáningu og andlitið, eins og að brosa framan í fólk. Allt í einu er maður búinn að vera að annast fólk sem hefur aldrei séð framan í mann. Maður getur ekki hleypt ættingjum í heimsókn og mér finnst það hræðilegt. Þetta verður svo einangrað. Þannig að þetta tekur á, andlega líka.“ Starfsfólk er klætt í hlífðarfatnað frá toppi til táar, með grímu, gleraugu og/eða hlífðarskjöld, með hanska og þarf að passa að snerta ekkert og má aldrei koma við grímuna eða maskann. Gríman er mun þéttari en þær bláu sem notaðar eru dagsdaglega þannig að fólki verður fljótt heitt, það verður erfitt að anda og gleraugun þokast þannig að það verður erfitt að sjá út um þau. Sigrún segir það þó ekki síður erfitt fyrir sjúklingana, sem bregður stundum við að sjá starfsfólk í hlífðargöllunum. „Fyrir bráðveikan sjúkling að sjá alla svona klædda í kringum sig getur verið mjög erfitt og óþægileg tilfinning.“Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson Eins og geimverur „Við erum búin að læra ýmsar leiðir fyrir samskipti og annað. En fyrir bráðveikan sjúkling að sjá alla svona klædda í kringum sig getur verið mjög erfitt og óþægileg tilfinning, að vera bara með fullt af geimverum í kringum sig í bláum galla sem er að reyna að kalla til manns á bakvið þennan maska. Það heyrist verr í manni, maður þarf að beita röddinni, maður þarf einhvern veginn að hrópa á fólk til þess að það heyri og ég held það taki á fyrir alla, starfsfólk sem og sjúklinga,“ segir hún og bætir við að sjúklingarnir líki starfsfólki stundum við geimverur þegar það er klætt í sóttvarnagallana. Hún segir einnig mörg dæmi um þrýstingsáverka eftir grímurnar, sem eru svo þéttar að fólk getur hreinlega ekki gert svipbrigði undir þeim. „Þannig er það bara eftir góða vakt, þá ertu marinn í andlitinu.“ Venst þetta einhvern tímann? „Nei og mig langar ekkert að láta þetta venjast. Við erum orðin ansi fær í þessu. Maður er orðinn ansi góður í að klæða sig fljótt og hlaupa inn en ég ætla ekkert að láta þetta venjast.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Líkt og fram hefur komið er gjörgæslan yfirfull og senda hefur þurft sjúklinga, alvarlega veikt fólk, á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Sigrún segir að mönnunarvandi sé mikill en að allt kapp sé lagt á að gera hlutina eins vel og hægt er. Fréttastofa fékk að fylgjast með aðstæðum á gjörgæslunni í Fossvogi dag en þar lágu inni sex sjúklingar með covid-19. Sigrún segir það taka á bæði andlega og líkamlega að starfa á gjörgæslunni í aðstæðum sem þessum ekki síst þegar það þarf að vera í sérstökum sóttvarnagalla klukkutímunum saman.Fréttastofa fékk að líta inn á gjörgæsludeild Landspítala í dag líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Einangrað fyrir sjúklinga og starfsfólk „Það er bæði erfitt að vera í þessum galla, það tekur á, það er mjög heitt, maður tapar miklum vökva, maður kemur út mjög þyrstur og mjög þreyttur, þannig að líkamlega tekur þetta mjög mikið á. Andlega tekur þetta svakalega á. Maður getur ekki átt almennileg samskipti við fólk, maður er svo vanur að nota líkamstjáningu og andlitið, eins og að brosa framan í fólk. Allt í einu er maður búinn að vera að annast fólk sem hefur aldrei séð framan í mann. Maður getur ekki hleypt ættingjum í heimsókn og mér finnst það hræðilegt. Þetta verður svo einangrað. Þannig að þetta tekur á, andlega líka.“ Starfsfólk er klætt í hlífðarfatnað frá toppi til táar, með grímu, gleraugu og/eða hlífðarskjöld, með hanska og þarf að passa að snerta ekkert og má aldrei koma við grímuna eða maskann. Gríman er mun þéttari en þær bláu sem notaðar eru dagsdaglega þannig að fólki verður fljótt heitt, það verður erfitt að anda og gleraugun þokast þannig að það verður erfitt að sjá út um þau. Sigrún segir það þó ekki síður erfitt fyrir sjúklingana, sem bregður stundum við að sjá starfsfólk í hlífðargöllunum. „Fyrir bráðveikan sjúkling að sjá alla svona klædda í kringum sig getur verið mjög erfitt og óþægileg tilfinning.“Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson Eins og geimverur „Við erum búin að læra ýmsar leiðir fyrir samskipti og annað. En fyrir bráðveikan sjúkling að sjá alla svona klædda í kringum sig getur verið mjög erfitt og óþægileg tilfinning, að vera bara með fullt af geimverum í kringum sig í bláum galla sem er að reyna að kalla til manns á bakvið þennan maska. Það heyrist verr í manni, maður þarf að beita röddinni, maður þarf einhvern veginn að hrópa á fólk til þess að það heyri og ég held það taki á fyrir alla, starfsfólk sem og sjúklinga,“ segir hún og bætir við að sjúklingarnir líki starfsfólki stundum við geimverur þegar það er klætt í sóttvarnagallana. Hún segir einnig mörg dæmi um þrýstingsáverka eftir grímurnar, sem eru svo þéttar að fólk getur hreinlega ekki gert svipbrigði undir þeim. „Þannig er það bara eftir góða vakt, þá ertu marinn í andlitinu.“ Venst þetta einhvern tímann? „Nei og mig langar ekkert að láta þetta venjast. Við erum orðin ansi fær í þessu. Maður er orðinn ansi góður í að klæða sig fljótt og hlaupa inn en ég ætla ekkert að láta þetta venjast.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira