Segir KSÍ hafa vitað af brotum leikmanna landsliðsins Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 19:51 Hanna segist hafa vitneskju um það að KSÍ hafi vitað af brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins. Samsett Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir KSÍ hafa vitað af nauðgun, heimilisofbeldi og fleiri brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hún segist hafa fengið miklar þakkir fyrir þá umræðu sem hún opnaði fyrr í dag. „Mér fannst þetta bara rangt og mér var misboðið. Ég hugsaði ókei ef enginn annar gerir þetta, þá geri ég þetta,“ segir Hanna í þættinum Reykjavík síðdegis. Hanna Björg hefur verið áberandi í fjölmiðlum í dag vegna pistils sem hún birti á Vísi í morgun. Þar sakaði hún Knattspyrnusamband Íslands um þöggun, gerendameðvirkni og kvenfyrirlitningu. „Ég var auðvitað ekki viðstödd nauðgunina. En þetta er náttúrlega þannig að annað hvort trúum við þolendum eða erum gerendameðvirk. Það er í rauninni bara þannig og auðvitað er umræddur þolandi ekki að skrökva,“ segir Hanna og á þar við frásögn ungrar konu sem segist hafa orðið fyrir nauðgun af tveimur þekktum mönnum sem sagðir eru vera landsliðsmenn. „Ég las þessa frásögn [...] og er búin að lesa fullt af frásögnum frá þolendum og auðvitað trúi ég þeim öllum og ég hugsaði bara „Nei þetta gengur ekki!“. Það gengur ekki að við blásum sólskini á gerendur í tíma og ótíma og þolendur sitji uppi með það að þurfa fylgjast með gerendum sínum vera dýrkaðir og dáðir í samfélaginu ofan í ofbeldið.“ Hanna segist óviss um hvernig KSÍ eigi að bregðast við en segir þörf á því að grípa í taumana. „Það er bara eitthvað skrítið í gangi þarna í KSÍ eins og ég segi í greininni. Þetta loðir við fótboltann þessi kvenfyrirlitning. Þeir eru með fínar jafnréttisáætlanir og jafnréttisstefnu en ég sé ekki að þeim gangi neitt rosalega vel með jafnréttismálin sín.“ Hanna segist hafa vitneskju um það að KSÍ hafi vitað af nauðguninni sem um ræðir. „Og ég veit líka að KSÍ vissi um heimilisofbeldi sem annar landsliðsmaður beitti og fleiri brot.“ „Ef að KSÍ lætur eins og þetta mál hafi ekki gerst og það sé bara allt í himnalagi, sko ég veit ekki alveg hvað gerist, en ég held bara að stjórnmálin munu taka þetta upp og þetta muni hafa miklar afleiðingar. Ég ætla að segja það hér og nú.“ Hanna segist hafa fengið mikil og jákvæð viðbrögð í dag. „Það rignir yfir mig þökkum frá fólki sem segir að þetta hafi verið löngu orðið tímabært.“ KSÍ Kynferðisofbeldi Reykjavík síðdegis Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gagnrýnir KSÍ vegna frásagnar af hópnauðgun landsliðsmanna Forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og framhaldsskólakennari segist hafa heyrt fjölda frásagna af landsliðsmönnum í knattspyrnu sem séu sagðir beita konur ofbeldi. Bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Knattspyrnusamband Íslands bregðist ekki við. 13. ágúst 2021 14:06 Um KSÍ og kvenfyrirlitningu Óhætt er að fullyrða að knattspyrna sé vinsælasta íþrótt heims. Fólk sem hefur í raun engan áhuga á íþróttum á sér uppáhaldslið og fylgist spennt með mótum. Á sama tíma hefur spilling og ákveðið siðleysi fylgt íþróttinni, a.m.k undanfarna áratugi. Vafalaust tengist það þeirri staðreynd að vinsældunum fylgja miklir fjármunir. 13. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Mér fannst þetta bara rangt og mér var misboðið. Ég hugsaði ókei ef enginn annar gerir þetta, þá geri ég þetta,“ segir Hanna í þættinum Reykjavík síðdegis. Hanna Björg hefur verið áberandi í fjölmiðlum í dag vegna pistils sem hún birti á Vísi í morgun. Þar sakaði hún Knattspyrnusamband Íslands um þöggun, gerendameðvirkni og kvenfyrirlitningu. „Ég var auðvitað ekki viðstödd nauðgunina. En þetta er náttúrlega þannig að annað hvort trúum við þolendum eða erum gerendameðvirk. Það er í rauninni bara þannig og auðvitað er umræddur þolandi ekki að skrökva,“ segir Hanna og á þar við frásögn ungrar konu sem segist hafa orðið fyrir nauðgun af tveimur þekktum mönnum sem sagðir eru vera landsliðsmenn. „Ég las þessa frásögn [...] og er búin að lesa fullt af frásögnum frá þolendum og auðvitað trúi ég þeim öllum og ég hugsaði bara „Nei þetta gengur ekki!“. Það gengur ekki að við blásum sólskini á gerendur í tíma og ótíma og þolendur sitji uppi með það að þurfa fylgjast með gerendum sínum vera dýrkaðir og dáðir í samfélaginu ofan í ofbeldið.“ Hanna segist óviss um hvernig KSÍ eigi að bregðast við en segir þörf á því að grípa í taumana. „Það er bara eitthvað skrítið í gangi þarna í KSÍ eins og ég segi í greininni. Þetta loðir við fótboltann þessi kvenfyrirlitning. Þeir eru með fínar jafnréttisáætlanir og jafnréttisstefnu en ég sé ekki að þeim gangi neitt rosalega vel með jafnréttismálin sín.“ Hanna segist hafa vitneskju um það að KSÍ hafi vitað af nauðguninni sem um ræðir. „Og ég veit líka að KSÍ vissi um heimilisofbeldi sem annar landsliðsmaður beitti og fleiri brot.“ „Ef að KSÍ lætur eins og þetta mál hafi ekki gerst og það sé bara allt í himnalagi, sko ég veit ekki alveg hvað gerist, en ég held bara að stjórnmálin munu taka þetta upp og þetta muni hafa miklar afleiðingar. Ég ætla að segja það hér og nú.“ Hanna segist hafa fengið mikil og jákvæð viðbrögð í dag. „Það rignir yfir mig þökkum frá fólki sem segir að þetta hafi verið löngu orðið tímabært.“
KSÍ Kynferðisofbeldi Reykjavík síðdegis Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gagnrýnir KSÍ vegna frásagnar af hópnauðgun landsliðsmanna Forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og framhaldsskólakennari segist hafa heyrt fjölda frásagna af landsliðsmönnum í knattspyrnu sem séu sagðir beita konur ofbeldi. Bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Knattspyrnusamband Íslands bregðist ekki við. 13. ágúst 2021 14:06 Um KSÍ og kvenfyrirlitningu Óhætt er að fullyrða að knattspyrna sé vinsælasta íþrótt heims. Fólk sem hefur í raun engan áhuga á íþróttum á sér uppáhaldslið og fylgist spennt með mótum. Á sama tíma hefur spilling og ákveðið siðleysi fylgt íþróttinni, a.m.k undanfarna áratugi. Vafalaust tengist það þeirri staðreynd að vinsældunum fylgja miklir fjármunir. 13. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Gagnrýnir KSÍ vegna frásagnar af hópnauðgun landsliðsmanna Forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og framhaldsskólakennari segist hafa heyrt fjölda frásagna af landsliðsmönnum í knattspyrnu sem séu sagðir beita konur ofbeldi. Bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Knattspyrnusamband Íslands bregðist ekki við. 13. ágúst 2021 14:06
Um KSÍ og kvenfyrirlitningu Óhætt er að fullyrða að knattspyrna sé vinsælasta íþrótt heims. Fólk sem hefur í raun engan áhuga á íþróttum á sér uppáhaldslið og fylgist spennt með mótum. Á sama tíma hefur spilling og ákveðið siðleysi fylgt íþróttinni, a.m.k undanfarna áratugi. Vafalaust tengist það þeirri staðreynd að vinsældunum fylgja miklir fjármunir. 13. ágúst 2021 11:01