Orðinn 98 ára en leggur enn stund á fræðin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 20:01 Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, fagnaði 98. afmælisdeginum hátíðlega í grasagarðinum í Laugardal í dag. Vísir/Sigurjón Páll Bergþórsson veðurfræðingur varð 98 ára gamall í dag. Þrátt fyrir háan aldur dundar hann sér enn við fræðin og segir tíma til kominn að gripið verði til loftslagsaðgerða. Jæja Páll, nú ertu orðinn 98 ára. Hvernig er tilfinningin? „Hún er alveg ljómandi góð, heilsan er dálítið misjöfn en hún er með besta móti núna,“ sagði Páll þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Páll fagnaði hátíðlega með fjölskyldu og vinum í grasagarðinum í Laugardal í dag en hann vakti mikla athygli fyrir þremur árum síðan þegar hann hélt upp á 95 ára afmælið með að fara í fallhlífastökk. Hann hefur þó ekki endurtekið leikinn síðan. „Ég hef nú ekki gert það. Það er ólíklegt að ég geti gert þetta á fegurri eða merkilegri hátt heldur en þá eftir því sem aldurinn færist yfir mann,“ segir Páll og hlær. Hann segir erfðir og ætterni hafa haft mikil áhrif á háan aldur. „Það er fyrst og fremst ættin held ég, erfðirnar, þær skipta lang mestu máli. Svo er það náttúrulega meðferðin á líkamanum, ég hef ekki unnið neina erfiðisvinnu. Ég hef nú ekki fengist neitt við áfengi og ekki við reyk. Það hjálpar nú dálítið til,“ segir Páll. Páll starfaði lengi vel sem veðurstofustjóri og leggur enn stund á fræðin. „Oftast er ég nú eitthvað að dunda við fræði þó ég hafi enga hæfileika nú orðið að minnsta kosti til þess en ég er mikið að dunda við veðurfræðina,“ segir hann. Fjölskylda Páls fagnaði afmælisdeginum með honum.Vísir/Sigurjón Hann segir tíma til kominn að gripið verði til aðgerða vegna loftslagsbreytinga. „Það er kominn sá tími núna að maðurinn er farinn að hafa afgerandi áhrif á það hvernig loftslagið breytist. Hann hafði það ekki lengi vel en hefur gert það núna síðustu áratugi og það er alveg stórhættulegt hvað hann er að gera,“ segir Páll. „Hann er farinn að hita loftslagið þannig að skógarnir eru farnir að brenna hér og þar og annað slíkt. Það verður að fara að taka fram fyrir hendurnar á fólkinu með þetta. Mér finnst að það sé ekki nægur skilningur á þessu að það er orðin breyting á áhrifum mannsins á veðrið. Það er það sem skiptir svo miklu máli núna.“ Loftslagsmál Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Birta og Króli eiga von á dreng Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Jæja Páll, nú ertu orðinn 98 ára. Hvernig er tilfinningin? „Hún er alveg ljómandi góð, heilsan er dálítið misjöfn en hún er með besta móti núna,“ sagði Páll þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Páll fagnaði hátíðlega með fjölskyldu og vinum í grasagarðinum í Laugardal í dag en hann vakti mikla athygli fyrir þremur árum síðan þegar hann hélt upp á 95 ára afmælið með að fara í fallhlífastökk. Hann hefur þó ekki endurtekið leikinn síðan. „Ég hef nú ekki gert það. Það er ólíklegt að ég geti gert þetta á fegurri eða merkilegri hátt heldur en þá eftir því sem aldurinn færist yfir mann,“ segir Páll og hlær. Hann segir erfðir og ætterni hafa haft mikil áhrif á háan aldur. „Það er fyrst og fremst ættin held ég, erfðirnar, þær skipta lang mestu máli. Svo er það náttúrulega meðferðin á líkamanum, ég hef ekki unnið neina erfiðisvinnu. Ég hef nú ekki fengist neitt við áfengi og ekki við reyk. Það hjálpar nú dálítið til,“ segir Páll. Páll starfaði lengi vel sem veðurstofustjóri og leggur enn stund á fræðin. „Oftast er ég nú eitthvað að dunda við fræði þó ég hafi enga hæfileika nú orðið að minnsta kosti til þess en ég er mikið að dunda við veðurfræðina,“ segir hann. Fjölskylda Páls fagnaði afmælisdeginum með honum.Vísir/Sigurjón Hann segir tíma til kominn að gripið verði til aðgerða vegna loftslagsbreytinga. „Það er kominn sá tími núna að maðurinn er farinn að hafa afgerandi áhrif á það hvernig loftslagið breytist. Hann hafði það ekki lengi vel en hefur gert það núna síðustu áratugi og það er alveg stórhættulegt hvað hann er að gera,“ segir Páll. „Hann er farinn að hita loftslagið þannig að skógarnir eru farnir að brenna hér og þar og annað slíkt. Það verður að fara að taka fram fyrir hendurnar á fólkinu með þetta. Mér finnst að það sé ekki nægur skilningur á þessu að það er orðin breyting á áhrifum mannsins á veðrið. Það er það sem skiptir svo miklu máli núna.“
Loftslagsmál Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Birta og Króli eiga von á dreng Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira