Um KSÍ og kvenfyrirlitningu Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 11:01 Óhætt er að fullyrða að knattspyrna sé vinsælasta íþrótt heims. Fólk sem hefur í raun engan áhuga á íþróttum á sér uppáhaldslið og fylgist spennt með mótum. Á sama tíma hefur spilling og ákveðið siðleysi fylgt íþróttinni, a.m.k undanfarna áratugi. Vafalaust tengist það þeirri staðreynd að vinsældunum fylgja miklir fjármunir. Skemmst er að minnast þess að FIFA (Alþjóða knattspyrnusambandið) var kallað ,,skipulögð glæpasamtök” af bandarískum stjórnvöldum (heimild: Vera Illugadóttir, 2018, Í ljósi sögunnar) vegna yfirgengilegrar spillingar. Þá hefur vændi (þar með talið mansal) verið hluti af skipulagi stórmóta. Áhugavert, en jafnframt sorglegt, er að rifja upp þegar forysta KSÍ hafnaði beiðni feminísks hóps þess efnis að taka opinbera afstöðu gegn mansali árið 2006 í tengslum við heimsmeistaramót. Forystumenn í KSÍ voru staðnir að því að nota greiðslukort sambandsins á nektarstað um árið og barátta fótboltakvenna fyrir jafnri stöðu virðist endalaus. Þá er þekkt kvenfyrirlitningin sem tíðkast í búningsklefum karlaboltans. Dómarar í karladeild fá helmingi hærri laun en starfssystkin þeirra í kvennadeild. Ofangreint er þó ekki umfjöllunarefni þessa pistils, þó svo að það sé vissulega bakgrunnurinn. Fyrir nokkru steig ung kona fram og sagði frá hópnauðgun sem hún varð fyrir árið 2010. Lýsingin á ofbeldinu er hroðaleg og glæpurinn varðar við margra ára fangelsi. Það hafði þó ekki meiri áhrif á gerendurna (landsliðsmennina) en svo að þeir gerðu grín að nauðguninni daginn eftir. Forherðingin algjör. Í frásögninni kemur fram hvaða afleiðingar þessi unga kona hefur þurft að burðast með. Lýsingin er þyngri en tárum taki. Þolandanum var eindregið ráðlagt að kæra ekki, við ofurefli væri að etja. Fleiri frásagnir eru um landsliðsmenn sem eru sagðir beita konur ofbeldi – bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Þetta virðist ekki hafa haft nein áhrif á velgengni þessara manna. Þeim er hampað og njóta mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar. Þöggunin er alger, og KSÍ ber vitaskuld ábyrgð á henni. Nú er KSÍ leiðandi afl í íslensku íþróttalífi. Fram til þessa hefur sambandinu ekki tekist að vera afgerandi í jafnréttismálum né náð miklum árangri, þó svo að heimasíða þeirra skarti fínni jafnréttisstefnu og -áætlun. Uppeldishlutverk KSÍ er stórt og mikið. Börn, ungmenni og fullorðið fólk líta upp til þeirra leikmanna sem vel gengur og þeir eru dýrkaðir og dáðir. Þau sem lengst ná eru fyrirmyndir þúsunda, það er mikil ábyrgð. Spurningin sem á svo mörgum brennur er þessi: Ætlar KSÍ að halda áfram að þagga niður ofbeldi sem gerendur á þeirra vegum hafa beitt? Að vera gerendameðvirk og fórna stúlkum og konum á altari keppniskarla? Er það afstaða sem hreyfingin vill standa fyrir? Í þessu samhengi er KSÍ tvær leiðir færar, annars vegar að halda áfram að senda þau skýru skilaboð til stráka og karla að þeir geti beitt konur miskunarlausu ofbeldi, án þess að það hafi nokkur áhrif á velgengni þeirra og því síður að þeir þurfi að axla ábyrgð á gerðum sínum. Skilaboðin til stúlkna og kvenna frá KSÍ eru að þær þurfi að sætta sig við ofbeldið af hálfu karla og þegja yfir því, annars verði þær sakaðar um lygi. Að ofbeldismenning sé sjálfsögð og eðlileg. Að mikilvægi karla sé óumdeilanlega meira en kvenna. Hin leiðin fyrir KSÍ er að verða hluti af lausninni, að rjúfa vítahring ofbeldis, þöggunar og kvenfyrirlitningar. Taka skýra afstöðu með þolendum, jafnrétti og réttlætinu. Þögnin er ekki hlutlaus – heldur afstaða með ríkjandi ástandi. Ég óska KSÍ þess að þar láti fólk ekki kappið og gerendameðvirknina bera siðferðið ofurliði. Ég óska þess að KSÍ taki af skarið af styrk, hugrekki og samfélagslegri ábyrgð - fyrir okkur öll og fyrir framtíðina. Höfundur er framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar KÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Jafnréttismál Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að knattspyrna sé vinsælasta íþrótt heims. Fólk sem hefur í raun engan áhuga á íþróttum á sér uppáhaldslið og fylgist spennt með mótum. Á sama tíma hefur spilling og ákveðið siðleysi fylgt íþróttinni, a.m.k undanfarna áratugi. Vafalaust tengist það þeirri staðreynd að vinsældunum fylgja miklir fjármunir. Skemmst er að minnast þess að FIFA (Alþjóða knattspyrnusambandið) var kallað ,,skipulögð glæpasamtök” af bandarískum stjórnvöldum (heimild: Vera Illugadóttir, 2018, Í ljósi sögunnar) vegna yfirgengilegrar spillingar. Þá hefur vændi (þar með talið mansal) verið hluti af skipulagi stórmóta. Áhugavert, en jafnframt sorglegt, er að rifja upp þegar forysta KSÍ hafnaði beiðni feminísks hóps þess efnis að taka opinbera afstöðu gegn mansali árið 2006 í tengslum við heimsmeistaramót. Forystumenn í KSÍ voru staðnir að því að nota greiðslukort sambandsins á nektarstað um árið og barátta fótboltakvenna fyrir jafnri stöðu virðist endalaus. Þá er þekkt kvenfyrirlitningin sem tíðkast í búningsklefum karlaboltans. Dómarar í karladeild fá helmingi hærri laun en starfssystkin þeirra í kvennadeild. Ofangreint er þó ekki umfjöllunarefni þessa pistils, þó svo að það sé vissulega bakgrunnurinn. Fyrir nokkru steig ung kona fram og sagði frá hópnauðgun sem hún varð fyrir árið 2010. Lýsingin á ofbeldinu er hroðaleg og glæpurinn varðar við margra ára fangelsi. Það hafði þó ekki meiri áhrif á gerendurna (landsliðsmennina) en svo að þeir gerðu grín að nauðguninni daginn eftir. Forherðingin algjör. Í frásögninni kemur fram hvaða afleiðingar þessi unga kona hefur þurft að burðast með. Lýsingin er þyngri en tárum taki. Þolandanum var eindregið ráðlagt að kæra ekki, við ofurefli væri að etja. Fleiri frásagnir eru um landsliðsmenn sem eru sagðir beita konur ofbeldi – bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Þetta virðist ekki hafa haft nein áhrif á velgengni þessara manna. Þeim er hampað og njóta mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar. Þöggunin er alger, og KSÍ ber vitaskuld ábyrgð á henni. Nú er KSÍ leiðandi afl í íslensku íþróttalífi. Fram til þessa hefur sambandinu ekki tekist að vera afgerandi í jafnréttismálum né náð miklum árangri, þó svo að heimasíða þeirra skarti fínni jafnréttisstefnu og -áætlun. Uppeldishlutverk KSÍ er stórt og mikið. Börn, ungmenni og fullorðið fólk líta upp til þeirra leikmanna sem vel gengur og þeir eru dýrkaðir og dáðir. Þau sem lengst ná eru fyrirmyndir þúsunda, það er mikil ábyrgð. Spurningin sem á svo mörgum brennur er þessi: Ætlar KSÍ að halda áfram að þagga niður ofbeldi sem gerendur á þeirra vegum hafa beitt? Að vera gerendameðvirk og fórna stúlkum og konum á altari keppniskarla? Er það afstaða sem hreyfingin vill standa fyrir? Í þessu samhengi er KSÍ tvær leiðir færar, annars vegar að halda áfram að senda þau skýru skilaboð til stráka og karla að þeir geti beitt konur miskunarlausu ofbeldi, án þess að það hafi nokkur áhrif á velgengni þeirra og því síður að þeir þurfi að axla ábyrgð á gerðum sínum. Skilaboðin til stúlkna og kvenna frá KSÍ eru að þær þurfi að sætta sig við ofbeldið af hálfu karla og þegja yfir því, annars verði þær sakaðar um lygi. Að ofbeldismenning sé sjálfsögð og eðlileg. Að mikilvægi karla sé óumdeilanlega meira en kvenna. Hin leiðin fyrir KSÍ er að verða hluti af lausninni, að rjúfa vítahring ofbeldis, þöggunar og kvenfyrirlitningar. Taka skýra afstöðu með þolendum, jafnrétti og réttlætinu. Þögnin er ekki hlutlaus – heldur afstaða með ríkjandi ástandi. Ég óska KSÍ þess að þar láti fólk ekki kappið og gerendameðvirknina bera siðferðið ofurliði. Ég óska þess að KSÍ taki af skarið af styrk, hugrekki og samfélagslegri ábyrgð - fyrir okkur öll og fyrir framtíðina. Höfundur er framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar KÍ.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar