Bæjarar í brasi: Unnu ekki leik á undirbúningstímabilinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2021 15:30 Nagelsmann á hliðarlínunni gegn Napoli. vísir/Getty Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa verið í ákveðnu brasi á undirbúnings-tímabilinu. Liðið hefur ekki unnið leik það sem af er sumri, þrjú töp og eitt jafntefli í fjórum leikjum er niðurstaðan. Julian Nagelsmann, hið 34 ára gamla undrabarn, tók við stjórnartaumum Bæjara að loknu síðasta tímabili. Nagelsmann er talinn einn allra efnilegasti þjálfarinn í bransanum og það var reiknað með að hann myndi lyfta Bayern á enn hærri stall. Nagelsmann er þekktur fyrir hugmyndafræði sína en hann hugsar töluvert út fyrir kassann. Hann vill spila ákveðna tegund af fótbolta og það getur tekið töluverðan tíma að innleiða slíka hugmyndafræði hjá nýju liði. Þá er það ekki að hjálpa honum – né Bayern – að leikmenn eru enn að skila sér úr sumarfríi en fjölmargir leikmenn liðsins tóku þátt á EM eða Ólympíuleikunum í sumar. Bayern hefur sótt þrjá leikmenn – Omar Richards, Dayot Upamecano og Sven Ulreich – fyrir komandi tímabil. Það er ekki talin nægilega mikil styrking þar sem liðið missti David Alaba, Jerome Boateng og Javi Martinez. Ekki nóg með það heldur verður liðið eflaust án Joshua Kimmich, Alphonso Davies og Thomas Muller þegar deildin fer af stað. Þeir fengu lengra sumarfrí en aðrir leikmenn liðsins og eru ekki komnir í nægilega gott líkamlegt ásigkomulag til að spila gegn Gladbach annað kvöld. Bayern lék fjóra leiki á undirbúningstímabilinu, þrír af þeim töpuðust og einn endaði með jafntefli. Bayern 2-3 FC Köln Bayern 0-2 Borssia Mönchengladbach Bayern 0-3 Napoli Bayern 2-2 Ajax Bayern Munich return to Bundesliga action tomorrow, but is their title defence at risk of a shaky start? They have been winless in pre-season, after losing big name stars including David Alaba and Jerome Boateng. #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2021 Þýska úrvalsdeildin fer af stað á morgun þegar Bayern heimsækir Gladbach og strax eru orðrómar komnir á kreik um að liðið gæti lent í vandræðum. Til að auka á vandræði Nagelsmann þá kom hann upp í gegnum unglingastarf 1860 München á sínum tíma. Um er að ræða erkifjendur Bayern og því eru ekki allir á eitt sáttir með ráðninguna. Það er ljóst að pressan á Nagelsmann er strax orðin mikil og ef úrslitin falla ekki fyrir hann í upphafi gæti hann átt erfitt með að sannfæra stjórnarmenn Bæjara um að hann sé rétti maðurinn í starfið. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Sjá meira
Julian Nagelsmann, hið 34 ára gamla undrabarn, tók við stjórnartaumum Bæjara að loknu síðasta tímabili. Nagelsmann er talinn einn allra efnilegasti þjálfarinn í bransanum og það var reiknað með að hann myndi lyfta Bayern á enn hærri stall. Nagelsmann er þekktur fyrir hugmyndafræði sína en hann hugsar töluvert út fyrir kassann. Hann vill spila ákveðna tegund af fótbolta og það getur tekið töluverðan tíma að innleiða slíka hugmyndafræði hjá nýju liði. Þá er það ekki að hjálpa honum – né Bayern – að leikmenn eru enn að skila sér úr sumarfríi en fjölmargir leikmenn liðsins tóku þátt á EM eða Ólympíuleikunum í sumar. Bayern hefur sótt þrjá leikmenn – Omar Richards, Dayot Upamecano og Sven Ulreich – fyrir komandi tímabil. Það er ekki talin nægilega mikil styrking þar sem liðið missti David Alaba, Jerome Boateng og Javi Martinez. Ekki nóg með það heldur verður liðið eflaust án Joshua Kimmich, Alphonso Davies og Thomas Muller þegar deildin fer af stað. Þeir fengu lengra sumarfrí en aðrir leikmenn liðsins og eru ekki komnir í nægilega gott líkamlegt ásigkomulag til að spila gegn Gladbach annað kvöld. Bayern lék fjóra leiki á undirbúningstímabilinu, þrír af þeim töpuðust og einn endaði með jafntefli. Bayern 2-3 FC Köln Bayern 0-2 Borssia Mönchengladbach Bayern 0-3 Napoli Bayern 2-2 Ajax Bayern Munich return to Bundesliga action tomorrow, but is their title defence at risk of a shaky start? They have been winless in pre-season, after losing big name stars including David Alaba and Jerome Boateng. #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2021 Þýska úrvalsdeildin fer af stað á morgun þegar Bayern heimsækir Gladbach og strax eru orðrómar komnir á kreik um að liðið gæti lent í vandræðum. Til að auka á vandræði Nagelsmann þá kom hann upp í gegnum unglingastarf 1860 München á sínum tíma. Um er að ræða erkifjendur Bayern og því eru ekki allir á eitt sáttir með ráðninguna. Það er ljóst að pressan á Nagelsmann er strax orðin mikil og ef úrslitin falla ekki fyrir hann í upphafi gæti hann átt erfitt með að sannfæra stjórnarmenn Bæjara um að hann sé rétti maðurinn í starfið.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Sjá meira