Frítt fyrir börnin Arna Þórdís Árnadóttir skrifar 12. ágúst 2021 14:01 Af hverju þykir það eðlilegt að sum börn geti stundað allar þær tómstundir sem þau vilja en önnur ekki? Væri það ekki eðlilegt að við sem samfélag myndum líta svo á að öll börn gætu stundað allar þær tómstundir sem þau vilja? Staðreyndin er sú að það eru mjög margir foreldrar sem standa frammi fyrir því að geta einungis leyft barninu sínu eina tómstund (ef það) með hjálp frístundastyrksins. Því miður veit ég líka um marga foreldra sem geta ekki einu sinni nýtt frístundastyrkinn í þetta því styrkinn þurfa þau að nota til að geta sent börnin sín á frístundaheimili eftir skóla. Svo eru sveitarfélög sem bjóða ekki einu sinni upp á frístundastyrk. Alla foreldra dreymir um að geta leyft börnunum sínum að fara í tónlistarskóla, á myndlistar- og leiklistarnámskeið, íþróttir og allt sem hugur þeirra leitar til. Hinsvegar þarf ég, eins og mjög margir foreldrar,að velja. Margar af tómstundunum hafa líka aukinn kostnað sem ætlast er til að foreldrar leggi út fyrir. Sums staðar þarf að kaupa dýra búninga, eða búnað sem þarf. Þar að auki þarf oft að borga gífurlegar fjárhæðir í keppnisgjöld því það eru jafnvel mót um hverja einustu helgi sem öll kosta eitthvað. Og í hvað fara þessar fjárhæðir? Fara þær inn í tómstundir barnanna okkar? Íþróttafélögin eru mörg rekin á þeim hagnaði sem yngstu flokkarnir koma með inn í félagið. Mót, keppnir og allskonar fjáraflanir sem eru rekin á yngstu stigum fara beint í að halda uppi efstu flokkunum. Ég set stórt spurningarmerki við það. Ég myndi öllu heldur vilja að það yrði skoðað að verðlauna þá sem ná lengra á annan hátt en á kostnað þeirra sem yngri eru. Ég óska þess að við hættum alfarið að líta á börn sem tekjulind. Börn eru augljóslega fólk án tekna og ættu því ekki að þurfa að borga fyrir neina þjónustu yfirhöfuð. Frístundaheimili, tómstundir, íþróttir og fleira ætti allt að vera gjaldfrjálst. Alveg eins og læknaog tannlæknaþjónusta, sálfræðiþjónusta og önnur nauðsynleg grunnþjónusta. Börn eru tekjulaus, látum ekki laun foreldra þeirra standa í vegi fyrir að þau blómstri á allan þann hátt sem þau vilja. Fyrir þau ykkar sem viljið nota þau rök að börn þurfi einhverntíman að læra að hlutir kosta skal ég fullvissa um að lærdómurinn er víða annars staðar. Í fríum með foreldrum, í húsnæði og bílakosti, í fatnaði, leikföngum og svo framvegis. Það er af nógu að taka. Leyfum börnum að vera börn. Sósíalistaflokkur Íslands hefur á stefnuskrá sinni að börnum og ungmennum séu tryggðar gjaldfrjálsar tómstundir. Ég vil því hvetja alla sem eru sammála mér að kjósa x-J í alþingiskosningunum 25. september næstkomandi. Höfundur er sósíalískur femínisti og vermir 4. sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Af hverju þykir það eðlilegt að sum börn geti stundað allar þær tómstundir sem þau vilja en önnur ekki? Væri það ekki eðlilegt að við sem samfélag myndum líta svo á að öll börn gætu stundað allar þær tómstundir sem þau vilja? Staðreyndin er sú að það eru mjög margir foreldrar sem standa frammi fyrir því að geta einungis leyft barninu sínu eina tómstund (ef það) með hjálp frístundastyrksins. Því miður veit ég líka um marga foreldra sem geta ekki einu sinni nýtt frístundastyrkinn í þetta því styrkinn þurfa þau að nota til að geta sent börnin sín á frístundaheimili eftir skóla. Svo eru sveitarfélög sem bjóða ekki einu sinni upp á frístundastyrk. Alla foreldra dreymir um að geta leyft börnunum sínum að fara í tónlistarskóla, á myndlistar- og leiklistarnámskeið, íþróttir og allt sem hugur þeirra leitar til. Hinsvegar þarf ég, eins og mjög margir foreldrar,að velja. Margar af tómstundunum hafa líka aukinn kostnað sem ætlast er til að foreldrar leggi út fyrir. Sums staðar þarf að kaupa dýra búninga, eða búnað sem þarf. Þar að auki þarf oft að borga gífurlegar fjárhæðir í keppnisgjöld því það eru jafnvel mót um hverja einustu helgi sem öll kosta eitthvað. Og í hvað fara þessar fjárhæðir? Fara þær inn í tómstundir barnanna okkar? Íþróttafélögin eru mörg rekin á þeim hagnaði sem yngstu flokkarnir koma með inn í félagið. Mót, keppnir og allskonar fjáraflanir sem eru rekin á yngstu stigum fara beint í að halda uppi efstu flokkunum. Ég set stórt spurningarmerki við það. Ég myndi öllu heldur vilja að það yrði skoðað að verðlauna þá sem ná lengra á annan hátt en á kostnað þeirra sem yngri eru. Ég óska þess að við hættum alfarið að líta á börn sem tekjulind. Börn eru augljóslega fólk án tekna og ættu því ekki að þurfa að borga fyrir neina þjónustu yfirhöfuð. Frístundaheimili, tómstundir, íþróttir og fleira ætti allt að vera gjaldfrjálst. Alveg eins og læknaog tannlæknaþjónusta, sálfræðiþjónusta og önnur nauðsynleg grunnþjónusta. Börn eru tekjulaus, látum ekki laun foreldra þeirra standa í vegi fyrir að þau blómstri á allan þann hátt sem þau vilja. Fyrir þau ykkar sem viljið nota þau rök að börn þurfi einhverntíman að læra að hlutir kosta skal ég fullvissa um að lærdómurinn er víða annars staðar. Í fríum með foreldrum, í húsnæði og bílakosti, í fatnaði, leikföngum og svo framvegis. Það er af nógu að taka. Leyfum börnum að vera börn. Sósíalistaflokkur Íslands hefur á stefnuskrá sinni að börnum og ungmennum séu tryggðar gjaldfrjálsar tómstundir. Ég vil því hvetja alla sem eru sammála mér að kjósa x-J í alþingiskosningunum 25. september næstkomandi. Höfundur er sósíalískur femínisti og vermir 4. sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar