Bandaríkjamenn hafa hingað borgað miklu hærri bónusa til íþróttafólks sem vinnur verðlaun á Ólympíuleikum en til þeirra sem vinna samskonar verðlaun á Ólympíumóti fatlaðra.
Slíkt ójafnrétti heyrir nú sögunni til eftir ákvörðun bandarísku Ólympíunefndarinnar árið 2018.
Ólympíumót fatlaða í Tókýó verða því fyrstu leikarnir þar sem fatlaðir fá jafnháar bónusgreiðslur fyrir gull, silfur og brons og ófatlaðir á Ólympíuleikunum.
Gullverðlaunhafar munu fá 37.500 dollara í sinn hlut, silfurverðlaunahafar 22.500 dollara og bronsfólkið fær fimmtán þúsund dollara.
Í íslenskum krónum eru þetta 4,7 milljónir fyrir gull, 2,8 milljónir fyrir silfur og 1,9 milljónir fyrir brons.
Þetta er mikið stökk eins og sést á grein á netsíðunni wral.com.
Fyrir þessa breytingu fengu fatlaðir 7500 dollara fyrir gull, 5250 dollara fyrir silfur og 3750 dollara fyrir brons. Í íslenskum krónum eru þetta 949 þúsund krónur fyrir gull, 664 þúsund krónur fyrir silfur og 474 þúsund krónur fyrir brons.