Hafa selt 13 þúsund miða fyrir leikinn við Breiðablik Valur Páll Eiríksson skrifar 11. ágúst 2021 23:31 Úr fyrri leik liðanna í síðustu viku. Vísir/Hafliði Skoska liðið Aberdeen býst við fleiri áhorfendum en sést hafa í langan tíma á Pittodrie-vellinum er Breiðablik kemur í heimsókn annað kvöld. Liðin eigast við í síðari leik einvígis síns í þriðju umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu en Aberdeen leiðir einvígið 3-2. Skosk stjórnvöld afléttu flestum takmörkunum sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins síðustu misseri á mánudaginn var. Þar á meðal eru fjöldatakmarkanir á íþróttaviðburðum. Pittodrie tekur um 20 þúsund manns í sæti en Aberdeen er heimilt að selja 18 þúsund miða fyrir leikinn á morgun. Til samanburðar voru aðeins fimm þúsund áhorfendur á leik Aberdeen við Häcken frá Svíþjóð í annarri umferðinni. With just under 24 hours to go we are now anticipating a crowd of 15,000 for tomorrow night's match.There is still time to be part of it #StandFree— Aberdeen FC (@AberdeenFC) August 11, 2021 Engir aðdáendur Blika eru leyfðir á leiknum, frekar en á öðrum Evrópuleikjum, vegna reglna Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Fimm þúsund miðar eru því lausir á leikinn en búist ef við 15 þúsund manns á leikinn samkvæmt tilkynningu frá Aberdeen þar sem auglýstir voru lausir miðar. Stephen Glass, stjóri Aberdeen, gleðst yfir því að fá svo mikinn fjölda stuðningsmanna á völlinn á ný. Hann býst við hörkuleik og segir Blika varhugaverðan andstæðing. „Þeir eru með tæknilega góða leikmenn svo það er mikilvægt að stjórna leiknum og nýta okkar styrkleika til að vinna leikinn. Ef við liggjum til baka og reynum að gera jafntefli getum við lent í vandræðum.“ Aberdeen vann fyrri leik liðanna 3-2 á Laugardalsvelli síðasta fimmtudag. Tvö hornamörk snemma leiks kom þeim skosku 2-0 yfir áður en Blikar jöfnuðu 2-2 fyrir hlé. Aberdeen skoraði þá snemma í síðari hálfleik til að vinna leikinn. Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði það hafa komið sér á óvart hversu slakt liðið hafi verið. „Þeir gerðu enga tilraun til að spila fótbolta og eyddu meiri tíma í að tefja heldur en að senda boltann á milli sín,“ sagði Óskar eftir leikinn í síðustu viku. „Ég hélt ekki að þeir væru svona lélegir. Ég hélt að þeir kæmu til að spila fótbolta. Þeir bara gerðu enga tilraun til þess og það kom mér á óvart. Að því sögðu þá eru þeir stórir og snöggir og hættulegir í loftinu en það er líka lærdómur fyrir okkur að verjast stærri og sterkari mönnum en við erum vanir.“ Breiðablik sækir Aberdeen heim annað kvöld og verður leikur liðanna sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 18:35. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Skosk stjórnvöld afléttu flestum takmörkunum sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins síðustu misseri á mánudaginn var. Þar á meðal eru fjöldatakmarkanir á íþróttaviðburðum. Pittodrie tekur um 20 þúsund manns í sæti en Aberdeen er heimilt að selja 18 þúsund miða fyrir leikinn á morgun. Til samanburðar voru aðeins fimm þúsund áhorfendur á leik Aberdeen við Häcken frá Svíþjóð í annarri umferðinni. With just under 24 hours to go we are now anticipating a crowd of 15,000 for tomorrow night's match.There is still time to be part of it #StandFree— Aberdeen FC (@AberdeenFC) August 11, 2021 Engir aðdáendur Blika eru leyfðir á leiknum, frekar en á öðrum Evrópuleikjum, vegna reglna Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Fimm þúsund miðar eru því lausir á leikinn en búist ef við 15 þúsund manns á leikinn samkvæmt tilkynningu frá Aberdeen þar sem auglýstir voru lausir miðar. Stephen Glass, stjóri Aberdeen, gleðst yfir því að fá svo mikinn fjölda stuðningsmanna á völlinn á ný. Hann býst við hörkuleik og segir Blika varhugaverðan andstæðing. „Þeir eru með tæknilega góða leikmenn svo það er mikilvægt að stjórna leiknum og nýta okkar styrkleika til að vinna leikinn. Ef við liggjum til baka og reynum að gera jafntefli getum við lent í vandræðum.“ Aberdeen vann fyrri leik liðanna 3-2 á Laugardalsvelli síðasta fimmtudag. Tvö hornamörk snemma leiks kom þeim skosku 2-0 yfir áður en Blikar jöfnuðu 2-2 fyrir hlé. Aberdeen skoraði þá snemma í síðari hálfleik til að vinna leikinn. Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði það hafa komið sér á óvart hversu slakt liðið hafi verið. „Þeir gerðu enga tilraun til að spila fótbolta og eyddu meiri tíma í að tefja heldur en að senda boltann á milli sín,“ sagði Óskar eftir leikinn í síðustu viku. „Ég hélt ekki að þeir væru svona lélegir. Ég hélt að þeir kæmu til að spila fótbolta. Þeir bara gerðu enga tilraun til þess og það kom mér á óvart. Að því sögðu þá eru þeir stórir og snöggir og hættulegir í loftinu en það er líka lærdómur fyrir okkur að verjast stærri og sterkari mönnum en við erum vanir.“ Breiðablik sækir Aberdeen heim annað kvöld og verður leikur liðanna sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 18:35.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira