Jean Todt kynnir sér íslenska torfæru Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. ágúst 2021 07:01 Það fór vel á með þeim Hauki Viðari og Jean Todt. Jean Todt, forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) fékk einstakt tækifæri í Íslandsheimsókn sinni. Hann fékk að skoða torfærubílinn Heklu sem Haukur Viðar Einarsson tók til kostanna fyrir augum Todt í Hafnarfirði. „Honum þótti áhugavert að kynna sér íslenskt mótorsport og íslensk torfæra er einstök. Hann kom með mjög stuttum fyrirvara og var mjög upphrifinn,“ sagði Haukur í samtali við Vísi. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Hauk og Hekluna fara gott heljarstökk. Todt er staddur hér á landi með eiginkonu sinni Michelle Yeoh. Hún er hér við tökur á sjónvarpsþáttunum The Withcher: Blood Origin. „Hann hafði mikinn áhuga á öllum öryggisbúnaði og eftir að hann hafði fengið útskýringar á hvernig stóllinn er festur og sagði hann að við værum nokkuð öruggir í bílnum,“ bætti Haukur við. Jean Todt skoðar öryggisbúnað í Heklunni. Jean Todt á að baki glæstan feril sem liðsstjóri í bæði rallý sem og Formúlu 1. Peugeot liðið varð fjórum sinnum heimsmeistari í rallý, vann Dakar fjórum sinnum og hann vann einnig Le Mans tvisvar sem liðsstjóri Peugeot. Hann var svo liðsstjóri Ferrari liðsins í Formúlu 1. Hann vann 14 titla með liðinu í slagtogi við Michael Schumacher, meðal annarra. Hann var svo ráðinn framkvæmdastjóri Ferrari árið 2004 og sinnti því starfi í fjögur ár. Hann hefur verið forseti FIA síðan 2009 og var árið 2015 tilnefndur sérstakur umferðaröryggisfulltrúi Sameinuðu Þjóðanna árið 2015. Það er því mikill heiður fyrir allt akstursíþróttafólk að fá að kynnast Todt og sína honum stolt sitt og yndi. AB Varahlutir, sem eru einn aðal styrktaraðili Team #16 voru einnig á staðnum með yfirmenn Borg & Beck, breska varahlutaframleiðandans. Jean Todt var samkvæmt Hauki ánægður með öryggisbúnað í torfærubílum. Todt er ekki fyrsta akstursíþrótta goðsögnin sem Haukur Viðar sýnir Hekluna. Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton fékk að prófa bílinn fyrir nokkru. Haukur segir það hafa verið sérstaka tilfinningu að sjá hann svo vinna næstu Formúlu 1 keppni, rétt eftir að hann ók Heklunni. Síðasta torfærukeppni tímabilsins fer fram á Akureyri á laugardag. Keppnin hefst klukkan 11 og fyrir það áhugafólk á ekki heimangengt norður, þá verður keppnin í beinu streymi. Hægt er að kaupa aðgang á motorsport.is og kostar aðgangur 2500 kr. Streymið hefst klukkan 10 og um er að ræða metnaðarfulla útsendingu með talsverðum fjölda myndavéla, endursýningum, drónum og viðtölum við keppendur. Auk þess sem hún verður lýsingu Braga Þórðarsonar sem hefur sýnt mikinn dug og metnað í umfjöllun um íslenskar akstursíþróttir undanfarin ár. Íslandsvinir Akstursíþróttir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent
„Honum þótti áhugavert að kynna sér íslenskt mótorsport og íslensk torfæra er einstök. Hann kom með mjög stuttum fyrirvara og var mjög upphrifinn,“ sagði Haukur í samtali við Vísi. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Hauk og Hekluna fara gott heljarstökk. Todt er staddur hér á landi með eiginkonu sinni Michelle Yeoh. Hún er hér við tökur á sjónvarpsþáttunum The Withcher: Blood Origin. „Hann hafði mikinn áhuga á öllum öryggisbúnaði og eftir að hann hafði fengið útskýringar á hvernig stóllinn er festur og sagði hann að við værum nokkuð öruggir í bílnum,“ bætti Haukur við. Jean Todt skoðar öryggisbúnað í Heklunni. Jean Todt á að baki glæstan feril sem liðsstjóri í bæði rallý sem og Formúlu 1. Peugeot liðið varð fjórum sinnum heimsmeistari í rallý, vann Dakar fjórum sinnum og hann vann einnig Le Mans tvisvar sem liðsstjóri Peugeot. Hann var svo liðsstjóri Ferrari liðsins í Formúlu 1. Hann vann 14 titla með liðinu í slagtogi við Michael Schumacher, meðal annarra. Hann var svo ráðinn framkvæmdastjóri Ferrari árið 2004 og sinnti því starfi í fjögur ár. Hann hefur verið forseti FIA síðan 2009 og var árið 2015 tilnefndur sérstakur umferðaröryggisfulltrúi Sameinuðu Þjóðanna árið 2015. Það er því mikill heiður fyrir allt akstursíþróttafólk að fá að kynnast Todt og sína honum stolt sitt og yndi. AB Varahlutir, sem eru einn aðal styrktaraðili Team #16 voru einnig á staðnum með yfirmenn Borg & Beck, breska varahlutaframleiðandans. Jean Todt var samkvæmt Hauki ánægður með öryggisbúnað í torfærubílum. Todt er ekki fyrsta akstursíþrótta goðsögnin sem Haukur Viðar sýnir Hekluna. Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton fékk að prófa bílinn fyrir nokkru. Haukur segir það hafa verið sérstaka tilfinningu að sjá hann svo vinna næstu Formúlu 1 keppni, rétt eftir að hann ók Heklunni. Síðasta torfærukeppni tímabilsins fer fram á Akureyri á laugardag. Keppnin hefst klukkan 11 og fyrir það áhugafólk á ekki heimangengt norður, þá verður keppnin í beinu streymi. Hægt er að kaupa aðgang á motorsport.is og kostar aðgangur 2500 kr. Streymið hefst klukkan 10 og um er að ræða metnaðarfulla útsendingu með talsverðum fjölda myndavéla, endursýningum, drónum og viðtölum við keppendur. Auk þess sem hún verður lýsingu Braga Þórðarsonar sem hefur sýnt mikinn dug og metnað í umfjöllun um íslenskar akstursíþróttir undanfarin ár.
Íslandsvinir Akstursíþróttir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent