Ástbjörn um Hallgrím Mar: „Mig langaði að fá að halda honum niðri“ Atli Arason skrifar 11. ágúst 2021 20:20 Ástbjörn Þórðarson lék áður með Gróttu. vísir/vilhelm Keflavík er komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur á KA í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Ástbjörn Þórðarson var meðal bestu leikmanna í Keflavík í kvöld Ástbjörn lagði upp mark ásamt því að ná að halda einum besta leikmanni Pepsi Max-deildarinnar, Hallgrími Mar Steingrímssyni, í vasanum sínum. Ástbjörn var spurður út í glímuna sína við Grímsa í viðtali við Vísi eftir leik. „Það var skemmtilegt, mig langaði að dekka hann í dag eftir seinasta leik þar sem hann skoraði tvö mörk á okkur. Mig langaði að fá að halda honum niðri og það tókst ágætlega í dag fannst mér,“ svaraði Ástbjörn. Ástbjörn hefur það sem af er sumri verið að leika sem vinstri bakvörður í liði Keflavíkur í fjarveru Rúnars Þórs en var færður yfir í hægri bakvörðinn í þessum leik til að reyna að stöðva Hallgrím Mar. „Ég fékk að vera á mínum betri fæti og mér leið mjög vel í dag. Ég fékk að hlaupa og djöflast og það var gaman,“ sagði Ástbjörn. Það er óhætt að skrifa að Keflavík hafi verið sanngjarn sigurvegari í þessum leik en heimamenn settu tóninn strax í upphafi leiks og fyrri hálfleikur var algjör eign Keflavíkur. „Við vorum ákveðnir að koma 100% í þennan leik. Við vissum að margir þeirra leikmanna voru þreyttir, þeir vildu hafa hægt tempó á meðan við vildum hafa hratt tempó. Við töldum okkur vera í nógu góðu formi til að geta herjað á þá.“ „Við pressuðum vel, við skoruðum eitt mark með því að pressa þá hátt strax í seinni hálfleik. Við vorum ákveðnir að koma út í seinni hálfleikinn alveg eins og við kláruðum þann fyrri. Við vissum að seinna markið myndi klára leikinn og við náðum því.“ Keflavík er núna aðeins tveimur sigurleikjum frá því að komast í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli. Þrír sigurleikir myndu færa liðinu sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili. „Við erum búnir að sýna það í sumar að við getum gefið hvaða liði sem er leik. Öllum í liðinu langar voða mikið að komast í þennan úrslitaleik,“ sagði Ástbjörn Þórðarson, leikmaður Keflavíkur. Mjólkurbikarinn Keflavík ÍF Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Ástbjörn lagði upp mark ásamt því að ná að halda einum besta leikmanni Pepsi Max-deildarinnar, Hallgrími Mar Steingrímssyni, í vasanum sínum. Ástbjörn var spurður út í glímuna sína við Grímsa í viðtali við Vísi eftir leik. „Það var skemmtilegt, mig langaði að dekka hann í dag eftir seinasta leik þar sem hann skoraði tvö mörk á okkur. Mig langaði að fá að halda honum niðri og það tókst ágætlega í dag fannst mér,“ svaraði Ástbjörn. Ástbjörn hefur það sem af er sumri verið að leika sem vinstri bakvörður í liði Keflavíkur í fjarveru Rúnars Þórs en var færður yfir í hægri bakvörðinn í þessum leik til að reyna að stöðva Hallgrím Mar. „Ég fékk að vera á mínum betri fæti og mér leið mjög vel í dag. Ég fékk að hlaupa og djöflast og það var gaman,“ sagði Ástbjörn. Það er óhætt að skrifa að Keflavík hafi verið sanngjarn sigurvegari í þessum leik en heimamenn settu tóninn strax í upphafi leiks og fyrri hálfleikur var algjör eign Keflavíkur. „Við vorum ákveðnir að koma 100% í þennan leik. Við vissum að margir þeirra leikmanna voru þreyttir, þeir vildu hafa hægt tempó á meðan við vildum hafa hratt tempó. Við töldum okkur vera í nógu góðu formi til að geta herjað á þá.“ „Við pressuðum vel, við skoruðum eitt mark með því að pressa þá hátt strax í seinni hálfleik. Við vorum ákveðnir að koma út í seinni hálfleikinn alveg eins og við kláruðum þann fyrri. Við vissum að seinna markið myndi klára leikinn og við náðum því.“ Keflavík er núna aðeins tveimur sigurleikjum frá því að komast í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli. Þrír sigurleikir myndu færa liðinu sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili. „Við erum búnir að sýna það í sumar að við getum gefið hvaða liði sem er leik. Öllum í liðinu langar voða mikið að komast í þennan úrslitaleik,“ sagði Ástbjörn Þórðarson, leikmaður Keflavíkur.
Mjólkurbikarinn Keflavík ÍF Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira