„Þetta snýst svolítið um að pína sig áfram“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. ágúst 2021 19:31 Arna Sigríður fer á sína fyrstu leika sem hefjast í Tókýó síðar í mánuðinum. Arna Sigríður Albertsdóttir er á meðal þeirra íslensku íþróttamanna sem halda til Tókýó að keppa á Ólympíumóti fatlaðra, Paralympics. Hún mun keppa í handahjólreiðum á leikunum. Arna Sigríður hlaut mænuskaða þegar hún lenti í skíðaslysi fyrir 14 árum. Hún hóf að æfa handahjólreiðar fyrir rúmum sex árum og fer nú á sína fyrstu leika. Hún ryður brautina er hún verður fyrst Íslendinga til að keppa í hjólreiðum. „Ég er bara mjög vel undirbúin miðað við ástandið, það hefði kannski getað verið betra og ég hef lítið keppt síðustu ár út af ástandinu. En fyrir utan það er ég bara mjög góð.“ „Það er auðvitað kannski smá erfitt að æfa hjólreiðar á Íslandi þegar það er stundum bara rigning og kalt. En það hefur verið bara ágætt, ég hef verið að hjóla mikið inni eins og aðrir hjólarar á Íslandi. Það besta sem ég kemst í er svo að komast út til að æfa og keppa.“ segir Arna. Klippa: Arna Sigríður Albertsdóttir En hvað er mest krefjandi við handahjólreiðarnar? „Það er ótrúlega margt sem er krefjandi. Brautin sem ég er að fara að keppa á núna er svolítið brött, það eru margar brekkur og beygjur, það er svolítið krefjandi. En svo er þetta náttúrulega úthaldsíþrótt sem krefst mikilla æfinga og langra æfinga. Þetta snýst svolítið um að pína sig áfram.“ segir Arna sem var þá spurð hvort það krefðist ekki andlegs styrks að geta pínt sig áfram með þeim hætti. „Maður þarf að byggja hann upp líka. Það byggist upp með hjólinu alveg eins og líkamlegi styrkurinn.“ Arna Sigríður segir þá ætla að halda væntingum til hófs á komandi leikum, sem eru hennar fyrstu. „Ég ætla að hafa svona frekar hóflegar væntingar af því að þetta eru mínir fyrstu leikar og ég komst svona frekar óvænt inn. Auðvitað vil ég vera með þeim bestu og ég er ekkert að fara út bara til að vera með, alls ekki,“ segir Arna Sigríður sem mun taka þátt í hjólreiðakeppni á leikunum 31. ágúst og 1. september. Viðtal Guðjóns Guðmundssonar úr Sportpakka kvöldsins við Örnu Sigríði má sjá í spilaranum að ofan. Hjólreiðar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Sjá meira
Arna Sigríður hlaut mænuskaða þegar hún lenti í skíðaslysi fyrir 14 árum. Hún hóf að æfa handahjólreiðar fyrir rúmum sex árum og fer nú á sína fyrstu leika. Hún ryður brautina er hún verður fyrst Íslendinga til að keppa í hjólreiðum. „Ég er bara mjög vel undirbúin miðað við ástandið, það hefði kannski getað verið betra og ég hef lítið keppt síðustu ár út af ástandinu. En fyrir utan það er ég bara mjög góð.“ „Það er auðvitað kannski smá erfitt að æfa hjólreiðar á Íslandi þegar það er stundum bara rigning og kalt. En það hefur verið bara ágætt, ég hef verið að hjóla mikið inni eins og aðrir hjólarar á Íslandi. Það besta sem ég kemst í er svo að komast út til að æfa og keppa.“ segir Arna. Klippa: Arna Sigríður Albertsdóttir En hvað er mest krefjandi við handahjólreiðarnar? „Það er ótrúlega margt sem er krefjandi. Brautin sem ég er að fara að keppa á núna er svolítið brött, það eru margar brekkur og beygjur, það er svolítið krefjandi. En svo er þetta náttúrulega úthaldsíþrótt sem krefst mikilla æfinga og langra æfinga. Þetta snýst svolítið um að pína sig áfram.“ segir Arna sem var þá spurð hvort það krefðist ekki andlegs styrks að geta pínt sig áfram með þeim hætti. „Maður þarf að byggja hann upp líka. Það byggist upp með hjólinu alveg eins og líkamlegi styrkurinn.“ Arna Sigríður segir þá ætla að halda væntingum til hófs á komandi leikum, sem eru hennar fyrstu. „Ég ætla að hafa svona frekar hóflegar væntingar af því að þetta eru mínir fyrstu leikar og ég komst svona frekar óvænt inn. Auðvitað vil ég vera með þeim bestu og ég er ekkert að fara út bara til að vera með, alls ekki,“ segir Arna Sigríður sem mun taka þátt í hjólreiðakeppni á leikunum 31. ágúst og 1. september. Viðtal Guðjóns Guðmundssonar úr Sportpakka kvöldsins við Örnu Sigríði má sjá í spilaranum að ofan.
Hjólreiðar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Sjá meira