Að ræna komandi kynslóðir Guðbrandur Einarsson skrifar 11. ágúst 2021 09:31 Allt frá hruni hafa reglulega komið upp hugmyndir um að auka tekjur ríkisins í dag með því að skattleggja innborgun í lífeyrissjóð. Það er að greidd verði staðgreiðsla af framlagi í lífeyrissjóð um leið og greidd er staðgreiðsla af launum, í stað þess að hún verði greidd þegar laun eru greidd úr lífeyrissjóðum. Með þessu er ekki verið að auka tekjur ríkisins heldur flytja þær framar í tíma. Staðgreiðsla greidd í dag verður ekki aftur greidd síðar. Þessi hugmynd er m.a. á stefnuskrá Flokks fólksins og var hún áréttuð af formanni flokksins í viðtalsþætti Harmageddon þann 29. júní síðastliðinn. Með þessari skattlagningu hyggst formaðurinn ná 70 milljörðum í ríkiskassann sem hún vill meðal annars nýta til þess að útrýma fátækt. Það er góðra gjalda vert að vilja útrýma fátækt en er þetta aðferðin til þess? Staðgreiðsla skatta Staðgreiðsla skatta varð að veruleika árið 1988 eftir hið sérstaka skattlausa ár 1987. Fram að þeim tíma höfðu skattar verið innheimtir eftirá með tilheyrandi erfiðleikum fyrir allan almenning sem átti erfitt með að láta áætlanir standast vegna hugsanlegs bakreiknings frá skattinum. Við greiðum því skatt af launum okkar um leið og við fáum þau. Það sama á við um laun sem greitt eru úr lífeyrissjóðum og frá Tryggingastofnun ríkisins. Skattar eru greiddir um leið og laun eru greidd. Minnkar lífeyrisrétt Ef það er rétt, sem formaðurinn segir, að um sé að ræða 70 milljarða sem hún vill fá að eyða núna þá er hún í raun að segja að hún sé tilbúin til að skerða rétt þeirra sem eiga fé í lífeyrisjóðunum. Það gefur augaleið að ef 70 milljarðar verða teknir af lífeyrissjóðunum þá verða þeir fjármunir ekki ávaxtaðir af sjóðunum til hagsbóta fyrir þá sem lífeyrissjóðina eiga. Það munar um minna. Velferðarkerfi framtíðarinnar Spár um íbúaþróun eru allar á þann veg að eldra fólki fjölgar en yngra vinnandi fólki fækkar. Það verða því færri sem munu greiða skatta af launatekjum sem standa eiga undir velferðarkerfi framtíðarinnar. Að ætla sér að svipta framtíðarkynslóðir þeim skatttekjum sem svo sannarlega tilheyra þeim er í besta falli mjög vanhugsað. Í versta falli er hér um að ræða tillögu sem gengur út á að ræna börnin okkar réttmætum tekjum sínum til að standa undir samneyslunni. Eigum við ekki að leita leiða til þess að fjármagna nútímann með öðrum hætti en að ræna komandi kynslóðir? Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Skattar og tollar Lífeyrissjóðir Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Allt frá hruni hafa reglulega komið upp hugmyndir um að auka tekjur ríkisins í dag með því að skattleggja innborgun í lífeyrissjóð. Það er að greidd verði staðgreiðsla af framlagi í lífeyrissjóð um leið og greidd er staðgreiðsla af launum, í stað þess að hún verði greidd þegar laun eru greidd úr lífeyrissjóðum. Með þessu er ekki verið að auka tekjur ríkisins heldur flytja þær framar í tíma. Staðgreiðsla greidd í dag verður ekki aftur greidd síðar. Þessi hugmynd er m.a. á stefnuskrá Flokks fólksins og var hún áréttuð af formanni flokksins í viðtalsþætti Harmageddon þann 29. júní síðastliðinn. Með þessari skattlagningu hyggst formaðurinn ná 70 milljörðum í ríkiskassann sem hún vill meðal annars nýta til þess að útrýma fátækt. Það er góðra gjalda vert að vilja útrýma fátækt en er þetta aðferðin til þess? Staðgreiðsla skatta Staðgreiðsla skatta varð að veruleika árið 1988 eftir hið sérstaka skattlausa ár 1987. Fram að þeim tíma höfðu skattar verið innheimtir eftirá með tilheyrandi erfiðleikum fyrir allan almenning sem átti erfitt með að láta áætlanir standast vegna hugsanlegs bakreiknings frá skattinum. Við greiðum því skatt af launum okkar um leið og við fáum þau. Það sama á við um laun sem greitt eru úr lífeyrissjóðum og frá Tryggingastofnun ríkisins. Skattar eru greiddir um leið og laun eru greidd. Minnkar lífeyrisrétt Ef það er rétt, sem formaðurinn segir, að um sé að ræða 70 milljarða sem hún vill fá að eyða núna þá er hún í raun að segja að hún sé tilbúin til að skerða rétt þeirra sem eiga fé í lífeyrisjóðunum. Það gefur augaleið að ef 70 milljarðar verða teknir af lífeyrissjóðunum þá verða þeir fjármunir ekki ávaxtaðir af sjóðunum til hagsbóta fyrir þá sem lífeyrissjóðina eiga. Það munar um minna. Velferðarkerfi framtíðarinnar Spár um íbúaþróun eru allar á þann veg að eldra fólki fjölgar en yngra vinnandi fólki fækkar. Það verða því færri sem munu greiða skatta af launatekjum sem standa eiga undir velferðarkerfi framtíðarinnar. Að ætla sér að svipta framtíðarkynslóðir þeim skatttekjum sem svo sannarlega tilheyra þeim er í besta falli mjög vanhugsað. Í versta falli er hér um að ræða tillögu sem gengur út á að ræna börnin okkar réttmætum tekjum sínum til að standa undir samneyslunni. Eigum við ekki að leita leiða til þess að fjármagna nútímann með öðrum hætti en að ræna komandi kynslóðir? Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar