Margir vilji „gera eitthvað töff og kúl sem raunverulega er heimskulegt“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 22:36 Jónas fer fyrir SafeTravel, sem er á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjörg. Stöð 2 Enn berast fréttir af því að ferðamenn við gosstöðvarnar á Reykjanesi ani út á nýstorknað hraun, þvert á tilmæli lögregluyfirvalda og björgunarsveita. Slíkt getur verið lífshættulegt, þar sem hraunið getur gefið eftir og undir niðri getur leynst töluvert mýkra, heitara og hættulegra hraun. Jónas Guðmundsson, sem fer fyrir SafeTravel verkefni hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að ferðamönnum sem hætta sér út á hraunið virðist vera farið að fjölga. Því sé kannski tilefni til þess að breyta um nálgun í því hvernig skilaboðum um hættuna sé komið til ferðamannanna. „Það er full ástæða til þess að endurmeta stöðuna og maður óttast örlítið að þetta sé orðið eitt af þessum sem við sjáum stundum í ferðamennskunni. Eins og að standa uppi á flakinu á Sólheimasandi, standa úti á brúninni í Fjaðrárgljúfrum og svo framvegis. Að það séu margir sem vilji tikka í boxið, að gera eitthvað töff og kúl sem raunverulega er heimskulegt,“ segir Jónas. Hann segir þessu umræddu „box“ þekkta stærð varðandi öryggi ferðamanna, og telur samfélagsmiðla og dreifingu mynda af misgáfulegu athæfi ferðamanna hér á landi eiga hlut í þróuninni. Getur verið í lagi, en getur verið lífshættulegt Jónas segir að á gosstöðvunum séu skilti sem vari ferðamenn við því að fara út á hraunið, auk þess sem upplýsingar um gosið og hættur þess sé að finna á vefsíðu SafeTravel. Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að björgunarsveitarfólk geri sitt besta til þess að brýna fyrir fólki að fara ekki út á hraunið. „Það er alltaf einhver hluti fólks sem vill tikka í boxið eða búa til eitthvað nýtt og við þurfum að ná betur til þeirra. Það má gera með skiltum á staðnum, mjög skýrum skiltum, þó þau séu kannski ekki beint falleg í sjálfu sér. Svo þarf líka bara að velta fyrir sér mönnum á staðnum. Landverðir, björgunarsveit, lögregla og annað.“ Jónas segir að vel geti verið að einn daginn muni einhver hljóta skaða af því að ganga út á hraunið, ef þróunin sem hann lýsir heldur áfram. „Ég veit ekki hvort þetta er aukning eða hvort við erum að sjá einhverja smá bólu núna í óhöppum. Hraunið er þannig að það getur verið allt í lagi að standa á því en það getur líka bara verið holrúm undir og það getur verið glóandi tveimur metrum neðar. Við bara vitum það ekki, það gerir það að við viljum ekkert sjá fólk á hrauninu,“ segir Jónas. Hraunið fari upp í allt að 1.100 gráðu hita, og þá þurfi ekki að spyrja að leikslokum fari svo að einhver komist í snertingu við það. Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Jónas Guðmundsson, sem fer fyrir SafeTravel verkefni hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að ferðamönnum sem hætta sér út á hraunið virðist vera farið að fjölga. Því sé kannski tilefni til þess að breyta um nálgun í því hvernig skilaboðum um hættuna sé komið til ferðamannanna. „Það er full ástæða til þess að endurmeta stöðuna og maður óttast örlítið að þetta sé orðið eitt af þessum sem við sjáum stundum í ferðamennskunni. Eins og að standa uppi á flakinu á Sólheimasandi, standa úti á brúninni í Fjaðrárgljúfrum og svo framvegis. Að það séu margir sem vilji tikka í boxið, að gera eitthvað töff og kúl sem raunverulega er heimskulegt,“ segir Jónas. Hann segir þessu umræddu „box“ þekkta stærð varðandi öryggi ferðamanna, og telur samfélagsmiðla og dreifingu mynda af misgáfulegu athæfi ferðamanna hér á landi eiga hlut í þróuninni. Getur verið í lagi, en getur verið lífshættulegt Jónas segir að á gosstöðvunum séu skilti sem vari ferðamenn við því að fara út á hraunið, auk þess sem upplýsingar um gosið og hættur þess sé að finna á vefsíðu SafeTravel. Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að björgunarsveitarfólk geri sitt besta til þess að brýna fyrir fólki að fara ekki út á hraunið. „Það er alltaf einhver hluti fólks sem vill tikka í boxið eða búa til eitthvað nýtt og við þurfum að ná betur til þeirra. Það má gera með skiltum á staðnum, mjög skýrum skiltum, þó þau séu kannski ekki beint falleg í sjálfu sér. Svo þarf líka bara að velta fyrir sér mönnum á staðnum. Landverðir, björgunarsveit, lögregla og annað.“ Jónas segir að vel geti verið að einn daginn muni einhver hljóta skaða af því að ganga út á hraunið, ef þróunin sem hann lýsir heldur áfram. „Ég veit ekki hvort þetta er aukning eða hvort við erum að sjá einhverja smá bólu núna í óhöppum. Hraunið er þannig að það getur verið allt í lagi að standa á því en það getur líka bara verið holrúm undir og það getur verið glóandi tveimur metrum neðar. Við bara vitum það ekki, það gerir það að við viljum ekkert sjá fólk á hrauninu,“ segir Jónas. Hraunið fari upp í allt að 1.100 gráðu hita, og þá þurfi ekki að spyrja að leikslokum fari svo að einhver komist í snertingu við það.
Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira