Hugrekki óskast Helgi Áss Grétarsson skrifar 10. ágúst 2021 09:40 Föðuramma mín var harður nagli sem sagði sína meiningu hispurslaust. Mannleg samskipti voru sjálfsagt ekki hennar sterkasta hlið. Sem karakter hins vegar var hún sterk og sjálfstæð, sem dæmi rak hún litla hannyrðabúð í meira en þrjá áratugi og hætti því eingöngu í kjölfar eldsvoða árið 1983, þá meira en áttrætt. Amma hafði kjark til að lifa lífinu á sinn hátt, sem dæmi þótti henni betra sem ungri manneskju að labba frá Reykjavíkur til Mosfellsbæjar, þar sem hún vann, og svo aftur til baka, en að þiggja far hjá ókunnugum. Hún kom af kynslóð sem upplifað hafði sárafátækt. Áföll voru til að sigrast á en ekki til að væla yfir. Vörumst vælumenninguna Um nokkurt skeið hefur mér sýnst það vera í tísku að starfrækja hópa þar sem meginþemað sé að einstaklingar innan hópsins séu fórnarlömb. Þessir hópar geta verið vel skipulagðir og í grunninn geta þeir staðið fyrir göfugum málstað, sem flestir, ef ekki allir styðja. Baráttuaðferðirnar geta á hinn bóginn borið keim af ofstæki, svo sem að í lagi sé að henda á grundvallarréttindum einstaklinga út um gluggann í því skyni að rétta hlut fórnarlamba. Hjarðhegðun er smitandi og svo virðist sem margar stoðir samfélagsins, svo sem atvinnulífið, samþykki þá aðferð að dæma megi einstakling út frá einhliða og nafnlausum frásögnum, svipta hann mannorði, atvinnutækifærum og stuðla að samfélagslegri útskúfun viðkomandi. Svona nálgun getur ekki reynst vel þegar til lengri tíma er litið. Vælumenningin hlýtur fyrr eða síðar að éta börnin sín, rétt eins og aðrar byltingar. Innblástur og hvatning Fyrir um mánuði síðan birti ég grein á visir.is sem í grunninn snerist um mikilvægi þess að réttlát málsmeðferð sé viðhöfð þegar ásakanir eru settar fram um refsiverða eða siðferðislega vafasama hegðun nafngreinda einstaklinga. Eins og við mátti búast riðu ófáir fram á ritvöll samfélagsmiðla og andmæltu viðhorfum mínum. Offorsið í þeim viðbrögðum var fyrirsjáanlegt, t.d. gerði einn twittverjinn að því skóna að ég væri ógn við ungar stúlkur. Það næðir um þá sem standa gegn múgsefjun. Það gladdi mig á hinn bóginn að margir þökkuðu mér fyrir framlagið. Eina slíka kveðju fékk ég frá reynslumikilum einstaklingi, sem ég þekki ekki neitt, en viðkomandi þakkaði mér m.a. fyrir að vera „rödd skynseminnar í baráttunni við skrímslavæðingu útilokunarmenningarinnar og múgsefjun“. Viðkomandi sagðist líða eins og nemanda í unglingadeild í grunnskóla sem væri meðvirkur áhorfandi að einelti. Þá komum við að boðskap þessarar greinar. Munum eftir þeim kynslóðum sem á undan okkur komu og kölluðu ekki allt ömmu sína. Látum ekki netníðinga beygja okkur í duftið. Ég er sannfærður um að hinn þögli meirihluti vilji standa vörð um gildi siðaðs samfélags. Sýnum hugrekki og tjáum okkur til að verja þessi gildi. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Föðuramma mín var harður nagli sem sagði sína meiningu hispurslaust. Mannleg samskipti voru sjálfsagt ekki hennar sterkasta hlið. Sem karakter hins vegar var hún sterk og sjálfstæð, sem dæmi rak hún litla hannyrðabúð í meira en þrjá áratugi og hætti því eingöngu í kjölfar eldsvoða árið 1983, þá meira en áttrætt. Amma hafði kjark til að lifa lífinu á sinn hátt, sem dæmi þótti henni betra sem ungri manneskju að labba frá Reykjavíkur til Mosfellsbæjar, þar sem hún vann, og svo aftur til baka, en að þiggja far hjá ókunnugum. Hún kom af kynslóð sem upplifað hafði sárafátækt. Áföll voru til að sigrast á en ekki til að væla yfir. Vörumst vælumenninguna Um nokkurt skeið hefur mér sýnst það vera í tísku að starfrækja hópa þar sem meginþemað sé að einstaklingar innan hópsins séu fórnarlömb. Þessir hópar geta verið vel skipulagðir og í grunninn geta þeir staðið fyrir göfugum málstað, sem flestir, ef ekki allir styðja. Baráttuaðferðirnar geta á hinn bóginn borið keim af ofstæki, svo sem að í lagi sé að henda á grundvallarréttindum einstaklinga út um gluggann í því skyni að rétta hlut fórnarlamba. Hjarðhegðun er smitandi og svo virðist sem margar stoðir samfélagsins, svo sem atvinnulífið, samþykki þá aðferð að dæma megi einstakling út frá einhliða og nafnlausum frásögnum, svipta hann mannorði, atvinnutækifærum og stuðla að samfélagslegri útskúfun viðkomandi. Svona nálgun getur ekki reynst vel þegar til lengri tíma er litið. Vælumenningin hlýtur fyrr eða síðar að éta börnin sín, rétt eins og aðrar byltingar. Innblástur og hvatning Fyrir um mánuði síðan birti ég grein á visir.is sem í grunninn snerist um mikilvægi þess að réttlát málsmeðferð sé viðhöfð þegar ásakanir eru settar fram um refsiverða eða siðferðislega vafasama hegðun nafngreinda einstaklinga. Eins og við mátti búast riðu ófáir fram á ritvöll samfélagsmiðla og andmæltu viðhorfum mínum. Offorsið í þeim viðbrögðum var fyrirsjáanlegt, t.d. gerði einn twittverjinn að því skóna að ég væri ógn við ungar stúlkur. Það næðir um þá sem standa gegn múgsefjun. Það gladdi mig á hinn bóginn að margir þökkuðu mér fyrir framlagið. Eina slíka kveðju fékk ég frá reynslumikilum einstaklingi, sem ég þekki ekki neitt, en viðkomandi þakkaði mér m.a. fyrir að vera „rödd skynseminnar í baráttunni við skrímslavæðingu útilokunarmenningarinnar og múgsefjun“. Viðkomandi sagðist líða eins og nemanda í unglingadeild í grunnskóla sem væri meðvirkur áhorfandi að einelti. Þá komum við að boðskap þessarar greinar. Munum eftir þeim kynslóðum sem á undan okkur komu og kölluðu ekki allt ömmu sína. Látum ekki netníðinga beygja okkur í duftið. Ég er sannfærður um að hinn þögli meirihluti vilji standa vörð um gildi siðaðs samfélags. Sýnum hugrekki og tjáum okkur til að verja þessi gildi. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar