Lagði CrossFit skóna á hilluna eftir að hafa misst bronsið til Anníe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2021 08:00 Kristin Holte náði ekki að enda CrossFit ferilinn á verðlaunapalli á heimsleikunum. Instagram/@holtekristin Norska CrossFit konan Kristin Holte hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu eftir langan CrossFit feril. Holte fór mikinn á heimsleikunum á dögunum og var lengi vel inn á verðlaunapallinum. Hún varð hins vegar að sætta sig við fjórða sætið. Holte ætlaði sér örugglega á pall á síðustu heimsleikunum og það að missa bronsið til Anníe Mistar var örugglega svekkjandi en alls ekki ástæðan fyrir því að hún er hætt. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Holte er orðin 35 ára gömul og var að keppa á sínum áttundu heimsleikum. Hennar besti árangur var árið 2019 þegar hún fékk silfur. Holte var með 85 stiga forskot á Anníe Mist Þórisdóttur eftir ellefu fyrstu greinarnar á heimsleikunum í ár, 814 stig á móti 729. Anníe Mist var búin að jafna hana fyrir lokagreinina þar sem hún tryggði sér bronsverðlaunin með því að ná þriðja besta árangrinum. Holte tilkynnti það á samfélagsmiðlum eftir heimsleikana að hún væri hætt að keppa í CrossFit. Síðasti dansinn, eins og hún orðaði það, var á dögunum. Holte hafði helgað CrossFit íþróttinni líf sitt undanfarin átta ár. „Fjórða hraustasta kona jarðar. Ég er stolt. Ég er þakklát. Ég er ánægð en ég er líka niðurbrotin,“ skrifaði Kristin Holte og vísaði þar eflaust í það að hafa misst bronsverðlaunin í lokin til Anníe Mistar. Anníe Mist sendi henni kveðju í skilaboðum við færsluna: „Ein af aðdáunarverðustu íþróttakonum sem ég þekki. Ég elskaði að keppa við hlið þér,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist er ekki sú eina sem sendi henni kveðju heldur gerðu það allar helstu CrossFit konur heimsins og það er ljóst á öllu að Holte naut mikillar virðingar í hreyfingunni. Ein af þeim var Sara Sigmundsdóttir. „Ég mun sakna þess svo mikið að keppa við þig. Þú ert ein af bestu íþróttakonum og bestu manneskjum sem ég hef hitt,“ skrifaði Sara. Það má sjá kveðjufærslu Holte og öll skilaboðin frá CrossFit konunum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Kristin Holte (@holtekristin) CrossFit Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sjá meira
Holte fór mikinn á heimsleikunum á dögunum og var lengi vel inn á verðlaunapallinum. Hún varð hins vegar að sætta sig við fjórða sætið. Holte ætlaði sér örugglega á pall á síðustu heimsleikunum og það að missa bronsið til Anníe Mistar var örugglega svekkjandi en alls ekki ástæðan fyrir því að hún er hætt. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Holte er orðin 35 ára gömul og var að keppa á sínum áttundu heimsleikum. Hennar besti árangur var árið 2019 þegar hún fékk silfur. Holte var með 85 stiga forskot á Anníe Mist Þórisdóttur eftir ellefu fyrstu greinarnar á heimsleikunum í ár, 814 stig á móti 729. Anníe Mist var búin að jafna hana fyrir lokagreinina þar sem hún tryggði sér bronsverðlaunin með því að ná þriðja besta árangrinum. Holte tilkynnti það á samfélagsmiðlum eftir heimsleikana að hún væri hætt að keppa í CrossFit. Síðasti dansinn, eins og hún orðaði það, var á dögunum. Holte hafði helgað CrossFit íþróttinni líf sitt undanfarin átta ár. „Fjórða hraustasta kona jarðar. Ég er stolt. Ég er þakklát. Ég er ánægð en ég er líka niðurbrotin,“ skrifaði Kristin Holte og vísaði þar eflaust í það að hafa misst bronsverðlaunin í lokin til Anníe Mistar. Anníe Mist sendi henni kveðju í skilaboðum við færsluna: „Ein af aðdáunarverðustu íþróttakonum sem ég þekki. Ég elskaði að keppa við hlið þér,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist er ekki sú eina sem sendi henni kveðju heldur gerðu það allar helstu CrossFit konur heimsins og það er ljóst á öllu að Holte naut mikillar virðingar í hreyfingunni. Ein af þeim var Sara Sigmundsdóttir. „Ég mun sakna þess svo mikið að keppa við þig. Þú ert ein af bestu íþróttakonum og bestu manneskjum sem ég hef hitt,“ skrifaði Sara. Það má sjá kveðjufærslu Holte og öll skilaboðin frá CrossFit konunum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Kristin Holte (@holtekristin)
CrossFit Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sjá meira