Gróðureldar hafa valdið gífurlegu tjóni á eyjunni Evia, í útjaðri höfuðborgarinnar Aþenu og víðar á Grikklandi. Þúsundir manna hafa verið fluttar burt af heimilum sínum og eldarnir hafa valdið gífurlegu eignatjóni.
Forsætisráðherrann sagði í sjónvarpsávarpi í gær að hann skyldi sársauka þeirra sem misst hefðu allt sitt en Grikkir væru nú í fodæmalausum aðstæðum. Vaxandi óánægju gætir meðal almennings vegna getuleysis stjórnkerfis landsins til að ráða niðurlögum eldanna.