Nýr ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar Tinni Sveinsson skrifar 9. ágúst 2021 10:15 Erla Björg er nýr ritstjóri fréttastofunnar og Kolbeinn Tumi fréttastjóri allra miðla. Vísir/Vilhelm Erla Björg Gunnarsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Hún tekur við starfinu af Þóri Guðmundssyni. Kolbeinn Tumi Daðason, sem hefur verið fréttastjóri Vísis síðustu sjö ár, verður fréttastjóri allra miðla fréttastofunnar. „Við höfum að undanförnu unnið markvisst að því að sameina fréttamiðla fréttastofunnar og ætlum okkur að efla þá enn frekar. Á fréttastofunni starfar einstakur hópur fagfólks sem þau Erla Björg og Kolbeinn Tumi munu leiða. Þeirra hlutverk er að móta áherslur og fréttaflutning miðla okkar til framtíðar. Ég ber mikið traust til þeirra enda eru þau afburða fréttamenn og öflugir stjórnendur,“ segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone. „Ég er þakklátur Þóri Guðmundssyni fyrir hans góða starf enda hefur hann leitt fréttastofuna í tæp fjögur ár með sinni miklu reynslu og þekkingu. Hann sýndi styrk sinn þegar sú ákvörðun var tekin fyrr á þessu ári að setja kvöldfréttir Stöðvar 2 í áskrift. Sú aðgerð heppnaðist einstaklega vel með mikilli fjölgun áskrifenda og styrkti þannig rekstargrundvöll fréttastofunnar,“ segir Þórhallur. Endalaus tækifæri Erla Björg, nýr ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hefur síðustu fimm ár verið fréttamaður Stöðvar 2 og þar af fréttastjóri Stöðvar 2 í tvö ár. Að auki hefur hún verið umsjónarmaður fréttaskýringaþáttarins Kompáss og hlaut blaðamannaverðlaun í fyrra ásamt öðrum Kompásliðum fyrir viðtal ársins. Áður var Erla blaðamaður á Vísi og Fréttablaðinu, var þar m.a. vaktstjóri og umsjónarmaður helgarblaðsins. „Það er mikill heiður að taka við góðu starfi Þóris og leiða þann öfluga hóp sem starfar á fréttastofunni næstu skref. Á fréttstofunni ríkir einstök samheldni, vinnugleði og kraftur. Það er starfsandi sem býður upp á endalaus tækifæri og ég hlakka til að grípa þau,“ segir Erla. Áfram traustar fréttir Kolbeinn Tumi, nýr fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hefur verið fréttastjóri Vísis frá árinu 2014 en hafði starfað árin tvö á undan sem íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu og Vísi og sem lýsandi á Stöð 2 Sport. Vísir hefur í tíð hans sem fréttastjóri orðið mest lesni vefmiðill landsins. Þá á hann að baki tilnefningu til blaðamannaverðlauna fyrir rannsóknarblaðamennsku. „Það hefur verið heiður að starfa með Þóri og ég hlakka til áframhaldandi samstarfs okkar Erlu. Á fréttastofunni vinnur harðduglegt, hugmyndaríkt og skemmtilegt fagfólk með það að markmiði hvern einasta dag að flytja fólkinu í landinu traustar fréttir. Á því verður engin breyting,“ segir Kolbeinn Tumi. Erla Björg er með BA-próf í stjórnmálafræði og diplóma í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands auk meistaragráðu í menningar- og fagurfræðum frá Háskólanum í Árósum. Erla starfaði meðal annars sem verkefnastjóri hjá Rauða Kross Íslands og kynningarstjóri Forlagsins áður en hún hóf feril sinn í fjölmiðlum fyrir átta árum. Kolbeinn Tumi er með meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Hann er auk þess með meistaragráðu í burðarþolsfræði frá University of Washington í Bandaríkjunum og kennsluréttindi í framhaldsskóla. Hann starfaði á verkfræðistofunni EFLU hér heima og Coughlin Porter Lundeen í Seattle áður en hann fékk fjölmiðlabakteríuna fyrir tæpum áratug. Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
„Við höfum að undanförnu unnið markvisst að því að sameina fréttamiðla fréttastofunnar og ætlum okkur að efla þá enn frekar. Á fréttastofunni starfar einstakur hópur fagfólks sem þau Erla Björg og Kolbeinn Tumi munu leiða. Þeirra hlutverk er að móta áherslur og fréttaflutning miðla okkar til framtíðar. Ég ber mikið traust til þeirra enda eru þau afburða fréttamenn og öflugir stjórnendur,“ segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone. „Ég er þakklátur Þóri Guðmundssyni fyrir hans góða starf enda hefur hann leitt fréttastofuna í tæp fjögur ár með sinni miklu reynslu og þekkingu. Hann sýndi styrk sinn þegar sú ákvörðun var tekin fyrr á þessu ári að setja kvöldfréttir Stöðvar 2 í áskrift. Sú aðgerð heppnaðist einstaklega vel með mikilli fjölgun áskrifenda og styrkti þannig rekstargrundvöll fréttastofunnar,“ segir Þórhallur. Endalaus tækifæri Erla Björg, nýr ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hefur síðustu fimm ár verið fréttamaður Stöðvar 2 og þar af fréttastjóri Stöðvar 2 í tvö ár. Að auki hefur hún verið umsjónarmaður fréttaskýringaþáttarins Kompáss og hlaut blaðamannaverðlaun í fyrra ásamt öðrum Kompásliðum fyrir viðtal ársins. Áður var Erla blaðamaður á Vísi og Fréttablaðinu, var þar m.a. vaktstjóri og umsjónarmaður helgarblaðsins. „Það er mikill heiður að taka við góðu starfi Þóris og leiða þann öfluga hóp sem starfar á fréttastofunni næstu skref. Á fréttstofunni ríkir einstök samheldni, vinnugleði og kraftur. Það er starfsandi sem býður upp á endalaus tækifæri og ég hlakka til að grípa þau,“ segir Erla. Áfram traustar fréttir Kolbeinn Tumi, nýr fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hefur verið fréttastjóri Vísis frá árinu 2014 en hafði starfað árin tvö á undan sem íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu og Vísi og sem lýsandi á Stöð 2 Sport. Vísir hefur í tíð hans sem fréttastjóri orðið mest lesni vefmiðill landsins. Þá á hann að baki tilnefningu til blaðamannaverðlauna fyrir rannsóknarblaðamennsku. „Það hefur verið heiður að starfa með Þóri og ég hlakka til áframhaldandi samstarfs okkar Erlu. Á fréttastofunni vinnur harðduglegt, hugmyndaríkt og skemmtilegt fagfólk með það að markmiði hvern einasta dag að flytja fólkinu í landinu traustar fréttir. Á því verður engin breyting,“ segir Kolbeinn Tumi. Erla Björg er með BA-próf í stjórnmálafræði og diplóma í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands auk meistaragráðu í menningar- og fagurfræðum frá Háskólanum í Árósum. Erla starfaði meðal annars sem verkefnastjóri hjá Rauða Kross Íslands og kynningarstjóri Forlagsins áður en hún hóf feril sinn í fjölmiðlum fyrir átta árum. Kolbeinn Tumi er með meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Hann er auk þess með meistaragráðu í burðarþolsfræði frá University of Washington í Bandaríkjunum og kennsluréttindi í framhaldsskóla. Hann starfaði á verkfræðistofunni EFLU hér heima og Coughlin Porter Lundeen í Seattle áður en hann fékk fjölmiðlabakteríuna fyrir tæpum áratug.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira