Meistarar Manchester City mæta laskaðir til leiks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2021 11:30 Phil Foden (til hægri) verður frá næsta mánuðinn. Þá er ólíklegt að Kyle Walker verði klár í slaginn er enska úrvalsdeildin fer af stað. EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Phil Foden verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem héldu honum á hliðarlínunni er England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í síðasta mánuði. Manchester City mætir með laskað til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi. Englandsmeistararnir hófu tímabilið á tapi er liðið mætti Leicester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Það fer þó reyndar eftir því hvort fólk horfi á téðan leik sem mótsleik eða vináttuleik. Þar sem EM var loks spilað í sumar var ljóst að Pep Guardiola gæti ekki valið alla þá leikmenn sem hann vildi í upphafi móts þar sem sumir þeirra eru fyrst núna að snúa til baka eftir sumarfrí. Foden er þar á meðal en einnig voru Kyle Walker, John Stones, Edersen og Gabriel Jesus að skila sér til baka eftir þátttöku á EM og í Suður-Ameríkubikarnum. Nú er ljóst að Foden mun ekki geta tekið þátt þegar enska úrvalsdeildin fer af stað þar sem hann er enn meiddur á fæti. Hann varð fyrir meiðslunum á æfingu með enska landsliðinu fyrir úrslitaleikinn gegn Ítalíu og gat því lítið annað gert en fylgst með er England beið lægri hlut á Wembley. Phil Foden out for a month as Manchester City face disrupted start to season | @TelegraphDucker https://t.co/ONwIjSj6Rm #MCFC— Telegraph Football (@TeleFootball) August 8, 2021 Ekki nóg með það að Foden sé frá vegna meiðsla og hinir fjórir rétt byrjaðir að æfa þá er Kevin De Bruyne einnig á meiðslalistanum vegna ökkla meiðsla en talið er að hann snúi fyrr til baka en Englendingurinn ungi. Að lokum er Aymeric Laporte í einangrun þar sem 101 greindust smituð af Covid-19 í flugi sem hann var í nýverið. Hann hefur þegar verið í einangrun í 4-5 daga en það er alls óvíst hvort hann nái leiknum gegn Tottenham Hotspur um næstu helgi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
Englandsmeistararnir hófu tímabilið á tapi er liðið mætti Leicester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Það fer þó reyndar eftir því hvort fólk horfi á téðan leik sem mótsleik eða vináttuleik. Þar sem EM var loks spilað í sumar var ljóst að Pep Guardiola gæti ekki valið alla þá leikmenn sem hann vildi í upphafi móts þar sem sumir þeirra eru fyrst núna að snúa til baka eftir sumarfrí. Foden er þar á meðal en einnig voru Kyle Walker, John Stones, Edersen og Gabriel Jesus að skila sér til baka eftir þátttöku á EM og í Suður-Ameríkubikarnum. Nú er ljóst að Foden mun ekki geta tekið þátt þegar enska úrvalsdeildin fer af stað þar sem hann er enn meiddur á fæti. Hann varð fyrir meiðslunum á æfingu með enska landsliðinu fyrir úrslitaleikinn gegn Ítalíu og gat því lítið annað gert en fylgst með er England beið lægri hlut á Wembley. Phil Foden out for a month as Manchester City face disrupted start to season | @TelegraphDucker https://t.co/ONwIjSj6Rm #MCFC— Telegraph Football (@TeleFootball) August 8, 2021 Ekki nóg með það að Foden sé frá vegna meiðsla og hinir fjórir rétt byrjaðir að æfa þá er Kevin De Bruyne einnig á meiðslalistanum vegna ökkla meiðsla en talið er að hann snúi fyrr til baka en Englendingurinn ungi. Að lokum er Aymeric Laporte í einangrun þar sem 101 greindust smituð af Covid-19 í flugi sem hann var í nýverið. Hann hefur þegar verið í einangrun í 4-5 daga en það er alls óvíst hvort hann nái leiknum gegn Tottenham Hotspur um næstu helgi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira