Newcastle að ganga á kaupunum á miðjumanninum efnilega frá Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2021 17:02 Joe Willock skoraði átta mörk er hann var á láni hjá Newcastle á síðustu leiktíð. David Klein/Getty Images Enska knattspyrnufélagið Newcastle United er við það að ganga frá kaupum á enska miðjumanninum Joseph George Willock sem sló í gegn í norðurhluta Englands á síðustu leiktíð. Talið er að kaupverðið sé í kringum 22 milljónir punda. Willock sló í gegn með Newcastle á síðari hluta síðustu leiktíðar þar sem hann skoraði átta mörk í 14 leikjum. Þessi efnilegi miðjumaður verður 22 ára gamall þann 20. ágúst næstkomandi og þrátt fyrir að hafa tekið þátt í alls 78 leikjum fyrir Arsenal í öllum keppnum hefur hann ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Newcastle. Willock tók alls þátt í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2019/2020 en var ekki í myndinni hjá Mikel Arteta á síðustu leiktíð. Tækifærin voru af skornum skammti og þó hann hafi raðað inn mörkum á síðari hluta síðustu leiktíðar þá virðist Arteta ekki hafa skipt um skoðun. Hinn trausti blaðamaður David Ornstein greindi frá á Twitter-síðu sinni. Hann segir samninginn ekki alveg frágenginn en það ætti að styttast í að Willock verði samningsbundinn Newcastle United. Exclusive: Newcastle have agreed a fee with Arsenal to sign Joe Willock on a permanent basis. Personal terms still need to be finalised so deal not yet done. Price would be in excess of £20m for the 21y England youth midfielder @TheAthleticUK #NUFC #AFC https://t.co/T0AIMXOqHN— David Ornstein (@David_Ornstein) August 8, 2021 Willock yrði fyrsti leikmaðurinn sem Arsenal selur úr aðalliðshóp sínum í sumar. Félagið hefur nú þegar eytt yfir 70 milljónum punda í nýja leikmenn en ekki fengið krónu inn á sama tíma. Fjöldi leikmanna er þó orðaður frá félaginu, þar má nefna Rúnar Alex Rúnarsson, Héctor Bellerín, Sead Kolašinac, Lucas Torreira og Ainsley Maitland-Niles. Arsenal mætir nýliðum Brentford á föstudaginn kemur í fyrsta leik tímabilsins en Newcastle United fær West Ham United í heimsókn á sunnudaginn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
Willock sló í gegn með Newcastle á síðari hluta síðustu leiktíðar þar sem hann skoraði átta mörk í 14 leikjum. Þessi efnilegi miðjumaður verður 22 ára gamall þann 20. ágúst næstkomandi og þrátt fyrir að hafa tekið þátt í alls 78 leikjum fyrir Arsenal í öllum keppnum hefur hann ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Newcastle. Willock tók alls þátt í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2019/2020 en var ekki í myndinni hjá Mikel Arteta á síðustu leiktíð. Tækifærin voru af skornum skammti og þó hann hafi raðað inn mörkum á síðari hluta síðustu leiktíðar þá virðist Arteta ekki hafa skipt um skoðun. Hinn trausti blaðamaður David Ornstein greindi frá á Twitter-síðu sinni. Hann segir samninginn ekki alveg frágenginn en það ætti að styttast í að Willock verði samningsbundinn Newcastle United. Exclusive: Newcastle have agreed a fee with Arsenal to sign Joe Willock on a permanent basis. Personal terms still need to be finalised so deal not yet done. Price would be in excess of £20m for the 21y England youth midfielder @TheAthleticUK #NUFC #AFC https://t.co/T0AIMXOqHN— David Ornstein (@David_Ornstein) August 8, 2021 Willock yrði fyrsti leikmaðurinn sem Arsenal selur úr aðalliðshóp sínum í sumar. Félagið hefur nú þegar eytt yfir 70 milljónum punda í nýja leikmenn en ekki fengið krónu inn á sama tíma. Fjöldi leikmanna er þó orðaður frá félaginu, þar má nefna Rúnar Alex Rúnarsson, Héctor Bellerín, Sead Kolašinac, Lucas Torreira og Ainsley Maitland-Niles. Arsenal mætir nýliðum Brentford á föstudaginn kemur í fyrsta leik tímabilsins en Newcastle United fær West Ham United í heimsókn á sunnudaginn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira