Newcastle að ganga á kaupunum á miðjumanninum efnilega frá Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2021 17:02 Joe Willock skoraði átta mörk er hann var á láni hjá Newcastle á síðustu leiktíð. David Klein/Getty Images Enska knattspyrnufélagið Newcastle United er við það að ganga frá kaupum á enska miðjumanninum Joseph George Willock sem sló í gegn í norðurhluta Englands á síðustu leiktíð. Talið er að kaupverðið sé í kringum 22 milljónir punda. Willock sló í gegn með Newcastle á síðari hluta síðustu leiktíðar þar sem hann skoraði átta mörk í 14 leikjum. Þessi efnilegi miðjumaður verður 22 ára gamall þann 20. ágúst næstkomandi og þrátt fyrir að hafa tekið þátt í alls 78 leikjum fyrir Arsenal í öllum keppnum hefur hann ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Newcastle. Willock tók alls þátt í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2019/2020 en var ekki í myndinni hjá Mikel Arteta á síðustu leiktíð. Tækifærin voru af skornum skammti og þó hann hafi raðað inn mörkum á síðari hluta síðustu leiktíðar þá virðist Arteta ekki hafa skipt um skoðun. Hinn trausti blaðamaður David Ornstein greindi frá á Twitter-síðu sinni. Hann segir samninginn ekki alveg frágenginn en það ætti að styttast í að Willock verði samningsbundinn Newcastle United. Exclusive: Newcastle have agreed a fee with Arsenal to sign Joe Willock on a permanent basis. Personal terms still need to be finalised so deal not yet done. Price would be in excess of £20m for the 21y England youth midfielder @TheAthleticUK #NUFC #AFC https://t.co/T0AIMXOqHN— David Ornstein (@David_Ornstein) August 8, 2021 Willock yrði fyrsti leikmaðurinn sem Arsenal selur úr aðalliðshóp sínum í sumar. Félagið hefur nú þegar eytt yfir 70 milljónum punda í nýja leikmenn en ekki fengið krónu inn á sama tíma. Fjöldi leikmanna er þó orðaður frá félaginu, þar má nefna Rúnar Alex Rúnarsson, Héctor Bellerín, Sead Kolašinac, Lucas Torreira og Ainsley Maitland-Niles. Arsenal mætir nýliðum Brentford á föstudaginn kemur í fyrsta leik tímabilsins en Newcastle United fær West Ham United í heimsókn á sunnudaginn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Willock sló í gegn með Newcastle á síðari hluta síðustu leiktíðar þar sem hann skoraði átta mörk í 14 leikjum. Þessi efnilegi miðjumaður verður 22 ára gamall þann 20. ágúst næstkomandi og þrátt fyrir að hafa tekið þátt í alls 78 leikjum fyrir Arsenal í öllum keppnum hefur hann ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Newcastle. Willock tók alls þátt í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2019/2020 en var ekki í myndinni hjá Mikel Arteta á síðustu leiktíð. Tækifærin voru af skornum skammti og þó hann hafi raðað inn mörkum á síðari hluta síðustu leiktíðar þá virðist Arteta ekki hafa skipt um skoðun. Hinn trausti blaðamaður David Ornstein greindi frá á Twitter-síðu sinni. Hann segir samninginn ekki alveg frágenginn en það ætti að styttast í að Willock verði samningsbundinn Newcastle United. Exclusive: Newcastle have agreed a fee with Arsenal to sign Joe Willock on a permanent basis. Personal terms still need to be finalised so deal not yet done. Price would be in excess of £20m for the 21y England youth midfielder @TheAthleticUK #NUFC #AFC https://t.co/T0AIMXOqHN— David Ornstein (@David_Ornstein) August 8, 2021 Willock yrði fyrsti leikmaðurinn sem Arsenal selur úr aðalliðshóp sínum í sumar. Félagið hefur nú þegar eytt yfir 70 milljónum punda í nýja leikmenn en ekki fengið krónu inn á sama tíma. Fjöldi leikmanna er þó orðaður frá félaginu, þar má nefna Rúnar Alex Rúnarsson, Héctor Bellerín, Sead Kolašinac, Lucas Torreira og Ainsley Maitland-Niles. Arsenal mætir nýliðum Brentford á föstudaginn kemur í fyrsta leik tímabilsins en Newcastle United fær West Ham United í heimsókn á sunnudaginn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira